„Jón Sigurðsson (Ártúni)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 27: Lína 27:
''Jón Sigurðsson Vestmannabraut 72 [73] í Vestmannaeyjum hefir sýnt það lofsverða framtak að halda til haga myndum af hinum dugmiklu brautryðjendum í vélvæðingu fiskibáta á þessu tímabili og bátum þeirra. Hann hefir sjálfur teiknað alla bátana, sem myndir birtast af með mikilli nákvæmni svo að þar skeikar engu. Mun það sjaldgæft að maður, sem enga sérmenntun hefir fengið á því sviði skuli hafa haft svo næmt auga fyrir lagi hvers báts, en varla fer hjá því, að einhverjir hæfileikar hafi búið þar undir. Jón sendi nokkrar línur um sjálfan sig eftir beiðni Vikingsins:  Ég hefi lítið af mér að segja. Ég er Eyfellingur að ætt og Uppruna. Foreldrar mínir voru Sigurður Jónsson frá Syðstu Mörk og Margrét Gísladóttir frá Saurum í Helgafellssveit, en þau fóru til Ameríku þegar ég var eins árs. Varð ég eftir hjá afa mínum í Syðstu Mörk. Þar var ég í nokkur ár og síðar á fleiri bæjum undir Eyjafjöllum. Ungur fór ég til Vestmannaeyja, um það leyti, sem mótorbátarnir voru að hefja innreið sína í þorpið, og auðvitað lifði ég og hrærðist í þessu atvinnulífi. Ég þekkti alla formennina og reri á fjórum af þessum bátum, átti ég hlut í einum þeirra í 14 ár. Það var Gammur. Þegar aldurinn færist yfir, dettur manni í hug að rifja upp gamla tímann og vaknaði þá hjá mér löngun til að rissa upp gömlu bátana. Hætti ég ekki við fyrr en ég kláraði þá alla. Svo hefi ég ekki meira um þetta að segja. Ég hefi litinn tíma til að skrifa. Eflaust hefði verið hægt að segja meira, hefði tími og næði verið fyrir hendi og læt ég svo staðar numið.''
''Jón Sigurðsson Vestmannabraut 72 [73] í Vestmannaeyjum hefir sýnt það lofsverða framtak að halda til haga myndum af hinum dugmiklu brautryðjendum í vélvæðingu fiskibáta á þessu tímabili og bátum þeirra. Hann hefir sjálfur teiknað alla bátana, sem myndir birtast af með mikilli nákvæmni svo að þar skeikar engu. Mun það sjaldgæft að maður, sem enga sérmenntun hefir fengið á því sviði skuli hafa haft svo næmt auga fyrir lagi hvers báts, en varla fer hjá því, að einhverjir hæfileikar hafi búið þar undir. Jón sendi nokkrar línur um sjálfan sig eftir beiðni Vikingsins:  Ég hefi lítið af mér að segja. Ég er Eyfellingur að ætt og Uppruna. Foreldrar mínir voru Sigurður Jónsson frá Syðstu Mörk og Margrét Gísladóttir frá Saurum í Helgafellssveit, en þau fóru til Ameríku þegar ég var eins árs. Varð ég eftir hjá afa mínum í Syðstu Mörk. Þar var ég í nokkur ár og síðar á fleiri bæjum undir Eyjafjöllum. Ungur fór ég til Vestmannaeyja, um það leyti, sem mótorbátarnir voru að hefja innreið sína í þorpið, og auðvitað lifði ég og hrærðist í þessu atvinnulífi. Ég þekkti alla formennina og reri á fjórum af þessum bátum, átti ég hlut í einum þeirra í 14 ár. Það var Gammur. Þegar aldurinn færist yfir, dettur manni í hug að rifja upp gamla tímann og vaknaði þá hjá mér löngun til að rissa upp gömlu bátana. Hætti ég ekki við fyrr en ég kláraði þá alla. Svo hefi ég ekki meira um þetta að segja. Ég hefi litinn tíma til að skrifa. Eflaust hefði verið hægt að segja meira, hefði tími og næði verið fyrir hendi og læt ég svo staðar numið.''


Þetta eru orð hins hógværa manns, sem lagði á sig að halda til haga
''Þetta eru orð hins hógværa manns, sem lagði á sig að halda til haga
einhverjum merkilegustu heimildum, sem við eigum í sögu íslenzkrar útgerðar
einhverjum merkilegustu heimildum, sem við eigum í sögu íslenzkrar útgerðar
frá aldamótum..."
frá aldamótum..."''


