5, 15, Möppudýr, Stjórnendur
1.449
breytingar
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
Ástand heilbrigðismála á Íslandi á 18. og 19. öld var dönskum stjórnvöldum stöðugt áhyggjuefni og ítrekað voru sendar tillögur til úrbóta á ýmsum málum og síðan fyrirspurnir um hvers vegna ekkert væri gert í málunum. Dönsk heilsupólitík átti að tryggja heilbrigði sem flestra til þess að efla vinnumarkaðinn og minnka útgjöld til fátækramála. Íslenskir embættismenn létu hjá líða að skipta sér af málum ef mögulegt var enda virðast þeir ekki hafa verið sammála þeirri stefnu sem rekin var af hálfu heilbrigðisyfirvalda. Þannig nutu fátæklingar ekki ókeypis læknishjálpar né lyfjagjafar eins og kveðið var á um í lögum vegna þess að sveitarstjórnarmenn vildu ekki borga læknum fyrir þá þjónustu. Læknar voru einungis fyrir fáa útvalda og svo lengi sem sjúkdómar og sóttir náðu ekki til efri laga samfélagsins var ástæðulaust að grípa til aðgerða að mati Íslendinga. Í heilbrigðismálum eins og ýmsum öðrum málum fóru hugmyndir danskra yfirvalda alls ekki saman við íslenskan raunveruleika. Sagan úr Vestmannaeyjum þar sem ginklofi deyddi flest börn sem fæddust þar um langt árabili er lýsandi dæmi þess. | Ástand heilbrigðismála á Íslandi á 18. og 19. öld var dönskum stjórnvöldum stöðugt áhyggjuefni og ítrekað voru sendar tillögur til úrbóta á ýmsum málum og síðan fyrirspurnir um hvers vegna ekkert væri gert í málunum. Dönsk heilsupólitík átti að tryggja heilbrigði sem flestra til þess að efla vinnumarkaðinn og minnka útgjöld til fátækramála. Íslenskir embættismenn létu hjá líða að skipta sér af málum ef mögulegt var enda virðast þeir ekki hafa verið sammála þeirri stefnu sem rekin var af hálfu heilbrigðisyfirvalda. Þannig nutu fátæklingar ekki ókeypis læknishjálpar né lyfjagjafar eins og kveðið var á um í lögum vegna þess að sveitarstjórnarmenn vildu ekki borga læknum fyrir þá þjónustu. Læknar voru einungis fyrir fáa útvalda og svo lengi sem sjúkdómar og sóttir náðu ekki til efri laga samfélagsins var ástæðulaust að grípa til aðgerða að mati Íslendinga. Í heilbrigðismálum eins og ýmsum öðrum málum fóru hugmyndir danskra yfirvalda alls ekki saman við íslenskan raunveruleika. Sagan úr Vestmannaeyjum þar sem ginklofi deyddi flest börn sem fæddust þar um langt árabili er lýsandi dæmi þess. | ||
== Landlæknir kemur til Vestmannaeyja == | == Landlæknir kemur til Vestmannaeyja == | ||
Íslendingar fengu sinn fyrsta landlækni árið 1760 en á næstu árum voru stofnuð embætti fjórðungslækna þannig að um 1800 voru starfandi fimm læknar auk landlæknis. Heilbrigðisyfirvöldum í Kaupmannahöfn bárust fregnir um að ungbarnadauði væri óvanalega mikill í Eyjum skömmu fyrir aldamótin 1800 en þetta hafði verið lengi vitað hérlendis án þess að nokkuð væri að gert. Árið 1804 var Tómas Klog skipaður landlæknir en hann var fyrsti Daninn til að gegna læknisembætti á Íslandi og líklega var skipun hans tilkomin til að ná betri tökum á stjórn heilbrigðismála. Íslenskir embættismenn gerðu ekkert í málinu þrátt fyrir eftirrekstur og að lokum fór landlæknir til Vestmannaeyja árið 1810 og skrifaði skýrslu um málið, Indberettninger om Börnesygdommen Ginklofi. Þar lýsir hann ginklofatilfelli en talið var að sjúkdómurinn hefði