„Blik 1955/Tímamót í merku starfi“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Blik 1955/Tímamót í merku starfi“ [edit=sysop:move=sysop])
Ekkert breytingarágrip
Lína 9: Lína 9:
=Tímamót í merku starfi=
=Tímamót í merku starfi=
<br>
<br>
[[Mynd: 1955, bls. 7.jpg|350px|thumb|''Sigurður Finnsson''.]]
[[Mynd: 1955 b 7.jpg|350px|thumb|''Sigurður Finnsson''.]]
Skólar hafa ætíð staðið í nánu sambandi við þjóðfélagshætti og menningu. Þeir hafa borið svip samtíðar sinnar. En þeir hafa í flestum löndum einnig haft mikil áhrif á umhverfi sitt og aldarhátt. Þeir hafa tíðum verið undirstaða breyttra viðhorfa, breyttra lifnaðarhátta og lífsafkomu. Tilgangur starfsemi skólanna hefur frá fyrstu tíð birzt í mismunandi starfaðferðum. Mismunandi aðstæður skópu mismunandi kenningar. Herskáar þjóðir hafa ætíð notað skólana til þess að ala á hernaðaranda og hermennsku. Gætir þess mjög til
Skólar hafa ætíð staðið í nánu sambandi við þjóðfélagshætti og menningu. Þeir hafa borið svip samtíðar sinnar. En þeir hafa í flestum löndum einnig haft mikil áhrif á umhverfi sitt og aldarhátt. Þeir hafa tíðum verið undirstaða breyttra viðhorfa, breyttra lifnaðarhátta og lífsafkomu. Tilgangur starfsemi skólanna hefur frá fyrstu tíð birzt í mismunandi starfaðferðum. Mismunandi aðstæður skópu mismunandi kenningar. Herskáar þjóðir hafa ætíð notað skólana til þess að ala á hernaðaranda og hermennsku. Gætir þess mjög til
forna, t.d. á dögum Grikkja og Rómverja. Með kristninni breyttist starf skólanna minna en ætla mætti. Þó jókst með henni áherzla á siðgæði og fagurt líferni. Og er tímar liðu og klaustrin urðu um skeið einu menntastofnanirnar í álfunni að heita mátti, nær kristindómsfræðslan æ meiri rétti í skólunum. Með aukinni tækni og breyttum atvinnuháttum 19. og 20. aldarinnar, breytast skólarnir geysilega, jafnframt því, að þeir verða almenningseign. Skólaskylda er smám saman lögleidd í hverju landinu af öðru, unz  öll  menningarlönd  hafa skyldað íbúa sína til þess að nema í skólum eða einhverskonar öðrum menningarstofnunum einhvern tíma á ævinni. Nú er svo komið, að hér á landi er skólaskylda frá sjö til fimmtán ára aldurs. Svipað er þessum málum farið með nágrannaþjóðum okkar. <br>
forna, t.d. á dögum Grikkja og Rómverja. Með kristninni breyttist starf skólanna minna en ætla mætti. Þó jókst með henni áherzla á siðgæði og fagurt líferni. Og er tímar liðu og klaustrin urðu um skeið einu menntastofnanirnar í álfunni að heita mátti, nær kristindómsfræðslan æ meiri rétti í skólunum. Með aukinni tækni og breyttum atvinnuháttum 19. og 20. aldarinnar, breytast skólarnir geysilega, jafnframt því, að þeir verða almenningseign. Skólaskylda er smám saman lögleidd í hverju landinu af öðru, unz  öll  menningarlönd  hafa skyldað íbúa sína til þess að nema í skólum eða einhverskonar öðrum menningarstofnunum einhvern tíma á ævinni. Nú er svo komið, að hér á landi er skólaskylda frá sjö til fimmtán ára aldurs. Svipað er þessum málum farið með nágrannaþjóðum okkar. <br>

Útgáfa síðunnar 7. maí 2010 kl. 19:51

Efnisyfirlit 1955



SIGURÐUR FINNSSON, kennari:

Tímamót í merku starfi


Sigurður Finnsson.

