„Blik 1951/Kristján, saga“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: Efnisyfirlit 1951 ==KRISTJÁN== <BR> Hann heitir Kristján og er Jónsson. <br> Frá því að hann man fyrst eftir sér, hefur hann alltaf verið hjá þeim Guðrú...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 4: Lína 4:




 
::::::::::<big><big><big><big>KRISTJÁN</big></big></big>
==KRISTJÁN==
<BR>
<BR>
Hann heitir Kristján og er Jónsson.  <br>
Hann heitir Kristján og er Jónsson.  <br>
Lína 24: Lína 23:
Steinn lét keyrið hvað eftir annað ríða á baki og herðum drengsins, sem engdist sundur og saman af kvölum. Stór tár blikuðu í augum drengsins, hver dráttur í andliti hans sýndi örvæntingu og angist, litlu mögru fingurnir krepptust svo að neglurnar skárust inn í lófann. <br>
Steinn lét keyrið hvað eftir annað ríða á baki og herðum drengsins, sem engdist sundur og saman af kvölum. Stór tár blikuðu í augum drengsins, hver dráttur í andliti hans sýndi örvæntingu og angist, litlu mögru fingurnir krepptust svo að neglurnar skárust inn í lófann. <br>
Allt í einu hætti Steinn að berja Kristján litla, það var eins og rofað hefði til í huga þessa illgjarna manns. Hann skipaði Kristjáni að fara inn. Hann hljóp inn í bæinn, fleygði sér upp í rúmfletið sitt og grét beisklega. En eftir stutta stund var eins og bros færðist yfir þetta veiklulega andlit um leið og hann hvarf inn í svefninn, veröldina, sem hann átti einn.
Allt í einu hætti Steinn að berja Kristján litla, það var eins og rofað hefði til í huga þessa illgjarna manns. Hann skipaði Kristjáni að fara inn. Hann hljóp inn í bæinn, fleygði sér upp í rúmfletið sitt og grét beisklega. En eftir stutta stund var eins og bros færðist yfir þetta veiklulega andlit um leið og hann hvarf inn í svefninn, veröldina, sem hann átti einn.
::::::::::::::::::::[[Guðmundur E. Guðmundsson|''Guðmundur E Guðmundsson'']]
::::::::::::::::[[Guðmundur E. Guðmundsson|''Guðmundur E. Guðmundsson'']]
::::::::::::::::::::: III. bekk.
::::::::::::::::: III. bekk.
   
   
                                                              
                                                              

Núverandi breyting frá og með 3. júní 2010 kl. 21:54

Efnisyfirlit 1951



KRISTJÁN


Hann heitir Kristján og er Jónsson.
Frá því að hann man fyrst eftir sér, hefur hann alltaf verið hjá þeim Guðrúnu og Steini. Bærinn, sem þau hjón búa á, heitir Brekka. Bærinn er torfbær, því að þegar þessi saga skeði, tíðkuðust ekki önnur húsakynni nema hjá sýslumanni og stórbændum.
Það eru liðin tíu ár, síðan Kristján litli kom í þennan heim. Hann er mjög lítill eftir aldri, brúneygður, með jarpt hár, óvenjulega grannur, augun eru gáfuleg, en eitthvað fjarrænt er í þeim, eins og hugsanir hans væru fjarri því að vera nokkuð skyldar þessari veröld, og þannig var það í raun og veru.
Þau hjónin, Steinn og Guðrún, höfðu tekið hann að sér sem hvern annan sveitarómaga, eftir að móðir hans dó, en þá var Kristján litli tveggja ára. Um föður hans vissu engir neitt, enda var Kristján litli óskilgetinn.
Þau hjónin hafa alls ekki verið góð við hann. Hann var látinni vinna verk, sem engan veginn var ætlað dreng á hans aldri.
Hann var klæddur í gamla fataræfla, sem húsbóndinn hafði slitið, og húsfreyja stagaði saman og minnkaði eftir þörfum.
Kristján litli átti ekki öðru að venjast, svo að hann fann ekki til þessarar nektar sinnar. En svo skeði það. Þegar Kristján litli var fimm ára, sló hann hestur, og var afleiðingin sú, að hann missti málið, dómgreind hans sakaði ekki og hann gat hugsað skýrt, þó að þetta hafi komið fyrir.
Kristján hafði verið barinn með keyri, sem hússbóndinn hafði búið til, til þeirra nota.
Steinn og hann höfðu farið út í fjós til þess að mjólka, og hafði Steinn farið að mjólka Skjöldu og lokið við það en skroppið síðan frá eitt augnablik, en á meðan hafði einn kálfurinn losnað af básnum og komist í mjólkina, sem Steinn hafði skilið eftir á flórnum. Kristján litli hafði reynt að ná mjólkurílátinu frá kálfinum, en endirinn varð sá, að öll mjólkin helltist niður. Kristján litli hafði að koma kálfinum á básinn aftur og batt hann þar og gekk síðan að mjólkurílátinu og ætlaði að reisa það við, en í því kom Steinn inn og hélt, að Kristján hefði sett ílátið um koll. Hann komst til Kristjáns í einu stökki, greip í hann og dró hann á eftir sér í áttina til hlöðunnar, sem var inn af fjósinu, um leið og hann lét sér um munn fara orðbragð, sem sýndi, að hann var ekki á háu menningarstigi. Þegar úi í hlöðuna kom, varpaði hann Kristjáni til jarðar, þreif keyrið, sem hann fann á bita, og lét það ríða miskunnarlaust á sakleysingjanum, sem ekkert gat sagt vegna málleysis síns.
Steinn lét keyrið hvað eftir annað ríða á baki og herðum drengsins, sem engdist sundur og saman af kvölum. Stór tár blikuðu í augum drengsins, hver dráttur í andliti hans sýndi örvæntingu og angist, litlu mögru fingurnir krepptust svo að neglurnar skárust inn í lófann.
Allt í einu hætti Steinn að berja Kristján litla, það var eins og rofað hefði til í huga þessa illgjarna manns. Hann skipaði Kristjáni að fara inn. Hann hljóp inn í bæinn, fleygði sér upp í rúmfletið sitt og grét beisklega. En eftir stutta stund var eins og bros færðist yfir þetta veiklulega andlit um leið og hann hvarf inn í svefninn, veröldina, sem hann átti einn.

Guðmundur E. Guðmundsson
III. bekk.