„Blik 1969/Vinar minnzt“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3: Lína 3:




[[Karl Vignir Þorsteinsson]]
<center>[[Karl Vignir Þorsteinsson]]:</center>


==Guðmundur Guðlaugsson==
 
<br>
<big><big><big><big><center>Guðmundur Guðlaugsson</center> </big></big></big>
<br>
 
[[Mynd: 1969 b 172.jpg|thumb|400px|''Guðmundur Guðlaugsson og Una skáldkona Jónsdóttir.'']]
 
[[Mynd: 1969 b 172 A.jpg|thumb|400px|''Guðmundur Guðlaugsson og Una skáldkona Jónsdóttir.'']]
[[Guðmundur Guðlaugsson]], sem heima átti að Faxastig hér í bæ nær hálfan fimmta áratug, var fæddur 12. júlí 1885 á Bakkarholtsparti í Ölfusi.  <br>
[[Guðmundur Guðlaugsson]], sem heima átti að Faxastig hér í bæ nær hálfan fimmta áratug, var fæddur 12. júlí 1885 á Bakkarholtsparti í Ölfusi.  <br>
Þegar ég festi á blað þessi fáu minningarorð um þennan látna vin minn, eru Eyjarnar baðaðar í sól, en degi er tekið að halla. [[Sólbrekka]], gamla húsið hans, nr. 21 við [[Faxastígur|Faxastíginn], stendur þarna enn, en er nú nokkru hærra en áður. Innan veggja þess kynntist ég fyrir fáum árum öldnum og góðlegum manni, sem átti mjög erfið ár að baki. Með sínum tveim höndum háði hann eins og svo fjölmargir menn á hans yngri árum harða lífsbaráttu til þess að afla sér og lífsförunaut sínum, [[Una Jónsdóttir|Unu Jónsdóttur]], skáldkonu, er hann bjó með, lífsviðurværis, en Una Jónsdóttir lézt 29. febrúar 1960. <br>
Þegar ég festi á blað þessi fáu minningarorð um þennan látna vin minn, eru Eyjarnar baðaðar í sól, en degi er tekið að halla. [[Sólbrekka]], gamla húsið hans, nr. 21 við [[Faxastígur|Faxastíginn]], stendur þarna enn, en er nú nokkru hærra en áður. Innan veggja þess kynntist ég fyrir fáum árum öldnum og góðlegum manni, sem átti mjög erfið ár að baki. Með sínum tveim höndum háði hann eins og svo fjölmargir menn á hans yngri árum harða lífsbaráttu til þess að afla sér og lífsförunaut sínum, [[Una Jónsdóttir|Unu Jónsdóttur]], skáldkonu, er hann bjó með, lífsviðurværis, en Una Jónsdóttir lézt 29. febrúar 1960. <br>
Þótt nokkurra tuga aldursmunur væri á okkur Guðmundi Guðlaugssyni, tókst brátt með okkur góð vinátta, sem hélzt, þar til Guðmundur kvaddi þetta líf 2. júlí 1967. <br>
Þótt nokkurra tuga aldursmunur væri á okkur Guðmundi Guðlaugssyni, tókst brátt með okkur góð vinátta, sem hélzt, þar til Guðmundur kvaddi þetta líf 2. júlí 1967. <br>
Guðmundur Guðlaugsson var hæglátur maður og einlægur trúmaður. Hjálpsemin við aðra var honum í blóð borin. Meðan heilsa hans entist og þrekið hélzt, var hann boðinn og búinn til að rétta hjálparhönd þeim, er til hans leituðu, ef hann var þess megnugur á nokkurn hátt. Hann spurði þá aldrei um launin. Hjálparviljinn og náunganskærleikurinn réði þar huga og hönd. Annað skipti engu máli. <br>