Skólar hafa ætíð staðið í nánu sambandi við þjóðfélagshætti og menningu. Þeir hafa borið svip samtíðar sinnar. En þeir hafa í flestum löndum einnig haft mikil áhrif á umhverfi sitt og aldarhátt. Þeir hafa tíðum verið undirstaða breyttra viðhorfa, breyttra lifnaðarhátta og lífsafkomu. Tilgangur starfsemi skólanna hefur frá fyrstu tíð birzt í mismunandi starfaðferðum. Mismunandi aðstæður skópu mismunandi kenningar. Herskáar þjóðir hafa ætíð notað skólana til þess að ala á hernaðaranda og hermennsku. Gætir þess mjög til forna, t.d. á dögum Grikkja og Rómverja. Með kristninni breyttist starf skólanna minna en ætla mætti. Þó jókst með henni áherzla á siðgæði og fagurt líferni. Og er tímar liðu og klaustrin urðu um skeið einu menntastofnanirnar í álfunni að heita mátti, nær kristindómsfræðslan æ meiri rétti í skólunum. Með aukinni tækni og breyttum atvinnuháttum 19. og 20. aldarinnar, breytast skólarnir geysilega, jafnframt því, að þeir verða almenningseign. Skólaskylda er smám saman lögleidd í hverju landinu af öðru, unz öll menningarlönd hafa skyldað íbúa sína til þess að nema í skólum eða einhverskonar öðrum menningarstofnunum einhvern tíma á ævinni. Nú er svo komið, að hér á landi er skólaskylda frá sjö til fimmtán ára aldurs. Svipað er þessum málum farið með nágrannaþjóðum okkar.
Eins og kunnugt er, voru skólarnir áður fyrri ekki þannig starfræktir, að þar gætu allir, æðri sem lægri, notið fræðslu. Kom þar átakanlega fram misrétti það í heimi hér, sem stafar af mismunandi efnahagsafkomu einstaklinganna. Menntunar gátu þeir einir notið, sem svo voru fjáðir, að þeir gátu lagt fram mikið fé. Skólarnir voru fjárhagslega háðir nemendum sínum og hafði það stundum síður en svo góð áhrif á störf þeirra. Mútuþægni og merglaus fræðsla var oft ávöxtur, er þessar aðstæður sköpuðu. Skólana sóttu oft úrkynjaðir aðalsmannasynir, meðan fátæklingarnir urðu að láta sér lynda annað hlutskipti. Engum skyldi detta í hug, að ekki hafi margur mætur sveinn verið meðal þeirra stétta, er möguleika höfðu á skólagöngu vegna fjárhags. En hitt er deginum ljósara, enda dæmin mýmörg um það, að margur fátækur en bókhneigður unglingur átti engan kost skólagöngu. Sökum þess misstu margar þjóðir sína blómlegustu brumhnappa í helkulda skilningsleysis og fáfræði. Þeir fengu aldrei tækifæri til eðlilegs vaxtar, af því að þeir voru vaxnir upp úr jarðvegi, sem ekki hæfði þeim. Þeir urðu aldrei sú prýði, er þeir annars hefðu mátt verða í fagurlaufguðum skógi, fegurri, framsæknari og betri heims. Hér vantaði umönnun, skilning og hina græðandi hönd mannvinarins.
Er tímar liðu, fóru stöku menn að koma auga á misrétti það, er í þessum málum þróaðist. Ber þar hæst nafn Svisslendingsins Heinrichs Pestalozzis. Hann fæddist 1746 í Zürich. Faðir hans, sem var læknir, lézt snemma, og Hinrik litli ólst upp hjá móður sinni við þröngan kost.
Skapgerð hans kom brátt berlega í ljós. Hann var ákaflega tilfinninganæmur, blíður og hafði djúpa samúð með öllum, er bágt áttu. En hann bjó þó yfir fjaðurmögnuðum andlegum krafti, sem lyfti honum yfir stríðni og athlægi félaga hans, sem kölluðu hann Hinrik skrýtna og drógu óspart dár að tilfinningasemi hans og viðkvæmni.
Pestalozzi fékk snemma brennandi áhuga fyrir því að bæta kjör olnbogabarna þessa heims, og hið hlýja hugarþel og hjartagæzka einkenndi öll störf þessa mæta manns.
Hann stofnsetti heimavistarskóla fyrir fátæk börn og sá bæði fyrir andlegri og líkamlegri þörf þeirra. Börnin voru látin leysa af hendi ýmiss konar vinnu við sitt hæfi til þess að standa straum af kostnaðinum. En hér hafði hann ráðizt í of mikið.
Fjárskortur sagði brátt til sín, og ekki varð komizt hjá að loka stofnuninni. Vinir hans misstu tiltrú á hann og drógu sig í hlé.
