|
|
The content of the new revision is missing or corrupted. |
Lína 1: |
Lína 1: |
| '''Herjólfsdalur''' er líklega þekktasti dalur Vestmannaeyja. Hann stendur norð-vestarlega á [[Heimaey]] og er umlukinn fjöllum norðan- og austanmegin — [[Dalfjall]] og [[Moldi]]. Í dalnum eru mörg þekkt kennileiti svo sem [[Saltaberg]], [[Fjósaklettur]], [[Kaplagjóta]] og [[Torfmýri]]. Á toppi Dalfjalls að vestanverðu stendur [[Blátindur]], en [[Fiskhellanef]] stendur hæst á [[Moldi|Molda]] vestan megin, rétt ofan við [[Fiskhellar|Fiskhella]]. Syðst í Herjólfsdal má finna [[Hundraðmannahellir|Hundraðmannahelli]] og vestast er [[Mormónapollur]] rétt suður af Kaplagjótu. Í miðjum dalnum má finna Tjörnina, sem er tengdur við vatnslind.
| |
|
| |
|
| Í mörgum gömlum heimildum er dalurinn kallaður '''Dalver'''.
| |
|
| |
| :''„Dalur þessi er á þrjá vegu luktur hamrafjöllum 6-700 feta háum. Neðan undir hömrunum eru víða grænar brekkur og tjörn í miðjum dalnum.“'' (Þjóðólfur, 26. árgangur, bls 196)
| |
|
| |
| == Bær Herjólfs ==
| |
| Í Herjólfsdal er talið að fyrsta býli Heimaeyjar hafi verið reist af landnámsmanninum [[Herjólfur Bárðason|Herjólfi Bárðasyni]], sem dalurinn er kenndur við. Sagt er í ''Landnámu'' (''Melabók'' og ''Hauksbók''):
| |
| :„''Herjólfur son Bárðar Bárekssonar, bróðir Hallgríms sniðbaka, byggði fyrst Vestmannaeyjar og bjó í Herjólfsdal fyrir innan Ægisdyr, þar sem nú er hraun brunnið. Hans son var Ormur aurgi, er bjó á Ormsstöðum við Hamar niðri, þar sem nú er blásið allt, og átti einn allar eyjarnar. Þær liggja fyrir Eyjasandi, en áður var þar veiðistöð og engra manna veturseta.''“
| |
| Sturlubók segir að Ormur hafi verið fyrsti landnámsmaður Vestmannaeyja, en ekki Herjólfur faðir hans. Flestir telja þó frásögn Melabókar og Hauksbókar réttari.
| |
|
| |
| Sagan um [[Vilborg og Hrafnarnir|Vilborg og Hrafnana]] er ein þekktasta þjóðsagan úr Herjólfsdal, en hún segir frá miklu grjóthruni undan Molda sem lagði byggð í eyði þar. Rannsóknir hafa bent til þess að sagan eigi við lítil rök að styðjast, þar sem að byggð gat varla verið svo ofarlega í brekkunni.
| |
|
| |
| == Vatnslindin ==
| |
| Vatnslindin í Herjólfsdal er ein þriggja náttúrulegra vatnslinda á Heimaey, hinar tvær verandi [[Vilpa]], sem nú er undir hrauni, og lindin í [[Stórhöfði|Stórhöfða]], sem gefur lítið af sér. Árið 2005 fundust gamlir farvegir frá lindinni sem leiddu vatnið í tjörnina, en þeirra er getið í ýmsum gömlum heimildum.
| |
|
| |
| == Þjóðhátíð ==
| |
| [[Þjóðhátíð]] hefur ætíð verið haldin í Herjólfsdal þegar að hún hefur verið haldin á annað borð, að undanskildum árunum 1973 og 1974, þegar að hún fluttist að [[Breiðabakki|Breiðabakka]] vegna þess að dalurinn var illa farinn eftir [[Heimaeyjargosið|gosið]].
| |
|
| |
| Á fyrstu Þjóðhátíðinni, sem haldin var árið 1874 í tilefni af setningu fyrstu stjórnarskrár Íslendinga, var veisluborð hlaðið úr torfi og grjóti, en það sjást enn leifar af því í vestanverðum dalnum. Eftir það var Þjóðhátíð haldin öðru hvoru fram til upphafs 5. áratugs 20. aldar, en frá þeim tíma hefur hún verið haldin árlega.
| |
|
| |
| {{Heimildir|
| |
| * Árbók Ferðafélags Íslands 1948.
| |
| * Þjóðólfur, 31. ágúst 1874. [http://www.timarit.is/?issueID=314499&pageSelected=5&lang=0]
| |
| }}
| |
| [[Flokkur:Örnefni]]
| |
| [[Flokkur:Dalir]]
| |