Guðmundur Guðlaugsson var hæglátur maður og einlægur trúmaður. Hjálpsemin við aðra var honum í blóð borin. Meðan heilsa hans entist og þrekið hélzt, var hann boðinn og búinn til að rétta hjálparhönd þeim, er til hans leituðu, ef hann var þess megnugur á nokkurn hátt. Hann spurði þá aldrei um launin. Hjálparviljinn og náunganskærleikurinn réði þar huga og hönd. Annað skipti engu máli. <br>
Lína 17: Lína 18:
hugmynd um erfiðleika þessarar fjölskyldu, sem var sárfátæk, er faðirinn dó. — Kostað var kapps um að koma börnunum til vinnu hjá vandalausum svo fljótt, sem þau gátu unnið fyrir sér, þó ekki væri nema að einhverju leyti. Þannig var Guðmundur gerður að fjósamanni á bæ í Flóanum, þó að ekki væri hann nema 9 eða 10 ára að aldri. Þar leið honuni illa, því að hann var beittur hörðu og bjó þar við mikið tillitsleysi, 10 ára drengurinn pasturslítill og veikbyggður. Hann var látinn rísa úr rekkju á morgnana á undan öllum öðrum til þess að hirða fjósið. Í haust- og vetrarmyrkrinu var geigur í smávaxna og burðarlitla drengnum, þar sem hann burðaðist með heylaupana ofan úr heygarði inn í fjós einn og yfirgefinn að honum fannst. Alls staðar var myrkur. Aðeins glæta af lýsiskolunni, sem hékk á stoð í miðju fjósinu. Þá skalf litli drengurinn stundum af hræðslu við ímyndaðar verur í myrkrinu. Hann þóttist finna þær í námunda við sig. Já, hann sá þær. Eitt sinn hljóp kvenmaður fyrir fjósdyrnar, svo að skrjáfaði í pilsunum hennar. Hann sá hana svo greinilega. Þó kom þar enginn við í bænum, og fjármaðurinn, sem kom á fætur stuttu síðar, varð ekki var nokkurra mannaferða. „Ofsjónir,“ sagði hann. „Grillur,“ sagði hann. „Bjáni ertu, drengur,“ sagði hann og spýtti mórauðu. <br>
hugmynd um erfiðleika þessarar fjölskyldu, sem var sárfátæk, er faðirinn dó. — Kostað var kapps um að koma börnunum til vinnu hjá vandalausum svo fljótt, sem þau gátu unnið fyrir sér, þó ekki væri nema að einhverju leyti. Þannig var Guðmundur gerður að fjósamanni á bæ í Flóanum, þó að ekki væri hann nema 9 eða 10 ára að aldri. Þar leið honuni illa, því að hann var beittur hörðu og bjó þar við mikið tillitsleysi, 10 ára drengurinn pasturslítill og veikbyggður. Hann var látinn rísa úr rekkju á morgnana á undan öllum öðrum til þess að hirða fjósið. Í haust- og vetrarmyrkrinu var geigur í smávaxna og burðarlitla drengnum, þar sem hann burðaðist með heylaupana ofan úr heygarði inn í fjós einn og yfirgefinn að honum fannst. Alls staðar var myrkur. Aðeins glæta af lýsiskolunni, sem hékk á stoð í miðju fjósinu. Þá skalf litli drengurinn stundum af hræðslu við ímyndaðar verur í myrkrinu. Hann þóttist finna þær í námunda við sig. Já, hann sá þær. Eitt sinn hljóp kvenmaður fyrir fjósdyrnar, svo að skrjáfaði í pilsunum hennar. Hann sá hana svo greinilega. Þó kom þar enginn við í bænum, og fjármaðurinn, sem kom á fætur stuttu síðar, varð ekki var nokkurra mannaferða. „Ofsjónir,“ sagði hann. „Grillur,“ sagði hann. „Bjáni ertu, drengur,“ sagði hann og spýtti mórauðu. <br>