Var nú Pestalozzi einmana og fátækur. En trúna á tilverurétt hugmynda sinna missti hann aldrei. Í æðum hans ólgaði voldugur straumur, sem beindist að því að hefja almenning upp úr eymd þeirri, er hann sá, að fólkið var sokkið í. Hann fylltist réttlátri reiði í hvert sinn, er hann heyrði menn staðhæfa það, að menntun og göfgun almennings væri ekki annað en draumur, sem aldrei gæti rætzt.
Árið 1781 skrifaði hann frægustu bók sína, Lienhard og Gertrud. Þar er að finna lifandi lýsingu á svissnesku sveitaþorpi. Hvarvetna var skortur og skilningsleysi ríkjandi.
Einstaka björtum geislum brá þó fyrir. Sá skærasti er Geirþrúður (Gertrud). Hún er móðir, sem elur börn sín upp í guðsótta og iðjusemi. Eftir megni uppfræðir hún börn sín, er þau vinna við spunavinnuna.
Maður hennar er ofurseldur óreglu og eins og allir aðrir þorpsbúar, er hann gjörsamlega á valdi yfirvalds þorpsins, sem jafnframt er eigandi drykkjukrár í þorpinu.
Geirþrúður tók að sér ásamt nokkrum fleiri að bæta lífið í þorpinu. Miðdepill þessarar viðleitni er látinn vera skóli, þar sem kennsluhættir Geirþrúðar eru notaðir.
Bókin er ósvikið afsprengi 18. aldarinnar. Hún flytur boðskap samúðar, mannúðar og umburðarlyndis. Þar er að finna bjargfasta trú á framtíð mannkynsins.
Bók sem þessi hlaut að vekja eftirtekt, umrót og deilur. Forráðamenn bæja og borga viðurkenndu margir, að þarna væri hinn rétti maður kominn til þess að hafa með í ráðum. En fjarri fór því, að Pestalozzi fengi hæfilega aðstöðu til þess að sýna, hvað hann megnaði.
Það var eftir frönsku stjórnarbyltinguna, að nýir straumar frelsis og umbóta bárust til Svisslands sem flestra landa Evrópu. Svisslendingar hugðu á miklar þjóðfélagsumbætur. Þá býður Pestalozzi ríkisstjórninni þjónustu sína og er gerður skólameistari í borginni Stanz. Þar höfðu staðið bardagar vegna þess, að íbúarnir vildu ekki beygja sig undir hina nýju stjórnarskipan. Samastaður Pestalozzis varð yfirgefið klaustur. Þarna var fjöldi munaðarlausra barna, sem hvergi áttu höfði sínu að að halla. Það var ærið verkefni, að gera kjör þessara vesalinga bærileg, hvað þá góð. Pestalozzi átti að vera allt í senn. Hann átti að sjá fyrir hinum líkamlegu nauðþurftum þeirra, ala þau upp og fræða.
Verkefnið var risavaxið. Sjálfur sagði Pestalozzi um það: „Sá, er haft hefði opin augun, mundi ekki hafa látið sér til hugar koma að ráðast í slíkt. Til allrar hamingju var ég blindur.“
Hann lagði nótt við dag og mundi hafa gengið fram af sér, ef ytri öfl hefðu ekki tekið í taumana. Vegna styrjaldarinnar varð hann að yfirgefa Stanz og senda börnin burtu út í óvissuna.
Það er ekki ætlunin að segja hér ævisögu þessa mikilmennis í sögu alþýðufræðslunnar. En vonandi geta þessi fáu orð gert það að verkum, að einhverjir vakni til skilnings á því, hversu margir hafa unnið óeigingjarnt starf í þágu fræðslumálanna, áður en sá árangur náðist, sem speglast í skipulagi nútíma þjóðfélaga, hvað þessi mál snertir.
