„Erlendarkrær“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 19: Lína 19:
* [[Verndarvættirnir í Ömpustekkjum]]
* [[Verndarvættirnir í Ömpustekkjum]]


== Heimildir ==
{{Heimildir|
* Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum
* Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum
}}

Útgáfa síðunnar 8. júlí 2005 kl. 09:54

Erlendarkrær eru tóttaleifar nyrst á Stórhöfða. Þar eru minjar eftir fiskikrær eins og nafnið bendir til. Í víkinni norðan undir Stórhöfða var frá fornu fari uppsátur frá Ofanleitisbæjunum. Þar í kring var mikill draugagangur á tímabili sem stafaði af því að þar höfðu enskir fiskimenn verið dysjaðir í skipi sínu.

Útlendingadysin við Erlendarkrær

Erlendarkrær

Nokkru fyrir miðja síðustu öld bar það við í Vestmannaeyjum, að enskt fiskiskip rak á land í Víkinni. Þótti mjög furðulegt að engin mannaferð sást á skipinu, og brugðust eyjaskeggjar þegar við og fóru um borð í skipið. Varð þar fyrir mönnum hin hryllilegasta sýn. Víðs vegar um skipið lá skipshöfnin dauð, og það sást mjög vel að liðið hafði alllangur tími frá því að andlát mannanna hafði borið að höndum. Og voru líkin svo rotnuð, að hold var víðast farið af beinunum. Og þegar stígvélin voru tekin af fótum líkanna hrundu kögglarnir úr að pest hafi komið upp í skipinu, og enn aðrir héldu að banvæn eitrun hafi tánum út úr stígvélunum.

Menn vissu ekki af hverju þessir menn dóu, en sumir héldu komið upp í slagvatni skipsins, og hefðu skipsverjar látist þegar eiturbólurnar sprungu. Sýslumaður sendi tvo menn til að standa vörð um skipið og vaka yfir líkunum.

Reimleikar

Um nóttina urðu svo miklir reimleikar að þeir treystu sér ekki til að halda vökunni áfram. Var þá Guðrún Laugudóttir (sjá meira à Reimleikar í Ystakletti), fengin til þess að vaka. Var Guðrún þekkt fyrir kjark sinn og einbeitni. Var hún ekki að stíga gýpinn framan í drauga og vofur, og lét sig engu skipta.

Eftir að Guðrún hafði tekið við vökunni yfir líkunum, varð enginn var við reimleika um langan tíma. Þessir menn fengu ekki gröf í kirkjugarðinum, því að menn vissu ekki hvort þeir væru heiðnir eða kristnir. Ákváðu menn þá að þeir skyldu allir fá eina gröf hjá Erlendarkróm. Skipið var rifið og ásamt fargögnum var það selt á uppboði. Strax eftir að líkin höfðu verið grafin hjá Erlendarkróm byrjuðu reimleikar aftur. Einhverju sinni hafði Ragnhildur Ingimundardóttir verið á ferð nálægt gröfinni, og varð hún fyrir alvarlegum ásóknum af afturgöngum þessum, en nánari atvik eru nú fallin í gleymsku.

Líkin grafin upp

Árið eftir kom enskt fiskiskip til Vestmannaeyja. Var skipstjórinn á því bróðir skipstjórans á skipinu sem rak á land í víkinni. Leitaði hann frétta af skipinu, og varð bálreiður er hann heyrði að öll líkin hefðu verið dysjuð úti á víðavangi. Hann heimtaði að öll líkin yrðu grafin upp og flutt í kirkjugarðinn. Tóku menn dauflega undir það, og varð ekki af því þetta árið. En árið 1934, fengu menn þessir leg í kirkjugarðinum.

Í annál 19. aldar er sagt frá því að árið 1821 hafi í maímánuði fundist á hvolfi ensk skúta við Vestmannaeyjar. Var gat höggvið í botninn og fundust í henni fimm menn dauðir, og svolítið af úldnum fiski. Mun þar vera um sama skipið að ræða, þó menn séu ekki vissir.

Tengdar greinar


Heimildir

  • Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum