„Blik 1951/Sjómannaminnismerkið“: Munur á milli breytinga
Fara í flakk
Fara í leit
(Ný síða: Efnisyfirlit 1951 =''Sjómannaminnismerkið''= <br> ctr|500px Vestmannaeyingar!<br> Nú hefur verið tekin endanleg ákvörðun um form og...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 7: | Lína 7: | ||
=''Sjómannaminnismerkið''= | =''Sjómannaminnismerkið''= | ||
<br> | <br> | ||
[[Mynd: 1951, bls. 80.jpg|ctr| | [[Mynd: 1951, bls. 80.jpg|ctr|200px]] | ||
Vestmannaeyingar!<br> | Vestmannaeyingar!<br> |
Útgáfa síðunnar 11. febrúar 2010 kl. 21:53
Sjómannaminnismerkið
Vestmannaeyingar!
Nú hefur verið tekin endanleg ákvörðun um form og staðsetningu Minnismerkis drukknaðra sjómanna við Vestmannaeyjar og hrapaðra í björgum. Hr. myndhöggvari Guðmundur Einarsson, frá Miðdal, hefur tekið verkið að sér.
Eins og myndin ber með sér, verður þetta stytta af glæsilegum sjómanni.
Sjálf styttan verður af kopar, 2,55 mtr. á hæð. Fótstallur, sem gerður verður af blágrýti með skreytingu af kopar, verður 2,10 mtr. á hæð, svo hæðin samanlögð verður 4,65 metrar.
Enn einu sinni skorar stjórn sjóðsins á Eyjabúa að ljá þessu máli lið með fjárframlögum, svo tryggt verði, að merkið verði uppsett og afhjúpað í sumar.
- SJÓÐSTJÓRNIN