Skólarnir vekja enn í dag deilur eins og mörg dæmi sanna. Með skólaskyldunni fylgir það, að fræðslan er veitt ókeypis. Jafnrétti ríkra sem fátækra er viðurkennt. Allir hafa möguleika á því að afla börnum sínum einhverrar menntunar. Hinir fátækari þurfa þó frekar á vinnukrafti barna sinna að halda, er þau stálpast. Og margir leggja á sig miklar fórnir með því að láta börnin sækja skóla, þegar næg vinna er í boði fyrir þau. Það heyrist því oft sagt, að nær væri að láta börnin vinna heldur en að vera við nám, sem þau aldrei hafi gagn af. Þetta er eðlilegt æfkvæmi efnishyggjunnar, sem ræður ríkjum í hugum flestra Íslendinga á síðustu tímum sem og margra annarra þjóða. Róm var ekki reist á einum degi. Og meinsemdir þjóðfélaganna verða ekki læknaðar á skömmum tíma. Menn og heilar þjóðir geta blindast svo, að helmyrkur efnishyggjunnar grúfi yfir öllum orðum þeirra og gjörðum. Þau eru súr, sagði refurinn. Og efnishyggjumennirnir telja sér trú um og vilja telja öðrum trú um það, að skólaganga og aukin þekking sé einskis virði, af því að það eykur gjöldin í ríkissjóð og til bæjar og sveitarfélaga.
Oft heyrist um það rætt, að Íslendingar eyði svo miklu í sín skólamál, að engin þjóð komist þar til jafns og sé þetta óverjandi atferli.
Hvers vegna mættum við ekki eyða tiltölulega meiru í skóla og menntamál en aðrar þjóðir? verður mér á að spyrja. Er hér um að ræða eyðslu fjármuna til ómerkrar eða fánýtrar starfsemi? Hinu fyrra munu menn svara á mismunandi vegu. En ég hefi þar ákveðnar skoðanir, sem falla í svipaðan farveg og álit margra annarra. Síðar mun ég færa rök að því, að skólaganga og aukin þekking, sem í flestum tilfellum er ávöxtur hennar og tvímælalaust á að vera það, er ekki einskis virði fyrir menntuð, nútíma þjóðfélög og einstaklinga.
Hitt ber svo að hafa í huga, að mörg lönd eyða til menntamála hlutfallslega svipaðri upphæð og við Íslendingar eða um 18 % af útgjöldum ríkisins. Teldi ég það síður en svo lofsvert, ef framlag til menntamála yrði skorið niður t.d. til þess að standa straum af kostnaði við stofnun íslenzks hers og hermála í landinu. En svo að segja allar aðrar þjóðir en við Íslendingar eyða miklum hluta þjóðarteknanna til hermála. Þarna er stór útgjaldaliður, sem við hér á landi erum laus við. Í sambandi við þjálfun hermanna eru ýmsir skólar nauðsynlegir t.d. foringjaskólar.
Það ætti að vera okkur Íslendingum metnaðarmál að eyða meira fé en nokkur önnur þjóð til skóla og menntamála og ekki einum eyri til hermála. Jafnframt verður að tryggja það, að fjármunum þeim, sem til þessara mála renna, sé vel varið. Þar má engin óþarfa sóun eiga sér stað. Enginn má misskilja orð mín svo, að eyðslan sé mælikvarði á framkvæmdir og fyrirkomulag menntamála. En okkur ætti að vera vorkunnarlaust að fylgjast með þessum málum í öðrum löndum og ætíð að velja það, sem bezt reynist og hagkvæmast bæði hérlendis og erlendis. Þá getum við með góðri samvizku fórnað miklu fé á altari menntagyðjunnar. Gleymum því ekki, að aðrar þjóðir leggja fram álíka mikið fé til menntamála og við, og þar að auki stórkostlegar fúlgur til hernaðarframkvæmda.
Atvinnumálin þarfnast mikils fjár. Þau eru undirstaða sjálfstæðrar afkomu landsins. En hvort telja menn, að fé því, er frá þeim verður að taka, sé betur varið með því að leggja það til menntamála eða hernaðar og stríðstækja?
Segja má, að við lifum á öld bóka og blaða. Aldrei hefir verið eins mikið skrifað, prentað og búið til af blöðum og bókum sem á okkar dögum. Bækurnar eru sá tengiliður, það töframeðal, sem tengir okkur við fortíðina. Með tilkomu þeirra og tilveru skapast möguleikar meiri en nokkurn tíma áður fyrir kynslóðir mannkynsins að læra og nema af forfeðrunum. Það er ekki lengur nauðsynlegt að leggja allt á minnið. Enda mundi enginn mannsheili vera þess umkominn að læra allt, sem bækurnar hafa að geyma milli spjalda sinna, þótt ekki væri nema ein einasta fræðigrein.
