„Ísfélag Vestmannaeyja“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 25: Lína 25:
Ekki var formannssæti Gísla vel tekið af öllum hluthöfum. Vildu sumir fá hann burt og komu leynilegum kosningum í gegn á aðalfundi árið 1919 til að menn þyrðu að kjósa gegn honum. Ekki bgekk betur en svo að Gísli og Árni fengu stærstan hluta atkvæða eða 90 atkvæði hvor. Ekki er vitað hvað menn höfðu gegn Gísla og félögum en ötult starf og gríðarlegar fórnir fyrir bæjarfélagið höfðu ofan á og stjórnaði þessi góði hópur manna áfram.  
Ekki var formannssæti Gísla vel tekið af öllum hluthöfum. Vildu sumir fá hann burt og komu leynilegum kosningum í gegn á aðalfundi árið 1919 til að menn þyrðu að kjósa gegn honum. Ekki bgekk betur en svo að Gísli og Árni fengu stærstan hluta atkvæða eða 90 atkvæði hvor. Ekki er vitað hvað menn höfðu gegn Gísla og félögum en ötult starf og gríðarlegar fórnir fyrir bæjarfélagið höfðu ofan á og stjórnaði þessi góði hópur manna áfram.  


Árið 1924 kom Gísli J. Johnsen með þá hugmynd að formenn í Eyjum og bátaeigendur skyldu gefa í svokallaðan spítalasjóð. Átti sjóðurinn að verða stoð og stytta í byggingu fullkomins sjúkrahús fyrir byggðina. Þremur árum síðar var  
Árið 1924 kom Gísli J. Johnsen með þá hugmynd að formenn í Eyjum og bátaeigendur skyldu gefa í svokallaðan spítalasjóð. Átti sjóðurinn að verða stoð og stytta í byggingu fullkomins sjúkrahús fyrir byggðina. Þremur árum síðar var svo sjúkrahús Vestmannaeyja komið upp og hugsjón Gísla orðin að veruleika, hagsmunir bæjarfélagsins urðu ofan á eiginhagsmunum. Svoleiðis hefur hátturinn verið á starfsemi Ísfélagsins í gegnum tíðina.
 
Sama ár og hugsjón Gísla um sjúkrahúsið varð að veruleika sagði hann af sér formennsku sökum stækkandi verslunarreksturs og tók þá Jón Hinriksson við





Útgáfa síðunnar 11. júlí 2005 kl. 14:58

Ísfélag Vestmannaeyja var stofnað 1. desember árið 1901. Var félagið stofnað eftir margra ára óvissu og ringulreið í útvegsmálum Eyjamanna. Tilgangur hins nýja félags var að byggja íshús sem kæmi bæjarfélaginu að gagni.

Upphaf

Það var þó nokkru fyrr sem að hugmyndin vaknaði. Fyrr um haustið, 15. september 1901, var almennur fundur haldinn til að athuga með áhuga um að stofna félag með áður tilgreindum tilgangi. Kosin var 5 manna starfsnefnd til þess að vinna að stofnun félagsins. Voru það merkir menn samtímans sem komu þar að; Magnús Jónsson, Sigurður Sigurfinnsson, Gísli Lárusson, Magnús Guðmundsson og Árni Filippusson.

Hina fyrstu stjórn skipuðu Þorsteinn Jónsson, Árni Filuppusson og Gisli. J. Johnsen. Varamaður var Magnús Guðmundsson.

Fljótlega voru hlutir í félaginu seldir og voru stærstu hluthafarnir Anton Bjarnasen, Árni Fil., Gísli Stefánsson, Magnús og Sigurður Sigurfinnsson. Þessir menn skipuðu einnig nýja stjórn sem hóf störf ári eftir stofnun félagsins.

Ráðist var í að uppfylla tilgang félagsins strax í upphafi. Sumarið 1902 var unnið að íshússbyggingunni og var Högni Sigurðsson ráðinn í íshúsvörslu árið eftir.

Starfsemi á fyrstu árum

Ísfélagið hóf strax öfluga starfsemi. Eitt það fyrsta sem var gert var að stórlaga veg út í Herjólfsdal til þess að ná í ís af Daltjörninni.

