„Blik 1953/Þáttur nemenda“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 87: Lína 87:


:Guðm. Þórarinsson. 3. b.
:Guðm. Þórarinsson. 3. b.
:Smásaga.
==Rósa litla og þrösturinn.==
Sagan um hana Rósu er svona. Hún Rósa var 10 ára og hún var í barnaskóla og krakkarnir gerðu grín að henni, af því að hún söng svo hræðilega illa. þetta þótti henni leiðinlegt, og hún var svo oft döpur út af þessu. Einu sinni var hún á gangi úti í skógi. Þá sá hún fallegan fugl sitja þar á grein. Það var þröstur og hann söng svo yndislega, að Rósa varð alveg heilluð af söng hans. Nú settist Rósa niður og datt henni þá í hug að syngja svolítið með þrestinum .Svo fór hún að reyna, fyrst hægt og hikandi, og fannst þetta ekki vel gott hjá sér, en hún gafst ekki upp. þegar hún fór heim fannst henni, að þetta hefði ekki verið svo afleitt hjá sér. Þetta gerði Rósa oftar, að fara út í skóg til að syngja með þrestinum. Nú söng hún orðið mjög vel. Svo átti einusinni að halda skemmtun í skólanum. Meðal annars átti að vera einsöngur. Já, og það var nú bara hún  Rósa. sem var látin syngja, og allir. sem heyrðu, urðu yfir sig hissa á því. hve hún söng vel. Eftir það gerði einginn grín að Rósu, ag hún hætti að vera hrygg. Og lýkur nú sögunni um hana Rósn litlu.
:Þ. G., 1. b.
:SKÝRING. VIÐ MYND Á
:BLS. 30.
Röðin  niður vinstra megin:
* 1 Þrjú gáfnaljós  í  1.  A
* 2. Listamenn úr landsprófsdeild.    Ályktunarorð:    „Ástin gutlar innan í mér eins og spenvolg mjólk".
* 3. Meyjar 3 .bekkjar. Ályktunarorð: „Hvað er það, móti meyjaryndi, eins og tað orðið þurt í vindi. eins tað".
* 4. Fulltrúar vináttu 1. og 3. bekkjar.
Röðin niður hægra megin:
  1. Ein eru uppi' til fjalla
    yli húsa fær.
    Úti um hamrahjalla
    Hreinn fær seiddar þær.
    Yndisleg en ástarkörg
    er hún litla Björg.
* 2 Skólastjóri iðkar fótamennt.
* 3. og 4. Ársfagnaður með dansi og dragspili. Glatt á hjalla. Gamlir nemendur í heimsókn.
:Smábarnasaga.
==Flugan og fífillinn.==
Einu sinni var hunangsfluga á sveimi fyrir ofan fífil, sem breiddi út fallegu blómkörfuna sína á móti sólinni. Þarna sá flugan tækífæri til að safna sér dálitlu hunangi, og í þeim tilgangi steypti hún sér niður á fífilinn. Fífillinn varð ekki var við fluguna strax og hún kom. Hann hafði verið í svo djúpum hugsunum, þess vegna hafði hann ekki orðið var við hana. En hann rankaði brátt við sér. Honum þótti flugan vera frek að taka hunangið frá sér í leyfisleysi. svo að hann kallaði á vindinn ,sem í þessu var að fara fram hjá, og sagði: ,,Hæ, þú þarna vindur, viltu hjálpa mér að reka fluguna burt?" .,Já, já, alveg sjálfsagt", sagði vindurinn. Og hann tók sig nú til og blés fast á fífilinn, svo að hún, sem átti sér einskis ills von, skall niður á jörðina, því að hún hafði ekki haft tíma til að bera fyrir sig vængina og lenti því beint á magann nær dauða en lífi af hræðslu. Loks gat hún hafið sig á loft og flogið heim til sín og kom ekki aftur, en fífillinn og vindurinn urðu góðir vinir og röbbuðu saman um daginn og veginn. Og lýkur hér sögunni.
:Þórunn Gunnarsdóttir, 1. b.