Sí og æ eru gerðar meiri kröfur til manna á sviði atvinnu og félagsmála. Margar atvinnugreinar útheimta sérmenntun, aðrar alhliða þekkingu. Þeir, sem ráða eiga menn til starfa, taka oftast þann, sem færastur er til starfsins. Sá, sem aflað hefir sér staðbeztrar menntunar og reynslu, hlýtur hnossið.
Atvinnugreinar, sem menntun útheimta, eru oftast betur launaðar en hinar. Menntunin auðveldar því mönnum að komast áfram. Þeir, sem lakari eru og ekki hafa menntun til sérstarfa, verða útundan. Þeir hafa minna á sig lagt en hinir í þekkingarleitinni og hljóta því oftast að verða undir í samkeppninni. Þetta kemur bezt í ljós, þar sem atvinnulíf er fjölbreytt, síður þar, sem einhæft atvinnulíf er.
Öllum ætti að vera ljóst, að því hæfari sem hver einstaklingur er, því styrkara verður þjóðfélagið. Þjóðlífið stendur þá traustari fótum.
Skólarnir miða að því að gera hvern þjóðfélagsþegn hæfan í einhverja stöðu þess. Þeir eru tengiliður milli fortíðar, nútíðar og framtíðar. Án þeirra geta nútíma þjóðfélög ekki verið. Þeir taka æskunni opnum örmum og veita möguleika til aukins þroska.

Um 25 ára skeið hefir Gagnfræðaskólinn í Vestmannaeyjum starfað í blíðu og stríðu. Takmark skólans hefir ætíð verið það að leggja sem traustastan grunn í líf þeirra barna og unglinga, sem þar hafa verið að námi. Hann hefir hjálpað nemendum sínum til þess að auka þekkingu þeirra. Hann hefir veitt þeim skilyrði til heillavænlegs þroska, og hann hefir ætíð lagt mikla rækt við það að hafa áhrif til góðs á dagfar nemendanna. Í starfi skólans hefir ætíð borið mjög á bindindisstarfi. Nemendum hefir verið sýnt fram á tjón það, er stafað getur af hættulegum og skaðlegum venjum.
Sérstakur og afar mikilsverður þáttur í starfi skólans eru „hugvekjurnar“, sem skólastjóri og kennarar skólans hafa flutt þrisvar til fjórum sinnum í mánuði. Er þá tekinn tími af hinni daglegu stundaskrá til þess að benda nemendum á það, sem miður fer í fari þeirra og viðurkenna það, er vel er gert af þeirra hálfu. Hygg ég, að hægt sé með sanni að segja, að skólinn hafi ætíð lagt mikla áherzlu á það að rækja sem bezt hið tvíþætta hlutverk góðrar uppeldisstofnunar.
Skólinn hefir ætíð reynt að sjá nemendum sínum fyrir hollum skemmtunum, og verður það verk aldrei ofmetið. Gleðskapur og gáski býr í hverju barni og hverjum unglingi. Og fái ekki gleðin og gáskinn hæfilega útrás, nýtur unglingurinn sín ekki til fulls. Á málfundum skólans hefir líka margur lagt grundvöllinn að því að geta látið í ljós skoðanir sínar eða varið málstað sinn á opinberum umræðufundum.
Starf Gagnfræðaskólans er einn þáttur í sögu almennrar menntunar hér á landi. Hann hefir sótt fram á sigurbraut sinni sí og æ. Eins og starf allra slíkra skóla hefir starf hans verið nátengt æsku héraðsins. Þar sem hann er, á æskan öruggan griðastað og ber að þakka skólastj. Þorsteini Þ. Víglundssyni ötult starf í þágu skólans frá upphafi. Sérstaklega hefir hann barizt fyrir því, að skólinn fengi viðunanlegt húsnæði. Sá draumur er nú að rætast, og vonandi verður bygging skólahússins lokið á næstu tveimur árum. Verður hann þá eitt af musterum menntagyðjunnar hér á landi, sem veglegust eru. Er það sómi Vestmannaeyingum og til farsældar um ókomin ár að hafa lagt fram fé til þess að skapa ungu kynslóðinni þau skilyrði til menntunar og þroska, sem skólabyggingin hefir í för með sér.
Sem fyrrverandi nemandi skólans óska ég honum allra heilla á ókomnum árum. Ég óska þess, að starf það, er þar fer fram, mæti skilningi og velvilja.
Megi hann sem lengst starfa að velferðarmálum æskunnar í þessu fagra byggðarlagi.

S.F.