„Blik 1962/Árni Guðmundsson“: Munur á milli breytinga
Fara í flakk
Fara í leit
(Ný síða: Efnisyfirlit 1962 =''Árni Guðmundsson''= ==(Árni úr Eyjum)== <br> 200px|ctr :''Árni Guðmundsson.'' ::Farinn ertu, frændi, <br> ...) |
m (Verndaði „Blik 1962/Árni Guðmundsson“ [edit=sysop:move=sysop]) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 6. mars 2010 kl. 15:16
Árni Guðmundsson
(Árni úr Eyjum)
- Árni Guðmundsson.
- Farinn ertu, frændi,
- feðranna stigu.
- Horfinn úr heimi,
- harður er var þér.
- Hnípinn ég horfi
- hljóður í mistrið.
- Spurning, án svara,
- sverfur í hugann.
- Farinn ertu, frændi,
- Harður var heimur,
- hugprúði drengur.
- Grátt þér að gjalda
- gat hann þó ekki.
- Skír var þinn skjöldur,
- skammlaus og rammur.
- Hetjan þó hnígi,
- helzt merki uppi.
- Harður var heimur,
- Grátt þér að gjalda
- getur ei nokkur.
- Lífsglaður, ljúfur,
- laginn til sátta.
- Göfugur, góður
- gömlum sem ungum.
- Látinn þig lifa
- ljóðin þín góðu.
- Grátt þér að gjalda
- Lífsglaður, ljúfur
- lékstu þér forðum.
- Hraustur og heitur
- hélzt út í lífið.
- Eyjunum okkar
- unnirðu mikið.
- Sakna þær sonar,
- söngljúfa drengsins.
- Lífsglaður, ljúfur