==Áfengismál.==
Áfengið er illt eiturlyf. Þegar menn hafa neytt áfengis, geta þeir gert æði margt illt af sér, framið þjófnaði, brotið og bramlað, slegizt og þar með skaðað sjálfa sig og aðra. Það er ekki skemmtilegt fyrir giftar konur að taka á móti eiginmönnum sínum heim undir áhrifum áfengis. Þeir brjóta ef til vill leirtauíð og skemma allt það, sem konan hefur eytt tíma sínum í að gera sem fallegast og vistlegast til að gleðja mann sinn og börn.
Þeir verstu hrekja kannske sjálfa konuna og börnin út á guð og gaddinn, svo að þær verða innkulsa og fárveikar, og eru börnin þá í hirðuleysi og mennirnir úti að slæpast eða sitjandi í tugthúsi þegar þeir hafa eytt sínum síðasta eyri í þetta andstyggilega eiturlyf. Þá skortir móðurina og börnin fæðu eða annað ,er peninga þarf til, og verða þá mæðurnar að fara og vinna sér og börnunum fyrir  mat og klæðum.
Stundum eru bæði heimilisfaðirinn og móðirin með gesti alla daga og nætur og hafa áfengi á boðstólum. Börnin eru sársvöng köld, skælandi eða dottandi úti í horni og una illa þessum hávaða og látum.
Áfengið eyðileggur skemmtanir. Það er ekki skemmtilegt að vera að skemmta sér innan um blóðugan bardaga. brotin áhöld, stóla og fleira.
Fólk neytir áfengis allt of mikið. Ungir menn og konur verða áfenginu að bráð og eyðiIeggja líf sitt með því og valda ástvinum sínum hryggðar væri nú áfengisbann komið yfir landið okkar allt, þá hætti fólk að drekka. þegar ekkert væri til í búðunum. Heimilin mundu verða yndisleg, faðirinn kæmi heim frá vinnu sinni á unaðslegt heimilið sitt, hlýlegt og vistlegt, og þar biðu hans innileg eiginkona og góð börn. Þá skortir vonandi engan neitt.
Mál er til komið, að áfengisbann verði sett. Áfengið hefur leitt allt of margar hörmungar af sér og ætti ekki að leiða af sér fleiri.
:Hrönn Hannesdóttir,  1. b.
==Góð hjálp.==
Á Brekku var mikið að gera, því að heyannirnar stóðu nú sem hæst. Fólkið þeyttist fram og aftur við verk sín, en mamma var á þönum milli búrs og eldhúss um matmálstímann, til að ná í það. sem hún þurfti að nota um matinn. Dísa og Villi sátu við eldhúsborðið rétt eftir matinn og sveifluðu fótunum, hvort
á sínum stól og hugsuðu um allt og ekkert. þar til Dísa sagði: ..heyrðu,  Villi.  finnst þér, að hún mamma hafi ekki mikið að gera. eigum við ekki að hjálpa henni eitthvað, ef við getum?" ..Jú. það verðum  við að gera, við  getum    þvegið  upp fyrir hana saman, fyrst mamma mátti ekki vera að því, því að hún varð að fara strax út á tún eftir matinn til að raka. Við getum líka þvegið gólfin, vökvað blómin og þurrkað af og gert annað, sem við sjáum að þarf að gera, svo að mamma  þurfi ekki að gjöra  það.  þegar  hún kemur þreytt af túninu". ..Jæja. er þá ekki bezt að byrja og vera búin að öllu og allt verði orðið fínt, áður en hún kemur", sagði Dísa. Svo var tekið til óspilltra málanna  og þvegið  upp.  Það gekk ágætlega, þó að einu sinni munaði minnstu, að Villi bryti grautardisk mjög fallegan. með rósum á, en því varð þó afstýrt. sem betur fór. Því næst tóku þau fötu, þvottaklút og annað, sem með þurfti, og þvoðu gólfin, og var það mjög vel af hendi leyst hjá þeim. Svo vökvuðu þau fallegu blómin hennar mömmu sinnar og gerðu annað það, sem þeim fannst mest þurfa í húsinu.  Þegar þau  voru búin að þessu öllu, fóru þau að leika sér og biðu jafnframt með óþreyju eftir, að mamma þeirra kæmi heim. Mamma þeirra kom eftir dálítinn tíma og hafði ætlað sér þó þreytt væri, að fara að taka til. Hún gekk inn í húsið Og rak upp stór augu, er hún sá, að allt var í röð og reglu. Datt henni þá í hug Dísa Og Villi, þau höfðu líklega gert þetta. Hún gekk út og kallaði á  þau. Er þau komu inn, tók hún þau í faðm sér og kyssti þau fyrir hjálpina og sagði, að áreiðanlega ætti enginn einsgóð börn og hún.