Sá siður hélzt hjá bóndanum í Langa-Gerði, en svo hét bærinn, sem litli drengurinn dvaldist á við fjósstörfin, að reka kýrnar í vatn daglega að vetrinum. Þá var litla drengnum oft kalt, meðan hann stóð yfir kúnum. En samúðin og meðaumkunin reyndist takmörkuð hjá hinum ráðandi. Meira bar á hinu, hörkunni og refsihneigðinni, ef eitthvað bjátaði á. <br>
Sá siður hélzt hjá bóndanum í Langa-Gerði, en svo hét bærinn, sem litli drengurinn dvaldist á við fjósstörfin, að reka kýrnar í vatn daglega að vetrinum. Þá var litla drengnum oft kalt, meðan hann stóð yfir kúnum. En samúðin og meðaumkunin reyndist takmörkuð hjá hinum ráðandi. Meira bar á hinu, hörkunni og refsihneigðinni, ef eitthvað bjátaði á. <br>
Árið 1914 fluttist Guðmundur Guðlaugsson með móður sinni til Beykjavíkur. Þar bjuggu þau saman, meðan henni entist aldur, fyrst að Hverfisgötu 70 en lengst að Bergstaðastræti 32. Hann var stoð hennar og stytta á elliárum hennar. <br>
Árið 1914 fluttist Guðmundur Guðlaugsson með móður sinni til Reykjavíkur. Þar bjuggu þau saman, meðan henni entist aldur, fyrst að Hverfisgötu 70 en lengst að Bergstaðastræti 32. Hann var stoð hennar og stytta á elliárum hennar. <br>
Í Reykjavík vann Guðmundur Guðlaugsson margs konar verkamannavinnu. Um tíma vann hann við jarðrækt í útjaðri bæjarins. Við uppskipunarvinnu við höfnina vann hann margan daginn, skipaði upp á bátum bæði kolum, salti, timbri, og matvöru, en þá var lítið eða ekkert um hafskipabryggjur þar í bæ. Kolakraninn frægi var þá ekki til. Kolum var mjatlað upp úr lestum skipanna í hálftunnumálum, og kolin síðan borin á bakinu upp í kolaport. Flest var þar þá á frumstigi. Og vinnulaunin voru 35 aurar á tímann og 50 aurar fyrir  
Í Reykjavík vann Guðmundur Guðlaugsson margs konar verkamannavinnu. Um tíma vann hann við jarðrækt í útjaðri bæjarins. Við uppskipunarvinnu við höfnina vann hann margan daginn, skipaði upp á bátum bæði kolum, salti, timbri, og matvöru, en þá var lítið eða ekkert um hafskipabryggjur þar í bæ. Kolakraninn frægi var þá ekki til. Kolum var mjatlað upp úr lestum skipanna í hálftunnumálum, og kolin síðan borin á bakinu upp í kolaport. Flest var þar þá á frumstigi. Og vinnulaunin voru 35 aurar á tímann og 50 aurar fyrir  
næturvinnustundina. Oft var unnið frá kl. 6 á morgnana til miðnættis. <br>
næturvinnustundina. Oft var unnið frá kl. 6 á morgnana til miðnættis. <br>