verið valdur að flestum dauðsföllum. | Íslendingar fengu sinn fyrsta landlækni árið 1760 en á næstu árum voru stofnuð embætti fjórðungslækna þannig að um 1800 voru starfandi fimm læknar auk landlæknis. Heilbrigðisyfirvöldum í Kaupmannahöfn bárust fregnir um að ungbarnadauði væri óvanalega mikill í Eyjum skömmu fyrir aldamótin 1800 en þetta hafði verið lengi vitað hérlendis án þess að nokkuð væri að gert. Árið 1804 var Tómas Klog skipaður landlæknir en hann var fyrsti Daninn til að gegna læknisembætti á Íslandi og líklega var skipun hans tilkomin til að ná betri tökum á stjórn heilbrigðismála. Íslenskir embættismenn gerðu ekkert í málinu þrátt fyrir eftirrekstur og að lokum fór landlæknir til Vestmannaeyja árið 1810 og skrifaði skýrslu um málið, Indberettninger om Börnesygdommen Ginklofi. Þar lýsir hann ginklofatilfelli en talið var að sjúkdómurinn hefði verið valdur að flestum dauðsföllum. | ||
Ginklofi er stífkrampi sem stafar af svari líkamans við eitri bakteríunnar Clostridum tetani sem finnst víða í umhverfinu og getur lifað þar árum saman. Yfirleitt veldur hún ekki skaða þótt hún komist til dæmis í matvæli nema að fleiri atriði komi til eins og óhreint vatn og ígerð á opnu holdi. Sjúkdómseinkenni eru margvísleg sem þó eru öll afleiðingar af krampa á mismunandi stigum í ýmsum líffærum. Dánarorsakir eru yfirleitt frá öndunarfærum, þ.e. köfnun, en hjartalömun og þó einkum lungnabólga eru iðulega talin orsök. | Ginklofi er stífkrampi sem stafar af svari líkamans við eitri bakteríunnar Clostridum tetani sem finnst víða í umhverfinu og getur lifað þar árum saman. Yfirleitt veldur hún ekki skaða þótt hún komist til dæmis í matvæli nema að fleiri atriði komi til eins og óhreint vatn og ígerð á opnu holdi. Sjúkdómseinkenni eru margvísleg sem þó eru öll afleiðingar af krampa á mismunandi stigum í ýmsum líffærum. Dánarorsakir eru yfirleitt frá öndunarfærum, þ.e. köfnun, en hjartalömun og þó einkum lungnabólga eru iðulega talin orsök. | ||
Lína 12: | Lína 11: | ||
== Læknisembætti stofnað í Vestmannaeyjum == | == Læknisembætti stofnað í Vestmannaeyjum == | ||
Íbúar Vestmannaeyja sendu beiðni til yfirvalda árið 1820 um að þeim væri sendur læknir og var íslenskur læknir, Ólafur Thorarensen, sendur. Hann vildi hins vegar ekki setjast að í Vestmannaeyjum en skrifaði skýrslu til yfirvalda um hvað bæri að gera til að bæta ástandið. Tillögur hans voru á sömu nótum og tillögur Klogs en sem fyrr var ekki farið eftir þeim. Landlæknir Jón Thorstensen og stiftamtmaður Hoppe gerðu þá tillögu til yfirvalda um að stofnað yrði sérstakt læknisembætti í Vestmannaeyjum og var það samþykkt af konungi 6. júní 1827. Þar sem erfiðlega gekk að fá lækni var ákveðið að ef danskur læknir fengist til starfans og sæti í sex ár fengi hann embætti í Danmörku að því loknu. Fyrsti héraðslæknirinn, Carl Ferdinand Lund, kom til starfa árið 1828 en síðan komu þeir hver af öðrum, | Íbúar Vestmannaeyja sendu beiðni til yfirvalda árið 1820 um að þeim væri sendur læknir og var íslenskur læknir, [[Ólafur Thorarensen]], sendur. Hann vildi hins vegar ekki setjast að í Vestmannaeyjum en skrifaði skýrslu til yfirvalda um hvað bæri að gera til að bæta ástandið. Tillögur hans voru á sömu nótum og tillögur Klogs en