„Blik 1939, 6. tbl./Fréttamolar.“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 24: Lína 24:
<center>Stjórn Málfundafélags [[Gagnfræðaskólinn í Vestmannaeyjum|Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum]].</center><br>  
<center>Stjórn Málfundafélags [[Gagnfræðaskólinn í Vestmannaeyjum|Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum]].</center><br>  
<center>Steindórsprent h.f. — Reykjavík.  </center>
<center>Steindórsprent h.f. — Reykjavík.  </center>
{{Blik}}

Útgáfa síðunnar 19. júní 2012 kl. 13:36

Fréttamolar.


Fimmtudaginn 19. okt. s.l. heiðruðu 1. b. nemendur skólastjóra, á fertugsafmæli hans, með því að meiri hluti þeirra gekk í St. Báru nr. 2 þá um kvöldið. Í fyrra gekk í þá stúku með skólastjóra um helmingur af öllum nemendum skólans. Alls eru því nú um 60 nemendur skólans í stúkunni, og margir þeirra vel starfandi félagar.

——


Skólinn hefir þegar eignazt dálítið bókasafn. Er þar að finna margar okkar beztu unglingabækur frumsamdar og þýddar, og svo útlendar bækur. Bókaverðir eru þeir Borgþór Jónsson og Leifur Eyjólfsson. Okkur þykir vænt um bókasafnið okkar.


——


Hringjari skólans er Jóna Hannesdóttir frá Hæli. Hún hefir víst áreiðanlega rétta klukku, en nokkuð þykir okkur fríin stutt hjá henni stundum. Góða Jóna, reyndu að teygja úr fríunum, þegar gott er veður!

Áki og Addi fréttaritarar.


——


Ábyrg ritstjórn:


Stjórn Málfundafélags Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum.


Steindórsprent h.f. — Reykjavík.