„Blik 1958/Lærdóms ljúfa stofnun, kvæði“: Munur á milli breytinga
Fara í flakk
Fara í leit
(Ný síða: Enisyfirlit 1958 Séra HALLDÓR KOLBEINS ==Lærdóms ljúfa stofnun, kvæði== <br> ::''Lærdóms ljúfa stofnun, <br> ::''ljómi menningar, <...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 7: | Lína 7: | ||
Séra [[Halldór Kolbeins|HALLDÓR KOLBEINS]] | Séra [[Halldór Kolbeins|HALLDÓR KOLBEINS]] | ||
==Lærdóms ljúfa stofnun, kvæði== | ==Lærdóms ljúfa stofnun, kvæði== |
Útgáfa síðunnar 18. mars 2010 kl. 18:08
Séra HALLDÓR KOLBEINS
Lærdóms ljúfa stofnun, kvæði
- Lærdóms ljúfa stofnun,
- ljómi menningar,
- veki andans orku,
- aflstöð þekkingar.
- Lát þín fræði fögur
- fyrir æskuna
- verða lind, sem lætur
- ljóma gæzkuna.
- Lærdóms ljúfa stofnun,
- Réttlærð mennt er máttur
- mikill farsældar,
- djarfur andardráttur
- dirfsku og manndáðar.
- Góðir gagnfræðingar,
- gangið rétta braut.
- Heppnir Heimaeyingar,
- hljótið lán í skaut.
- Réttlærð mennt er máttur
- Nesti og nýju skórnir
- nægja ævileið
- þeim, sem alltaf eflir
- einhvern lærdómsmeið.
- Hvar sem leiðir liggja
- er lán að kunna rétt,
- vera sæmd og sómi
- sína fyrir stétt.
- Nesti og nýju skórnir
- Verið heil og hljótið
- happið gæfunnar.
- Hvort með blæs eða móti
- minnist reglunnar:
- Vonir veita sigur
- og vernda sérhvern dag.
- Dyggð og ötul iðja
- efla sérhvern hag.
- Verið heil og hljótið
- Ofanleiti í Vestm.eyjum 9. febr. 1958.