„Blik 1967/„Sauðheimskur,“ segja menn“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Blik 1967|Efnisyfirlit Blik 1967]]
[[Blik 1967|Efnisyfirlit Bliks 1967]]





Útgáfa síðunnar 13. desember 2009 kl. 21:03

Efnisyfirlit Bliks 1967


„Sauðheimskur,“ segja menn

Sýslumaður ekur eftir veginum. Hjá honum í bifreiðinni sitja tvær persónur, sem eru vottar að því, sem við ber.
Á miðjum veginum stendur ær, sem jarmar aumlega og sárt og hreyfir sig hvergi, þótt bifreiðin nálgist.
Hinn tigni embættismaður verður að stöðva bifreiðina til þess að eiga það ekki á hættu að aka á kindina. Þegar hann stígur út úr farkostinum til þess að stugga við skepnunni, röltir ærin jarmandi út af veginum og ber sig svo kynlega, að sýslumaður sér ástæðu til að elta hana. Í ljós kemur, að ærin er tvílembd og á bæði lömbin sín föst á ullinni í gaddavírsgirðingu þar skammt frá. Naumast þarf að taka það fram, að sýslumaðurinn innti af hendi miskunnarverkið af mikilli ánægju.
Eftir þetta segist hann hafa veigrað sér við að segja menn sauðheimska.