„Blik 1965/Ásdís Jónsdóttir, húsfreyja í Stakkagerði“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 5: | Lína 5: | ||
=Ásdís Jónsdóttir,= | |||
=húsfreyja í Stakkagerði= | |||
<br> | |||
<br> | |||
[[Mynd: 1965 b 188 | [[Mynd: 1965 b 188.jpg|left|thumb|''Ásdís Jónsdóttir húsfreyja í Stakkagerði.'']] | ||
<big>Þetta er skráð fyrir 70 árum um þessa merku, austfirzku konu: <br> | <big>Þetta er skráð fyrir 70 árum um þessa merku, austfirzku konu: <br> | ||
Núverandi breyting frá og með 18. febrúar 2013 kl. 18:10
Ásdís Jónsdóttir,
húsfreyja í Stakkagerði
Þetta er skráð fyrir 70 árum um þessa merku, austfirzku konu:
„Hinn 21. nóv. f.á (1893) lézt í Vestmannaeyjum merkiskonan Ásdís Jónsdóttir frá Stakkagerði, 77 ára að aldri.
Hún var fædd að Núpshjáleigu á Berufjarðarströnd í Suður-Múlasýslu 1815, fluttist til Vestmannaeyja 1834 og giftist sama ár norskum skipstjóra, Anders Asmundsen. Þau eignuðust 8 börn. Lifa aðeins þrjár dætur (1894): 1. Sophia Lísbet, kona Gísla kaupmanns Stefánssonar (þau voru foreldrar séra Jes Anders Gíslasonar að Hóli hér). 2. María (hún hét Dorthea Maria, fermd 1854 og lærði biblíusögur á dönsku undir ferminguna), ekkja eftir verzlunarstjóra Gísla heitinn Bjarnasen; er nú í Höfn með börnum sínum; 3. Tumína (hún hét Thomine Rebekka Asmundsen), gift kona í Chicago í Ameríku.
Árið 1851 missti Asdís heitin mann sinn í sjóinn. En 1858 giftist hún hreppstjóra Árna Diðrikssyni og eignaðist með honum eina dóttur, Jóhönnu, konu Gísla Lárussonar, gullsmiðs.
Ásdís var vel menntuð kona til munns og handa, hugprúð og hjartagóð húsfreyja og móðir, ástrík og umhyggjusöm eiginkona og örlát og hjálpsöm við þurfandi menn.“
Þetta voru hennar eftirmæli, skrifuð árið eftir að frú Ásdís lézt.