En framkvæmdum fylgir kostnaður og ekki var nægur peningur til. Því tók ný stjórn við árið 1904 undir stjórn hins unga Gísla J. Johnsen. Hann var 23 ára þegar hann tók við stjórninni og hafði þá setið í stjórn félagsins í 3 ár.

Mikill skortur var á síld á þessum árum og því þótti stjórnin þess virði að athuga kaup á skipi fyrir félagið. Ekki var bátur keyptur en síld var keypt frá nokkrum stöðum og einnig var beitusíld geymd fyrir útvegsmenn.

Gísli hafði farið nokkrum sinnum til útlanda og hafði séð nýjustu frystitæknina þar á bæjum. Kom hann því heim til Vestmannaeyja með nýjar hugmyndir um frystingu og var ákveðið að byggja frystihús fyrir félagið. Ákveðið var að byggja húsið á svokallaðri Nýjabæjarhellu, sem kennd var við jörðina Nýjabæ. Framkvæmdin var mjög dýr og þurfti Gísli að lána félaginu helming kostnaðarins sökum þess að illa gekk að innheimta lofað fé frá útvegsmönnum. Þrátt fyrir velvild sína og óeigingjarnt starf í þágu félagsins vildu einhverjir útvegsmenn hann burt og það tókst. Gunnar Ólafsson var kosinn formaður félagsins í stað Gísla. Ekki leið þó á löngu þar til Gísli var tekinn í sátt og var hann endurkjörinn formaður árið 1912. Í kjölfarið af því var frystihúsið stækkað og vélakostur bættur.

Kjöt- og nýlenduvöruverslun Ísfélagsins um 1950

Frá upphafi íshús Ísfélagsins hafði verið geymt matvæli fyrir bæjarbúa gegn lágri greiðslu. Árið 1914 var ákveðið að hætta þessu og var kjötbúð Ísfélagsins stofnuð. Kjötverslun Ísfélagsins var rekin í 44 ár eða til ársins 1958. Auk þess veitti ekki af plássinu sem geymslan tók.

Á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar var ekki auðvelt fyrir Ísfélagið að útvega útgerðarmönnum næga beitusíld. Því varð stundum að skammta síldinni. Bátarnir fengu ákveðið magn af beitusíld fyrir hvern róður eftir stærð. Viðgengst þetta í nokkur ár og var erfitt að fá keypta beitusíld, bæði að kaupa af Ísfélaginu og fyrir félagið að kaupa.

Ekki var formannssæti Gísla vel tekið af öllum hluthöfum. Vildu sumir fá hann burt og komu leynilegum kosningum í gegn á aðalfundi árið 1919 til að menn þyrðu að kjósa gegn honum. Ekki bgekk betur en svo að Gísli og Árni fengu stærstan hluta atkvæða eða 90 atkvæði hvor. Ekki er vitað hvað menn höfðu gegn Gísla og félögum en ötult starf og gríðarlegar fórnir fyrir bæjarfélagið höfðu ofan á og stjórnaði þessi góði hópur manna áfram.

Árið 1924 kom Gísli J. Johnsen með þá hugmynd að formenn í Eyjum og bátaeigendur skyldu gefa í svokallaðan spítalasjóð. Átti sjóðurinn að verða stoð og stytta í byggingu fullkomins sjúkrahús fyrir byggðina. Þremur árum síðar var svo sjúkrahús Vestmannaeyja komið upp og hugsjón Gísla orðin að veruleika, hagsmunir bæjarfélagsins urðu ofan á eiginhagsmunum. Svoleiðis hefur hátturinn verið á starfsemi Ísfélagsins í gegnum tíðina.

Sama ár og hugsjón Gísla um sjúkrahúsið varð að veruleika sagði hann af sér formennsku sökum stækkandi verslunarreksturs og tók þá Jón Hinriksson við


Tenglar


Heimildir

  • Saga Ísfélags Vestmannaeyja 1901-2001. Vestmannaeyjum: Eyrún.