Útgáfa síðunnar 22. september 2010 kl. 21:59

Efnisyfirlit 1969


Karl Vignir Þorsteinsson:


Guðmundur Guðlaugsson


Guðmundur Guðlaugsson og Una skáldkona Jónsdóttir.

Guðmundur Guðlaugsson, sem heima átti að Faxastig hér í bæ nær hálfan fimmta áratug, var fæddur 12. júlí 1885 á Bakkarholtsparti í Ölfusi.
Þegar ég festi á blað þessi fáu minningarorð um þennan látna vin minn, eru Eyjarnar baðaðar í sól, en degi er tekið að halla. Sólbrekka, gamla húsið hans, nr. 21 við Faxastíginn, stendur þarna enn, en er nú nokkru hærra en áður. Innan veggja þess kynntist ég fyrir fáum árum öldnum og góðlegum manni, sem átti mjög erfið ár að baki. Með sínum tveim höndum háði hann eins og svo fjölmargir menn á hans yngri árum harða lífsbaráttu til þess að afla sér og lífsförunaut sínum, Unu Jónsdóttur, skáldkonu, er hann bjó með, lífsviðurværis, en Una Jónsdóttir lézt 29. febrúar 1960.
Þótt nokkurra tuga aldursmunur væri á okkur Guðmundi Guðlaugssyni, tókst brátt með okkur góð vinátta, sem hélzt, þar til Guðmundur kvaddi þetta líf 2. júlí 1967.
Guðmundur Guðlaugsson var hæglátur maður og einlægur trúmaður. Hjálpsemin við aðra var honum í blóð borin. Meðan heilsa hans entist og þrekið hélzt, var hann boðinn og búinn til að rétta hjálparhönd þeim, er til hans leituðu, ef hann var þess megnugur á nokkurn hátt. Hann spurði þá aldrei um launin. Hjálparviljinn og náunganskærleikurinn réði þar huga og hönd. Annað skipti engu máli.
Guðmundur Guðlaugsson var ekki margmáll maður, en í viðræðum okkar kom í ljós, að hann var trúmaður og treysti á hjálp hans, sem sagði: „Komið til mín, allir þér, sem erfiði og þunga eru hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld.“
Foreldrar Guðmundar voru hjónin Guðlaugur Eyjólfsson og Kristín Jónsdóttir, bóndahjón í Ölfusi. Þau eignuðust 5 börn og var Guðmundur næst yngstur af þeim. Faðirinn féll frá, er móðirin gekk með yngsta barnið. Það eitt gefur okkur hugmynd um erfiðleika þessarar fjölskyldu, sem var sárfátæk, er faðirinn dó. — Kostað var kapps um að koma börnunum til vinnu hjá vandalausum svo fljótt, sem þau gátu unnið fyrir sér, þó ekki væri nema að einhverju leyti. Þannig var Guðmundur gerður að fjósamanni á bæ í Flóanum, þó að ekki væri hann nema 9 eða 10 ára að aldri. Þar leið honuni illa, því að hann var beittur hörðu og bjó þar við mikið tillitsleysi, 10 ára drengurinn pasturslítill og veikbyggður. Hann var látinn rísa úr rekkju á morgnana á undan öllum öðrum til þess að hirða fjósið. Í haust- og vetrarmyrkrinu var geigur í smávaxna og burðarlitla drengnum, þar sem hann burðaðist með heylaupana ofan úr heygarði inn í fjós einn og yfirgefinn að honum fannst. Alls staðar var myrkur. Aðeins glæta af lýsiskolunni, sem hékk á stoð í miðju fjósinu. Þá skalf litli drengurinn stundum af hræðslu við ímyndaðar verur í myrkrinu. Hann þóttist finna þær í námunda við sig. Já, hann sá þær. Eitt sinn hljóp kvenmaður fyrir fjósdyrnar, svo að skrjáfaði í pilsunum hennar. Hann sá hana svo greinilega. Þó kom þar enginn við í bænum, og fjármaðurinn, sem kom á fætur stuttu síðar, varð ekki var nokkurra mannaferða. „Ofsjónir,“ sagði hann. „Grillur,“ sagði hann. „Bjáni ertu, drengur,“ sagði hann og spýtti mórauðu.
Sá siður hélzt hjá bóndanum í Langa-Gerði, en svo hét bærinn, sem litli drengurinn dvaldist á við fjósstörfin, að reka kýrnar í vatn daglega að vetrinum. Þá var litla drengnum oft kalt, meðan hann stóð yfir kúnum. En samúðin og meðaumkunin reyndist takmörkuð hjá hinum ráðandi. Meira bar á hinu, hörkunni og refsihneigðinni, ef eitthvað bjátaði á.
Árið 1914 fluttist Guðmundur Guðlaugsson með móður sinni til Reykjavíkur. Þar bjuggu þau saman, meðan henni entist aldur, fyrst að Hverfisgötu 70 en lengst að Bergstaðastræti 32. Hann var stoð hennar og stytta á elliárum hennar.
