„Margrét Lára Viðarsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1: Lína 1:
Margrét Lára Viðarsdóttir er fædd 25. júlí 1986. Hún er dóttir [[Guðmunda Bjarnadóttir|Guðmundu Bjarnadóttur]] og [[Viðar Elíasson|Viðars Elíassonar]].  
[[Mynd:Margrét Lára.JPG|thumb|250px|Margrét Lára]]
 
'''Margrét Lára Viðarsdóttir''' er fædd 25. júlí 1986. Hún er dóttir [[Guðmunda Bjarnadóttir|Guðmundu Bjarnadóttur]] og [[Viðar Elíasson|Viðars Elíassonar]].  


Margrét Lára sýndi snemma gríðarlega hæfileika á knattspyrnuvellinum og skaraði hún fram úr. Margrét Lára hefur unnið titla með öllum yngri flokkum ÍBV í knattspyrnu og varð bikarmeistari með meistaraflokki kvenna árið 2004.  
Margrét Lára sýndi snemma gríðarlega hæfileika á knattspyrnuvellinum og skaraði hún fram úr. Margrét Lára hefur unnið titla með öllum yngri flokkum ÍBV í knattspyrnu og varð bikarmeistari með meistaraflokki kvenna árið 2004.  

Núverandi breyting frá og með 16. ágúst 2012 kl. 10:21

Margrét Lára

Margrét Lára Viðarsdóttir er fædd 25. júlí 1986. Hún er dóttir Guðmundu Bjarnadóttur og Viðars Elíassonar.

Margrét Lára sýndi snemma gríðarlega hæfileika á knattspyrnuvellinum og skaraði hún fram úr. Margrét Lára hefur unnið titla með öllum yngri flokkum ÍBV í knattspyrnu og varð bikarmeistari með meistaraflokki kvenna árið 2004.

Árið eftir gekk Margrét Lára til liðs við Val þar sem hún stefndi á nám á höfuðborgarsvæðinu. Valur lék þá í Evrópukeppninni og gekk liðinu gríðarlega vel. Í 8 liða úrslitum keppti Valur við þýska liðið Potsdam Turbine sem er með sterkari kvennaliðum í Evrópu. Valur tapaði þeim leikjum 11-1 og 8-1 en þrátt fyrir það var þjálfari Potsdam það ánægður með Margréti Láru að hann vildi fá hana í sínar raðir. Árið 2006 var Margrét Lára kosin besti leikmaður Landsbankadeildar kvenna.

Margrét Lára gekk til liðs við þýska stórliðið Duisburg árið 2006 en snéri aftur til Íslands í upphafi árs 2007 og gerði tveggja ára samning við Val.

Margrét Lára hefur þrátt fyrir ungan aldur verið lykilmaður í íslenska kvennalandsliðinu í nokkur ár auk þess að hafa spilað stórt hlutverk í öllum yngri kvennalandsliðum Íslands.