sem fyrr var ekki farið eftir þeim. Landlæknir Jón Thorstensen og stiftamtmaður Hoppe gerðu þá tillögu til yfirvalda um að stofnað yrði sérstakt læknisembætti í Vestmannaeyjum og var það samþykkt af konungi 6. júní 1827. Þar sem erfiðlega gekk að fá lækni var ákveðið að ef danskur læknir fengist til starfans og sæti í sex ár fengi hann embætti í Danmörku að því loknu. Fyrsti héraðslæknirinn, [[Carl Ferdinand Lund]], kom til starfa árið 1828 en síðan komu þeir hver af öðrum, [[Carl Hans Ulrich Balbroe]], [[Andreas Steener Iversen Haaland]], [[August Ferdinand Schneider]] og [[Philip Theodor Davidsen]], sem lést í embætti árið 1860 eins og Lund hafði gert tæpum 30 árum fyrr. Ekkert hafði breyst í Vestmannaeyjum þrátt fyrir komu læknanna en þeir gerðu sér betur grein fyrir vandamálinu og voru með tillögur til úrbóta. | ||
== Schleisner og ginklofinn == | == Schleisner og ginklofinn == | ||
Árið 1847 var ákveðið að senda [[Peter Anton Schleisner]] til Vestmannaeyja og þá var staðan þannig að milli 60 og 80% allra barna sem fæddust lifandi í Vestmannaeyjum dóu úr ginklofa en meðaltalið fyrir Ísland var um 30% og Danmörku milli 15 og 20%. Hvers vegna Schleisner varð fyrir valinu er ekki vitað en hann hafði skrifað ritgerð um barnsfarasótt árið 1846 og kannski hefur það haft áhrif á valið. Þegar Schleisner kemur til Vestmannaeyja í byrjun júlí 1847 hefst hann þegar handa við að koma upp sérstakri fæðingarstofu og tók hún til starfa í september sama ár. En hvers vegna fæðingarstofu? Bolbroe læknir sem starfaði í Eyjum 1832-1839 hafði áttað sig á því að þeir nýburar sem hann tók inn á heimili sitt fengu ekki ginklofa og eftirmaður hans, Haalland, sem var í Eyjum 1840-1845 taldi nauðsynlegt að stofna sérstakt fæðingarheimili. Því var niðurstaðan sú að fæðingarstofa væri nauðsynleg. Illa gekk að fá konur til að koma á fæðingarstofuna og fæða þar en öll börn sem fæddust voru flutt þangað til meðferðar. Af 23 börnum sem fæddust frá september 1847 til júlí árið 1848 létust fimm, þar af þrjú úr ginklofa, eða 13% en undangengna tvo áratugi hafði dánartalan verið um 60% á sama árstíma. | Árið 1847 var ákveðið að senda [[Peter Anton Schleisner]] til Vestmannaeyja og þá var staðan þannig að milli 60 og 80% allra barna sem fæddust lifandi í Vestmannaeyjum dóu úr ginklofa en meðaltalið fyrir Ísland var um 30% og Danmörku milli 15 og 20%. Hvers vegna Schleisner varð fyrir valinu er ekki vitað en hann hafði skrifað ritgerð um barnsfarasótt árið 1846 og kannski hefur það haft áhrif á valið. Þegar Schleisner kemur til Vestmannaeyja í byrjun júlí 1847 hefst hann þegar handa við að koma upp sérstakri fæðingarstofu og tók hún til starfa í september sama ár. En hvers vegna fæðingarstofu? Bolbroe læknir sem starfaði í Eyjum 1832-1839 hafði áttað sig á því að þeir nýburar sem hann tók inn á heimili sitt fengu ekki ginklofa og eftirmaður hans, Haalland, sem var í Eyjum 1840-1845 taldi nauðsynlegt að stofna sérstakt fæðingarheimili. Því var niðurstaðan sú að fæðingarstofa væri nauðsynleg. Illa gekk að fá konur til að koma á fæðingarstofuna og fæða þar en öll börn sem fæddust voru flutt þangað til meðferðar. Af 23 börnum sem fæddust frá september 1847 til júlí árið 1848 létust fimm, þar af þrjú úr ginklofa, eða 13% en undangengna tvo áratugi hafði dánartalan verið um 60% á sama árstíma. | ||