:Þórunn Gunnarsd., 1 . b.
Skemmtanir, áfengi, tóbak. Mér datt í hug að skrifa um skemmtanir. En um það er svo mikið rætt í ræðu og riti. Eg fyrir mitt leyti fer helzt. aldrei á skemmtanir, og komi það fyrir, geri ég það helzt nauðug. Sem dæmi upp á það, hef ég farið þrisvar sinnum í bíó í þessa 3 1/2 mánuð, sem ég hef verið hér. og aðrar skemmtanir hefi ég ekki sótt. En mér finnst leitt að sjá, hve mikið er gert að því hér að sækja þessar skemmtanir. En ég þekki það náttúrlega ekki annars staðar, en ég veit það, að heima er lítið um skemmtanir, og ef til vill er það vegna þess, að ég tek mikið eftir þessu. En það er ekki svo að skilja, að fólk eigi ekki að skemmta sér. Það er misjafnt,hvernig það er gjört, og alt: er bezt í hófi. Eg skal nú segja ykkur, hvernig ég hafði það heima. Eg var búin að læra svona kl. 5—6, þá tók ég skíði mín eða skauta og lék mér fram að kvöldmat. Eftir mat settist ég svo og saumaði eða föndraði eitthvað annað og hlustaði á útvarp. Þannig er á ýmsa vegu hægt að eyða frístundum sínum. Eina samtalið, sem maður heyrir, er: „Fórstu á ballið í Höllinni?" Eða: „Sástu þessa mynd eða hina?" En ef fólkið gæti skemmt sér án áfengis og tóbaks, þá væri það kannske sök sér. Fullur maður er það versta, sem ég veit. Eg byrja alltaf að skjálfa, þegar ég sé fullan mann, og er mér strítt mikið með þessu. En foreldrar mínir hafa aldrei drukkið ,svo að ég veit ekki, hvernig það er að eiga foreldra, sem koma fullir heim má segja hvert kvöld, svo að ekki þyrfti ég að vera svona þess vegna. Á aðfangadagskvöld fyrir nokkrum árum, svona um kl. 4-5. er mér litið af tilviljun út um gluggann, og sé ég þá fullan mann koma heim að húsinu. Eg fer þá og læsi öllum hurðum og geri síðan aðvart þeim, er í húsinu voru. Fór maðurinn fljótt aftur, en hvernig haldið þið að konu og börnum þessa manns hafi liðið eða haldið þið, að þau hafi átt gleðileg jól.?
Tóbakið er að vísu ekki eins skaðlegt og áfengi, en víst er, að það er ekki hollt. Það var t. d. maður heima, sem var magaveikur, og honum var bannað að borða ýmsan mat, og einnig var honum bannað að reykja. Hann fer að öllum ráðum nema því að hætta að reykja, en honum batnar ekki, og hann var búinn að fá blæðandi magasár. Þegar hann var spurður, hvort hann hefði hætt þessu, þá svaraði hann: „Öllu nema að reykja". Hann vandi sig á það svo ungur og tóbaksþorstinn var orðinn svo óslökkvandi.
:Katrín Ingvarsdóttir, 2. b.. Eskifirði..
==„Enginn veit, hvað átt  hefur, fyrr en misst hefur".==
Það eru mörg dæmi um það, að þessi málsháttur hefur við full rök að styðjast. Hversu oft hefur maður ekki heyrt sögur um drengi og stúlkur, sem hafa verið borin á höndum, ef svo mætti nefna það, — af pabba sínum og mömmu sinni. Þau hafa viljað allt fyrir börn sín gera, allt, sem þau hafa álitið, að þeim væri fyrir beztu. — Aldrei staðið á því að reyna að uppfylla óskir þeirra. falleg föt, góðan mat og svo leikföng eftir því sem efnin leyfðu.
