„Elías Gunnlaugsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 14: Lína 14:
:''Fína formennsku sýna  
:''Fína formennsku sýna  
:''fleyjastjórarnir Eyja.
:''fleyjastjórarnir Eyja.
== Myndir ==
<Gallery>
Mynd:Fa-brunt (75).jpg
Mynd:KG-mannamyndir 1643.jpg
Mynd:KG-mannamyndir 1688.jpg
Mynd:KG-mannamyndir 15183.jpg
Mynd:KG-mannamyndir 16712.jpg
Mynd:Mynd-Mynd-KG-mannamyndir 17724.jpg
</gallery>


{{Heimildir|
{{Heimildir|

Útgáfa síðunnar 11. júlí 2012 kl. 13:52

Elías Gunnlaugsson.

Elías Gunnlaugsson fæddist 22. febrúar 1922. Faðir hans var Gunnlaugur Sigurðsson frá Gjábakka og móðir hans Elísabet Arnoddsdóttir. Bræður Elíasar voru Gunnlaugur (hálfbróðir), Aðalsteinn, Friðrik Þórarinn, Arnoddur, Jón og Ingvar. Systur Aðalsteins voru: Sigurbjörg, Guðbjörg Þórsteina og Guðný. Þau systkini voru gjarnan kennd við Gjábakka þar sem þau voru alin upp og bjuggu fram á fullorðinsár. Kona Elíasar er Margrét Sigurjónsdóttir fædd 20. desember 1923. Elías bjó á Boðaslóð 17 en býr nú á Brimhólabraut 5. Þau Elías og Margrét, eða Maggý eins og hún er oftast kölluð, eignuðust þrjú börn. Hjördísi fædda 14. október 1946 og tvíburana Björk og Viðar, fædd 1. júlí 1956. Viðar spilaði lengi knattspyrnu í Eyjum og dóttir hans og barnabarn Elíasar er knattspyrnukonan landsþekkta Margrét Lára Viðarsdóttir.

Elías var formaður, m.a. á bátunum Veigu og Tjaldi.

Elías er annar frá vinstri í þessum hópi. Lýsing á öðrum er fáanleg með því að smella á myndina.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Elías:

Gunnlaugs er grérinn kunni
gramurinn Elías framur,
niðji þeirra sá þriðji,
þekkan ég meina rekkinn.
Skjaldmögur trúr er Tjaldar
tíðum í storma hríðum.
Fína formennsku sýna
fleyjastjórarnir Eyja.

Myndir


Heimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.
  • Viðbætur við heimildir: Eygló Björnsdóttir