„Jón Sigurðsson (Ártúni)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 8: Lína 8:


Jón og Karolína eignuðust fjögur börn, 1) Geirlaugu, f. 20. júní 1923 - d. 31. maí 1995, 2) Kristínu, f. 12. janúar 1926 - d. 9. ágúst 2004, 3) Margréti, f. 9. október 1931 og Sigurð (Didda pabba), f. 24. júlí 1940.
Jón og Karolína eignuðust fjögur börn, 1) Geirlaugu, f. 20. júní 1923 - d. 31. maí 1995, 2) Kristínu, f. 12. janúar 1926 - d. 9. ágúst 2004, 3) Margréti, f. 9. október 1931 og Sigurð (Didda pabba), f. 24. júlí 1940.
Í minningargrein um systur sína Kristínu ritaði Sigurður (Diddi pabbi) svo um föður sinn:
''„Faðir okkar átti parta í 2 bátum, Gammi VE 174 og Sleipni VE 280, og reri jafnframt á Gammi. Þær voru ekki háar í loftinu systurnar þegar þær voru farnar að hjálpa til við útveginn, m.a. þurrkun á saltfiski og ekki má gleyma þegar faðir okkar braut land og ræktaði við Brimhóla, þá naut hann dyggilega aðstoð dætra sinna við að fjarlæga grjót úr túninu.  Til verksins smíðaði hann handa þeim litlar fiskibörur, en grjótið var svo notað í girðinguna. Eftir þessa aðgerð var hvergi steinvölu að finna í slægjunni. Túnið gaf af sér 1 kýrfóður og töðu fyrir 20 kindur, sem nægði heimilinu og rúmlega það. Þá var Jón með kindurnar í sumarbeit, mest í Heimakletti og þar hjálpuðu Stína og systur hennar líka til. Það var sama hvað fiskaðist, t.d. komst Gammurinn í að fiska 50–60 þúsund fiska, en ekkert dugði, Jón faðir okkar missti húsið í greipar á óvönduðum manni og var ekki sá fyrsti né síðasti.“''


[[Diddi pabbi]] er sonur hans.
[[Diddi pabbi]] er sonur hans.

Útgáfa síðunnar 9. janúar 2010 kl. 23:19

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Jón Sigurðsson


Jón

Jón Sigurðsson fæddist 12. febrúar 1900 og lést 24. janúar 1980. Hann var kvæntur Karólínu Sigurðardóttur. Þau bjuggu fyrst í húsinu Ártún við Vesturveg en byggðu síðar húsið við Vestmannabraut 73 og bjuggu þar til æviloka.

Jón var sonur Sigurðar Jónssonar (Johnson) frá Syðstu Mörk undir Eyjafjöllum. Foreldrar Jóns, Sigurður og Margrét Gísladóttir fluttust búferlum, árið 1901 til Vesturheims og námu þar land í Mouse River byggð í Norður Dakóta. Tóku þau þar upp ættarnafnið Johnson, að vestrænum sið. Sigurður ritaði æviminningar sínar sem komu út árið 1950 undir heitinu „Minningar Sigurðar frá Syðstu Mörk“.

Jón og Karolína eignuðust fjögur börn, 1) Geirlaugu, f. 20. júní 1923 - d. 31. maí 1995, 2) Kristínu, f. 12. janúar 1926 - d. 9. ágúst 2004, 3) Margréti, f. 9. október 1931 og Sigurð (Didda pabba), f. 24. júlí 1940.

Í minningargrein um systur sína Kristínu ritaði Sigurður (Diddi pabbi) svo um föður sinn: „Faðir okkar átti parta í 2 bátum, Gammi VE 174 og Sleipni VE 280, og reri jafnframt á Gammi. Þær voru ekki háar í loftinu systurnar þegar þær voru farnar að hjálpa til við útveginn, m.a. þurrkun á saltfiski og ekki má gleyma þegar faðir okkar braut land og ræktaði við Brimhóla, þá naut hann dyggilega aðstoð dætra sinna við að fjarlæga grjót úr túninu. Til verksins smíðaði hann handa þeim litlar fiskibörur, en grjótið var svo notað í girðinguna. Eftir þessa aðgerð var hvergi steinvölu að finna í slægjunni. Túnið gaf af sér 1 kýrfóður og töðu fyrir 20 kindur, sem nægði heimilinu og rúmlega það. Þá var Jón með kindurnar í sumarbeit, mest í Heimakletti og þar hjálpuðu Stína og systur hennar líka til. Það var sama hvað fiskaðist, t.d. komst Gammurinn í að fiska 50–60 þúsund fiska, en ekkert dugði, Jón faðir okkar missti húsið í greipar á óvönduðum manni og var ekki sá fyrsti né síðasti.“


Diddi pabbi er sonur hans.