Börnin taka við þessu með gleði og þykir vænt um allar þessar gjafir og þakka að sjálfsögðu fyrir þær. — en hvað skeður allt í einu?
Mamma kemur til þeirra, þar sem þau eru að leika sér að leikföngunum, sem hún hafði gefið þeim og spyr yfir hópinn: „Vill nú ekki eitthvert ykkar skreppa fyrir mig í næstu búð og kaupa fyrir mig 1 kg. af þurrkuðum ávöxtum, svo að ég geti gefið ykkur góðan ávaxtagraut á eftir fiskinum í dag?" Þá segir Palli: ..Hann Siggi getur farið". Siggi segir: ,,Hún Dóra getur farið". En hún segir strax: „Eg held að strákarnir séu ekki ofgóðir til að fara núna, því að ég fór í gær." — Síðan rífast þau um þetta, þangað til mamma er orðin þreytt á að hlusta á þau og bíða eftir, að eitthvert þeirra fari, og fer því sjálf. — Hún er hrygg í huga, börnin hennar eru ekki eins góð og hún hefur haldið þau vera. Þau gleðjast yfir að fá gjafir en vilja ekkert gefa í staðinn. —
Missi þessi börn móður sína og lendi hjá vandalausu fólki, sem lætur þau hlýða sér, hvort sem þau vilja eða ekki, þá sjá þau mismuninn. — Mamma þeirra elskaði þau og gladdi þau, en þau voru henni ekki eins góð og þau áttu að vera, þau vantaði viljann til að hjálpa henni og launa þannig hennar umhyggju fyrir þeim. — Nú, þegar hún var horfin, grétu þau hana, því að nú vissu þau, hvað þau höfðu misst.
Annars er þessum málshætti. „Enginn veit, hvað átt hefir, fyrr en misst hefur", bezt svarað með sögunni um týnda soninn í biblíunni. —
:Unnur A. Jónsdóttir, 1. b.
==Minningar úr skóla.==
Þegar ég skrifa þessar endurminningar, þá er mér efst í huga gamli Gagnfræðaskólinn, því að það er hann, sem geymir endurminningar frá gömlum skólaárum. Það er þaðan, sem allir gagnfræðingar hafa verið útskrifaðir hér í bænum fram að þessu. Getur hann því ekki talizt annað en merkileg bygging, sem stendur nokkur ævintýraljómi af. þrátt fyrir útlit og aðstæður, eins og þær voru þá, að mér finnst, og svo er líklega með fleiri þá. er stundað hafa þar nám sitt. Eins og gefur að skilja, og þeir vita, er í framhaldsskóla hafa verið, ríkir ætíð gleði meðal nemendanna, sem eru allir á líkum aldri.Farið var í skemmtigöngur öðru hvoru til hressingar og upplyftingar. Var þá gengið á fjöll, eða eitthvað úi um eyju, inn í Herjólfsdal, austur á Hauga eða suður í Stórhöfða, svo eitthvað sé nefnt.
Ekki get ég sagt fra neinni sérstakri skemmtigöngu, nema frásögnin verði of persónuleg.
Annars held ég, að sumum gæti þótt nokkuð gaman að hafa farið í handknattleik uppi á Klifi. hringleik eða ..Eitt par fram", uppi á Há, skoðað sig um í iðrum Stórhöfða við kertaljós, en einmitt á þá leið var skemmtiferðum skólans háttað.
Mér hefur stundum dottið í hug, að það hljóti að vera skemmtilegra að búa í það litlum bæ eða borg, að hægt sé að fara út úr honum með sæmilega hægu móti, heldur en í stórborg, sem geymir íbúa, seni aldrei hafa út fyrir úthverfin komið, Því að snerting við náttúru landsins hlýtur aldrei að geta átt sér stað í borgum, þótt um stóra garða sé að ræða í þeim. Auðvitað hafa þær margt. annað að bjóða, svo sem fræg listasöfn o. m. fl., sem ekki er hjá öðrum í eins ríkum mæli.
Geta því slíkar skólagönguferðir, sem farnar eru um nágrenni bæjarins, eflt og aukið ást á landi voru. Auk þess eru
tilbreyting  Frá  daglegu skólastarfí.