Í Reykjavík vann Guðmundur Guðlaugsson margs konar verkamannavinnu. Um tíma vann hann við jarðrækt í útjaðri bæjarins. Við uppskipunarvinnu við höfnina vann hann margan daginn, skipaði upp á bátum bæði kolum, salti, timbri, og matvöru, en þá var lítið eða ekkert um hafskipabryggjur þar í bæ. Kolakraninn frægi var þá ekki til. Kolum var mjatlað upp úr lestum skipanna í hálftunnumálum, og kolin síðan borin á bakinu upp í kolaport. Flest var þar þá á frumstigi. Og vinnulaunin voru 35 aurar á tímann og 50 aurar fyrir næturvinnustundina. Oft var unnið frá kl. 6 á morgnana til miðnættis.
Oft féll mikið af kolum í sjóinn við uppskipunina. Guðmundur og félagi hans keyptu sér lítinn bát, sem kostaði 50 krónur. Bátinn notuðu þeir til þess að slæða upp kol úr höfninni og selja eða nota sjálfir. Oft gaf þessi iðja þeirra góða raun.
Sumarið 1914 var Guðmundur Guðlaugsson kaupamaður á Norðfirði og stundaði þar sjó það sumar, líklega á útvegi Magnúsar Hávarðssonar og Jóns Sveinssonar á Tröllanesi.
Á vertíð 1921 afréð Guðmundur að freista gæfunnar í Vestmannaeyjum. Þá vann hann þar við aðgerð og keypti fæði hjá Unu Jónsdóttur að Sólbrekku, eins og svo margir aðrir vertíðarmenn í Eyjum á þeim árum og síðar.
Þannig kynntust þau Una Jónsdóttir, skáldkona, og Guðmundur Guðlaugsson.
Árið 1923 fluttist hann til hennar í kotið og bjuggu þau síðan saman ógift í 37 ár eða þar til Una lézt 1960, eins og áður getur.
Þar sem Guðmundur var borinn og barnfæddur í sveit, snerist hugur hans að búskap. Aðeins fám árum eftir að hann fluttist til Unu Jónsdóttur, hófu þau í sameiningu að rækta sér tún suður í Kinn í Sæfelli. Það tún ræktuðu þau upp úr mel og grýttum jarðvegi. Enn fágar þessi túnblettur sinn hluta af Kinninni. Betur væri hún öll þannig ræktuð upp. Vissulega voru ræktunaraðferðir þeirra Unu og Guðmundar frumlegar. Hún losaði t.d. hnullungsgrjótið upp úr jarðveginum með stuttum og handhægum járnkarli, ef járnstutull þessi gæti heitið því nafni (en hann er geymdur í Byggðarsafni Vestmannaeyja), og Guðmundur ók grjótinu burt í hjólbörum eða bar það í fangi sér. Þetta var á ræktunaröldinni í Eyjum (1926—1939). Þegar þau svo höfðu eignazt grasnytjar, komu þau sér upp bústofni. Þau höfðu bæði kýr og kindur.
Þótt ekki væri fjárhópurinn stór og oft væri langt liðið á kvöld, er dagsverki lauk við að heyja handa skepnunum til vetrarins, veitti starfið þeim báðum margar og miklar ánægjustundir. Bæði voru þau innilegir dýravinir og fallegur var bústofninn þeirra, þó að hann væri ekki stór.
Eftir lát Unu skáldkonu bjó Guðmundur Guðlaugsson nokkur ár einsetulífi á Sólbrekku, unz hann vegna heilsubilunar varð að dveljast í sjúkrahúsi. Í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja lá hann síðustu 5 ár ævinnar. Ekki væri rétt að segja, að hann hefði verið þar þjáður eða mikið veikur, en kraftarnir þurru fljótt og bágt átti hann með að staulast um gólfin með staf í hönd síðustu árin. Hann fylgdist þó vel með öllu, sem gerðist helzt í þjóðfélaginu, enda hafði hann alltaf mikinn áhuga á ýmsum félagsmálum. Hann las lengst af blöðin og hlustaði á Útvarpið og var til dánardægurs vel málhress. Söngelskur var hann og raulaði oft fyrir munni sér sálmana, er hann hafði lært á sínum yngri árum.
Gamli vinur, nú ertu horfinn í hárri elli og hvílir í moldu eftir erfiðan vinnudag. Þar muntu hvíla, þar til Kristur, samkvæmt loforði sínu í heilagri ritningu, kemur, því að hann sagði: „Ég fer burt að búa yður stað. Og þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, mun ég koma aftur og taka yður til mín til þess að þér séuð og þar sem ég er. Og þannig munu líka rætast orð sálmaskáldsins er hann segir:

Og þótt vér liggjum lágt í mold,
er lífsins dvínar kraftur,
á degi efsta dauðlegt hold
vor drottinn vekur aftur.
Til himins upp þá hefjumst vér
um háar ljóssins brautir,
þar synd og dauði enginn er
og engin sorg né þrautir.
Þar munum vér um eilíf ár
með andans gleði skærri
þig lofa, Drottinn dýrðarhár,
þinn dagur oss er nærri.

Eitt sinn sagðir þú þessi orð, vinur: „Hjástoð Drottins er það eina, sem skiptir máli.“ Hjartans þakkir fyrir þau orð og svo allt og allt.
(Rétt þykir Bliki að geta þess um leið og það þakkar þessa minningargrein, að höfundur hennar er ungur aðventisti).