== Leiðir til úrbóta == | == Leiðir til úrbóta == | ||
Schleisner beindi athyglinni fyrst og fremst að umbúnaði naflastrengsinsog bar á hann sérstaka olíu, balsamum copaiba, þar til hann féll af. Á fæðingarstofunni voru viðhafðar strangar kröfur um hreinlæti og um mataræði en hvort tveggja líkaði konum illa. Brjóstagjöf var viðhöfð eftir því sem hægt var en þar sem einungis fáar konur voru með börnum á stofunni var erfitt um vik. Þegar börnin fóru heim fengu þau með sér pela, barnaföt og þvottasvamp og mæðrum voru lagðar lífsreglurnar um meðferð ungbarna eins þá var tíðkanlegt. Með þessu var tekið á þeim þáttum sem ítrekað hafði verið bent á sem hugsanlegan orsakavald en það var umbúnaður naflastrengs, ömurlegar umhverfisaðstæður, meðal annars þröngbýli og fúlt vatn, og skortur á brjóstamjólk. | |||
== Fæðingarstofa sett á laggirnar == | == Fæðingarstofa sett á laggirnar == | ||
Lína 39: | Lína 38: | ||
== Frydendal notað sem sjúkrahús == | == Frydendal notað sem sjúkrahús == | ||
Ekkert sjúkrahús var þá í Vestmannaeyjum, en árið 1837 settist þar að danskur skipstjóri að nafni | Ekkert sjúkrahús var þá í Vestmannaeyjum, en árið 1837 settist þar að danskur skipstjóri að nafni Eriksen. Kona hans hét [[Anne Johanne]]. Þau byggðu húsið Frydendal. Anne Johanne var að sögn glaðvær kona og dugnaðarforkur. Læknir staðarins fékk að leggja sjúklinga inn í Frydendal og var það oft notað sem sjúkrahús. Fengu sjúklingar þá góða umönnun hjá Anne Johanne. Eftir lát manns síns giftist Anne Jóhanne dönskum manni að nafni Roed og var eftir það alltaf kölluð madama Roed. Hún rak veitnagahús í Frydendal. Leifar Frydendal, þess stóra íbúðarhúss var verslunarhúsið Bjarmi sem stóð við Miðstræti. | ||
Madame Roed flutti með sér ýmsa nýja siði. Hún kenndi Vestmannaeyingum að rækta kartöflur, sem varð til þess að seinna voru kartöflur ræktaðar við hvern bæ og brugðust sjaldan. Þá var mikið af kálgörðum í sandinum inn í Botni þar sem nú er Friðarhöfn. Síðar varð mikil garðrækt í Hrauninu fram af Herjólfsdal, svæði sem eftir [[Heimaeyjargosið]] var skipulagt undir ný íbúðarhúsahverfi. Kartöflur voru settar niður 20. maí ár hvert. Mikil vinna var við garðana og tók öll fjölskyldan þátt í þeim störfum. Börnunum þótti það sérstök skemmtun og tilbreyting þegar farið var í kálgarða í Botninum. | Madame Roed flutti með sér ýmsa nýja siði. Hún kenndi Vestmannaeyingum að rækta kartöflur, sem varð til þess að seinna voru kartöflur ræktaðar við hvern bæ og brugðust sjaldan. Þá var mikið af kálgörðum í sandinum inn í Botni þar sem nú er Friðarhöfn. Síðar varð mikil garðrækt í Hrauninu fram af Herjólfsdal, svæði sem eftir [[Heimaeyjargosið]] var skipulagt undir ný íbúðarhúsahverfi. Kartöflur voru settar niður 20. maí ár hvert. Mikil vinna var við garðana og tók öll fjölskyldan þátt í þeim störfum. Börnunum þótti það sérstök skemmtun og tilbreyting þegar farið var í kálgarða í Botninum. | ||
Lína 47: | Lína 46: | ||
<small> | <small> | ||
* Baldur Johnsen, ''„Ginklofinn í Vestmannaeyjum“'' | * Baldur Johnsen, ''„Ginklofinn í Vestmannaeyjum“'' | ||
</small> | |||
<meta:creator>Skapti Örn Ólafsson</meta:creator> | |||