Aðalhátíðin í skólanum var 1. desember skemmtunin, sem fór fram með glæsibrag, með alls kyns  dagskráratriðum og veitingum, þó að ekki væru drukknar hinar ..gullnu veigar", sem aldrei eru sæmandi og sízt unglingum á þeim aldri. Stendur Gagnfræðaskólinn hér á mjög háu stigi, hvað snertir bindindi nemenda. Annar sá fagnaður, er þótti mikið til koma, var grímudansleikurinn. er Afrodítir skólans huldu sig með indverskum blæjum og öðru því,  er henta þótti.
Jóhann Ágústsson.
==Sköpunarsagan.==
Denna litla fannst mikið til um sköpunarsöguna, eins og honum var sögð hún í sunnudagaskólanum. Dag einn nokkru síðar var auðséð á honum ,að hann var eitthvað lasinn, enda þótt hann kvartaði ekki eða kveinkaði sér. Móðir hans bað hann að segja sér, hvað amaði að honum, en Denni hristi höfuðið í þögulli alvöru lengi vel. Loks stóðst hann ekki lengur mátið, greip báðum höndum undir síðuna og sagði kjökrandi: Mamma, ég held ég ætli að fara að eignast konu.

Útgáfa síðunnar 23. nóvember 2009 kl. 13:14

„Yndislega Eyjan mín" Þeim, sem ferðast hér um eyjuna í góðu veðri, — sama á hvaða tíma dags er. — en þó sérstaklega um vor og haust. dylst ekki. hve fögur hún er. Umhverfi hennar vekur einnig gleði og unaðstilfinningar hverju sjáandi auga. — Gangi maður út á vormorgni, þegar sólin gægist upp fyrir fjöllin og jöklana í norðaustri og sendir sína gylltu geisla yfir hafflötinn. eyjuna okkar og okkur sjálf, fer eins og straumur um líkamann, maður andar djúpt að sér hreinu morgunloftinu. Hjartað fær örari slátt, og allt verður svo milt og fagurt. — Ógleymanleg stund. — Sé maður staddur suður á eyju, hjá svonefndum „Króki". á sólríkum sumardegi, þegar sólin er í suðvestri, er fögur sjón að horfa yfir hafflötinn til vesturs. Eyjarnar litlu, — Smáeyjar, Þrídrangar og Einidrangur, — sýnist manni vagga sér svo létt á sjónum, eins og nokkurskonar spéspegill í geisla¬flóði sólarinnar. —Þá er haustkvöldið ekki síður fallegt. — Úr herherginu mínu er sérstaklega fallegt útsýni til norðurs og vesturs . Stundum, þegar sólin er að setjast, sér maður hina fegurstu liti sólarlagsins skreyta hafflötinn í fjarska, alla leiðina norður á jökla. svo sem Langjökul. — Á slíkum kvöldum fyllist hugur manns og hjarta þeim unaði. sem mannssál getur rúmað. og vissu um mikilleik og almætti þess guðs, sem notar slíka fegurð til að hræra hjörtu okkar.

Unnur A. Jónsdóttir 1. b.

Eldur í húsi og ekkert slökkvilið.