Það var svo í nokkrum næstu tölublöðum, frá 24. tbl. af Víkingnum, að myndir birtust af bátum þeim sem Jón hafði teiknað sbr. ofanritað.  Fylgdu myndirnar greinarbálki undir heitinu '''„Upphafsár vélvæðingar í Vestmannaeyjum“'''.
Það var svo í nokkrum næstu tölublöðum, frá 24. tbl. af Víkingnum, að myndir birtust af bátum þeim sem Jón hafði teiknað sbr. ofanritað.  Fylgdu myndirnar greinarbálki undir heitinu '''„Upphafsár vélvæðingar í Vestmannaeyjum“'''.

Útgáfa síðunnar 21. júlí 2011 kl. 17:48

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Jón Sigurðsson


Jón Sigurðsson
Jón og Karolína

Jón Sigurðsson fæddist 12. febrúar 1900, að Miklholti í Miklaholtshreppi og lést 24. janúar 1980. Hann var kvæntur Karólínu Sigurðardóttur f. 9. október 1899, d. 10. ágúst 1989. Þau bjuggu fyrst í húsinu Ártún við Vesturveg en byggðu síðar húsið við Vestmannabraut 73 og bjuggu þar til æviloka.

Jón var sonur Sigurðar Jónssonar og Margrétar Gísladóttur (Johnson) frá Syðstu Mörk undir Eyjafjöllum en þau bjuggu að Miklholti er Jón fæddist. Foreldrar Jóns, Sigurður og Margrét fluttust búferlum, árið 1901 til Vesturheims og námu þar land í Mouse River byggð í Norður Dakota. Tóku þau þar upp ættarnafnið Johnson, að vestrænum sið. Sigurður ritaði æviminningar sínar sem komu út árið 1950 undir heitinu „Minningar Sigurðar frá Syðstu Mörk“ en í þeim kemur fram að þau hafi haldið af landi brott, frá Íslandi, að kvöldi dags hinn 12. júlí 1901 með póstskipinu Botníu. Afi Jóns og alnafni kom til skjalanna er fjölskyldan flutti til Vesturheims og kom í veg fyrir að Jón flyttist með þeim. Kom hann nafna sínum til dóttur sinnar Kristínar Jónsdóttur, sem síðar var kennd við Múla í Vestmannaeyjum og þá til manns hennar sem síðar varð Jónas Jónsson, ættaður úr Þingeyjarsýslu. Ólu þau hjónin, Kristín og Jónas, Jón upp til manndómsára. Á fyrri árum var Jón jafnan kenndur við Múla enda bar dóttir hans Kristín nafn fóstru hans.

Systkini Jóns voru; Haraldur, Salvör, Jón (lést vikugamall), Gísli, Helga og Skarphéðinn.

Jón og Karolína gengu í hjónaband í nóvember 1922 en Karolína var ættuð úr Rangárþingi og voru þau hjón nokkuð skyld út frá Högna Sigurðssyni. Hjónaband Jóns og Karolínu varaði í 57 ár. Þau hófu sinn búskap í Laugardal hjá Eyjólfi og Nikolínu. Árið 1926 fluttu þau í nýbyggt og vandað Steinhús að Vesturvegi 20 er Jón nefndi Ártún. Þar bjuggu þau að upphafi seinni heimsstyrjaldar er Jón byggði annað hús þeirra hjóna að Vestmannabraut 73.

Jón var um árabil sjómaður og réri lengi með Árna Finnbogasyni kunnum sjósóknara og aflammanni, ættuðum frá Norðurgarði í Eyjum. Jón keypti hlut í vélbátnum Gammi VE-174 og átti hann með Ágústi Þórðarsyni yfirfiskmatsmanni á Aðalbóli og Torfa Einarssyni í Áshól.

Jón og Karolína eignuðust fjögur börn: 1) Geirlaugu, f. 20. júní 1923 - d. 31. maí 1995; 2) Kristínu, f. 12. janúar 1926 - d. 9. ágúst 2004; 3) Margréti, f. 9. október 1931 og 4) Sigurð (Didda pabba), f. 24. júlí 1940.

Í minningargrein um Kristínu systur sína, í Morgunblaðinu 25. ágúst 2004, bls. 27, ritaði Sigurður Diddi pabbi svo um föður sinn og systur:

