„Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum/Sængurkonusteinn“: Munur á milli breytinga
Fara í flakk
Fara í leit
m (Verndaði „Sængurkonusteinn“ [edit=sysop:move=sysop]) |
|
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 8. júní 2012 kl. 20:16
SKAMMT fyrir ofan bæinn í Vestmannaeyjum er steinn nokkur, tvær til þrjár stikur á hæð. Um hann er sögn sú, sem hér fer á eftir:
Þegar Tyrkir rændu síðast í Eyjunum, fundu þeir við steininn konu, sem hafði alið barn. Annar vildi drepa hana, en hinn skar laf af skikkju sinni og gaf henni til að sveipa barnið í, og bjargaði hann bæði konunni og barninu.
- (Vísir 3. 9. 1914).