„Blik 1961/Málverk eftir Engilbert Gíslason“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Blik 1961/Málverk eftir Engilbert Gíslason“ [edit=sysop:move=sysop])
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 5: Lína 5:




=''Málverk frá Vestmannaeyjum''=
<big><big><big><big><big><center>''Málverk frá Vestmannaeyjum''</center>
=''eftir Engilbert Gíslason''=
<center>''eftir Engilbert Gíslason''</center></big></big></big></big>
<br>
<br>
[[Mynd: 1961, bls. 226.jpg|ctr|400px ]]
<center>[[Mynd: 1961 b 226 A.jpg|ctr|400px ]]</center>




Lína 14: Lína 14:
''Málverkið gjörði Engilbert Gíslason, málarameistari, fyrir Byggðarsafn (Minjasafn) bæjarins. Myndinni fylgdu þessar skýringar frá honum.
''Málverkið gjörði Engilbert Gíslason, málarameistari, fyrir Byggðarsafn (Minjasafn) bæjarins. Myndinni fylgdu þessar skýringar frá honum.
   
   
[[Mynd: 1961, bls. 227.jpg|ctr|400px]]
<center>[[Mynd: 1961 b 227 A.jpg|ctr|400px]]</center>





Núverandi breyting frá og með 18. ágúst 2010 kl. 17:20

Efnisyfirlit 1961



Málverk frá Vestmannaeyjum
eftir Engilbert Gíslason


ctr


Útsýn úr Heiðinni skammt fyrir vestan, þar sem Fagrabrekka við Vestmannabraut stendur nú. Frummynd málverksins er gjörð 1897. — Lengst til vinstri á myndinni, við jaðar hennar, sést á þak Norðurhússins á Tanganum. Langa húsið til vinstri á myndinni er Tangahúsið (Verzlunarhús Júliushaab-verzlunar). Suður í hólnum, suður af því, stendur lambakofi Sigga Fúsasonar (Sigurðar Vigfússonar) á Fögruvöllum. Næsta hús til hægri við Tangahúsið er hjallur Sigga Fúsasonar. Lágkúran austan við hann er fjós og kamar frá Landakoti, en Landakot er bærinn með 4 burstunum á miðri myndinni. Þann bæ byggði Ögmundur Ögmundsson. Við norðurgafla Landakots gnæfir Tangahjallurinn. Þar austur af sést Landlistarhjallurinn. Fast við hann að austan sér á lága þekju. Það er Landlyst. Þar sem Landlystarhjallurinn stóð, stendur húsið Lundur nú. Húsið Sjólyst sést austan við Landlyst. Þá koma tvö útihús og snúa stafni mót suðri. Fjórar burstir saman sjást til hægri á myndinni. Tvær hinar stærri (til vinstri) eru burstirnar á Fögruvöllum, en hinar tvær á Litlabæ. Þar norður af sjást bátar í Hrófunum. Þar austur af niður við sjóinn eru tvö pakkhús frá Miðbúðinni. Svo sést Austurbúðin með sínum útihúsum og austast rís Skansinn og ber yfir Yzta-Klett.
Málverkið gjörði Engilbert Gíslason, málarameistari, fyrir Byggðarsafn (Minjasafn) bæjarins. Myndinni fylgdu þessar skýringar frá honum.

ctr


Horft er til suðausturs. Fremst til hægri er verzlunarhúsið Júlíushaab á Tanganum með íbúð í vesturenda. Þar norður af var svo kallað Norðurhús og svo Bræðsluhúsið, sem sést nyrzt á Tanganum. Suður af Júliushaab (við hægri brún á myndinni) ber svo kallað Vertshús eða Frydendal. Þar austur af til vinstri eru Sveinsstaðir. Ofan við Sveinsstaði ber Þinghúsið. Það hús heitir nú Borg og stendur sem kunnugt er við Heimagötu. Þar spölkorn austur af sést Nýjahús og svo Nýi-Kastali (Vegamót). Þar rétt suður af sér á Elínarhús (Steinar), sem bar í Fagurlyst. Þar til vinstri Jómsborg og svo nokkur útihús. Þar norður af sjást svo stærri hús. Fyrst er pakkhús frá Miðbúðinni, snýr norður og suður. Það stendur á stakkstæði ofan við veginn, sem liggur austur með Hrófunum. Þar næst er annað pakkhús við sama veg, austur hjá Fúlu og snýr austur-vestur. Þá koma tvö Austurbúðarpakkhús, sem síðar voru gerð að einu húsi, sem kallað var Kumbaldi. Það hús brann í jan. 1950. Húsið stóra er Austurbúðin (Bryde-búðin), byggð úr höggnu móbergi. Suður af Austurbúð sést á Miðhús, og bæjarhúsin þar spölkorn suður af er Gjábakki. Þar sést á Eystri-Gjábakka, sem ber við sjó. Á hæðinni milli Gjábakkanna stendur varðan. Í lægðinni á miðri myndinni gegnt Tanganum standa fiskikrærnar o.fl. hús. Norður af Tanganum er Básasker, en Skildingafjara, þar sem sjórinn nær lengst til hægri. Vikið vestan við Norðurhúsið á Tanganum, hét Tangavik.
Málverkið gjörði Engilbert Gíslason, málarameistari fyrir Byggðarsafn bæjarins. Rissið af myndinni er gjört 1903 og stendur þá málarinn vestur við Langaberg. Hann hefur sjálfur gefið þessa skýringu við myndina.

Engilbert Gíslason var alinn upp í verzlunarhúsinu á Tanganum, þar sem foreldrar hans bjuggu, en Gísli faðir hans var þar verzlunarstjóri. (Sjá nokkur orð um hann á öðrum stað í ritinu).