„Faðir okkar átti parta í 2 bátum, Gammi VE 174 og Sleipni VE 280, og reri jafnframt á Gammi. Þær voru ekki háar í loftinu systurnar þegar þær voru farnar að hjálpa til við útveginn, m.a. þurrkun á saltfiski og ekki má gleyma þegar faðir okkar braut land og ræktaði við Brimhóla, þá naut hann dyggilega aðstoð dætra sinna við að fjarlæga grjót úr túninu. Til verksins smíðaði hann handa þeim litlar fiskibörur, en grjótið var svo notað í girðinguna. Eftir þessa aðgerð var hvergi steinvölu að finna í slægjunni. Túnið gaf af sér 1 kýrfóður og töðu fyrir 20 kindur, sem nægði heimilinu og rúmlega það. Þá var Jón með kindurnar í sumarbeit, mest í Heimakletti og þar hjálpuðu Stína og systur hennar líka til. Það var sama hvað fiskaðist, t.d. komst Gammurinn í að fiska 50–60 þúsund fiska, en ekkert dugði, Jón faðir okkar missti húsið í greipar á óvönduðum manni og var ekki sá fyrsti né síðasti.“

Jón hafði ótrúlegt og hvasst minni og afrekaði það, í hjáverkum, að teikna upp alla báta, er skráðir voru og gerðir út frá Vestmannaeyjum frá upphafi vélbátaútgerðar og fram til ársins 1969. Hann mundi öll skráningarnúmer, alla eigendur, tegund véla og stærð í hestöflum. Þessi saga birtist öll í Sjómannablaðinu Víkingi, í einum 54 tbl. á árunum frá 1962 - 1969. Við upphaf greinaflokksins í Víkingi, 9 - 10 tbl., 24. árg. 1962, bls. 204 segir svo frá:

„Víkingurinn mun í næstu blöðum birta myndir af formönnum og bátum frá Vestmannaeyjum þau fyrstu ár, sem vélvæðingin var innleidd þar Hér er um geysi mikinn fróðleik að ræða og ætla má að allir lesendur Víkingsins fylgist af áhuga með því „ævintýri", sem þar gerðist á þessum árum, og ekki hvað sízt Vestmannaeyingar sjálfir...

Jón Sigurðsson Vestmannabraut 72 [73] í Vestmannaeyjum hefir sýnt það lofsverða framtak að halda til haga myndum af hinum dugmiklu brautryðjendum í vélvæðingu fiskibáta á þessu tímabili og bátum þeirra. Hann hefir sjálfur teiknað alla bátana, sem myndir birtast af með mikilli nákvæmni svo að þar skeikar engu. Mun það sjaldgæft að maður, sem enga sérmenntun hefir fengið á því sviði skuli hafa haft svo næmt auga fyrir lagi hvers báts, en varla fer hjá því, að einhverjir hæfileikar hafi búið þar undir. Jón sendi nokkrar línur um sjálfan sig eftir beiðni Vikingsins: Ég hefi lítið af mér að segja. Ég er Eyfellingur að ætt og Uppruna. Foreldrar mínir voru Sigurður Jónsson frá Syðstu Mörk og Margrét Gísladóttir frá Saurum í Helgafellssveit, en þau fóru til Ameríku þegar ég var eins árs. Varð ég eftir hjá afa mínum í Syðstu Mörk. Þar var ég í nokkur ár og síðar á fleiri bæjum undir Eyjafjöllum. Ungur fór ég til Vestmannaeyja, um það leyti, sem mótorbátarnir voru að hefja innreið sína í þorpið, og auðvitað lifði ég og hrærðist í þessu atvinnulífi. Ég þekkti alla formennina og reri á fjórum af þessum bátum, átti ég hlut í einum þeirra í 14 ár. Það var Gammur. Þegar aldurinn færist yfir, dettur manni í hug að rifja upp gamla tímann og vaknaði þá hjá mér löngun til að rissa upp gömlu bátana. Hætti ég ekki við fyrr en ég kláraði þá alla. Svo hefi ég ekki meira um þetta að segja. Ég hefi litinn tíma til að skrifa. Eflaust hefði verið hægt að segja meira, hefði tími og næði verið fyrir hendi og læt ég svo staðar numið.

Þetta eru orð hins hógværa manns, sem lagði á sig að halda til haga einhverjum merkilegustu heimildum, sem við eigum í sögu íslenzkrar útgerðar frá aldamótum..."

Það var svo í nokkrum næstu tölublöðum, frá 24. tbl. af Víkingnum, að myndir birtust af bátum þeim sem Jón hafði teiknað sbr. ofanritað. Fylgdu myndirnar greinarbálki undir heitinu „Upphafsár vélvæðingar í Vestmannaeyjum“.

Gaman er að skoða þessar myndir sem hægt er að finna á vefslóðinni www.timarit.is [1]

Athyglisvert er einnig að skoða bekkjarmynd af "Bekkjarsögn úr Barnaskóla Vestmannaeyja veturinn 1912 - 1913" sem er að finna hér á þessari síðu undir greinarheitinu "Blik 1956/Gamlar skólamyndir" en Jón er þar lengst til hægri í öftustu röð á annarri myndinni.

Diddi pabbi er sonur hans.