Atburður þessi gerist uppi í sveit, þar sem ekkert slökkvilið er til taks. Eg var heima ásamt gamalli konu, sem var lasin og lá í rúminu, tveim bræðrum mínum, öðrum tveggja ára, en hinum á fyrsta ári, og gömlum manni, sem þá var að annast fjósstörfin. Foreldrar mínir voru í veizlu á bæ nokkrum á að gizka í 5 km. fjarlægð. Klukkan var að ganga 9 um kvöldið, er ég var að þvo upp eftir kvöldmatinn. Fann ég þá einkennilega lykt í húsinu, svo að ég fór að athuga, hvaðan hún kæmi. Ana ég nú um allt húsið og finn ekki neitt athugavert. Mér hafði þá láðst að líta inn í geymsluherbergið. sem er næst útidyrunum. Þegar ég að lokum opnaði hurðina inn í geymsluna, gaus á móti mér mikill reykur og brunasterkja. Sá ég þá hvers kyns var. Þarna var kviknað í. Vissi ég nú ekki mitt rjúkandi ráð, hvað ég ætti til bragðs að taka. Stökk ég út í fjós og sagði gamla mann inum hvað um væri að vera, og það fyrsta, sem við þyrftum að gera, væri að koma gömlu konunni og börnunum út úr húsinu. Gamli maðurinn tók til handa og fóta, greip fötu, er var í fjósinu, og ætlaði að vera sérlega fljótur að bregða við, en datt kylliflatur fyrir utan fjósdyrnar, því að hálka var mikil á hlaðinu. Ekki var þetta til að flýta fyrir. Eg sá, að ekki þýddi að hafa konuna og börnin inni, ef eldurinn magnaðist. Eg vafði litla drenginn inn í teppi og þaut með hann út í útihús og lagði hann þar, en sá eldri var farinn að ganga og þess vegna mikið verra við hann að eiga. Á meðan ég var að þessu, hafði gamla konan klætt sig. Það næsta, er ég gerði, var að koma henni út, en hún kaus að vera í fjósinu, því að þar væri hlýjast, en frost var talsvert úti. Aumingja gamla konan var hölt og farlama og þar að auki með kvef. Tókst okkur þó furðu vel að komast út í fjós. Sáum við. að það var heillarð. að hún héldi eldri drengnum hjá sér, og tókst það prýðilega. Allt þetta hafði ekki tekið nema tæpar 10 mínútur, þó að mér fyndist það klukkutími. Nú fyrst datt mér gamli maðurinn í hug. Eg sá hann hvergi, á meðan ég hafði verið að þessu mausi, og ekki lá hann ennþá utan við fjósdyrnar. Eg þaut inn í húsið og sá, að reykurinn var alltaf að aukast, svo að ég ætlaði varla að þora að opna geymsludyrnar, en þegar ég loks áræddi það, leizt mér ekki á blikuna. Þarna var farið að brenna tré, sem var í hillunum, kassar, bréf o. fl., sem þarna var inni, en þó ekki nema lítið eitt, því að glugginn var aftur og herbergið steypt í hólf og gólf. Eg þaut í símann og hringdi á bæinn, sem foreldrar mínir voru staddir á. Við þann. sem svaraði í símann, sagði ég: „Komið þið strax, það er kviknað í!" og skellti símtólinu á. Eg skalf og nötraði af hræðslu. Samt sem áður datt mér margt í hug, þar á meðal að bera út föt og búsáhöld, en þó vissi ég, að það þýddi ekkert. Þetta var bara hugmyndaflug. í þessu birtist gamli maðurinn í dyrunum með fötur og brúsa hálffullan af vatni. Hann hafði verið að basla við að ná í vatn upp úr brunninum fyrir neðan bæinn. Hann var að springa úr mæði, blóðrauður af áreynslu og titrandi á beinunum af öllum þessum ósköpum. Eg horfði á hann agndofa með grátstafinn í kverkunum af hræðslu og spurði hann. hvað við ættum að gera. Bara að skvetta, að skvetta nógu miklu vatni á eldinn. fyrst hann er ekki kominn út fyrir hurðina. sagði sá gamli. Og láttu síðan aftur útidyrahurðina. svo að vindurinn blási ekki undir eins og í hlóðum. Síðan skvetti hann vatni úr brúsanum, á meðan það entist, en fékk mér fötuna og sagði mér að láta renna í hana vatn úr krananum, er væri í þvottahúsinu. Þarna var hann að skvetta á eldinn og ég að viða að honum vatni jafn óðum. þangað til allt var komið á flot, sem þarna var inni og eldurinn næstum því dauður, aðeins glóð á stöku stað í timbrinu. Einmitt í þessu stöðvuðust 5 bílar á hlaðinu. Þarna var þá komið allt veizlufólkið til að slökkva eldinn, sem þegar var slökktur. Allir voru mjög alvörugefnir og hræddir, sem von var, sérstaklega þeir. sem vissu um heimilisástæður, þangað til þeir sáu, að þetta var lítið. Þegar fólkið fékk að vita, hvar ég hafði kúldrað börnunum og gömlu konunni, var því heldur skemmt. En því fannst þetta heldur mikil fljótfærni, sem von var, enda var ég þá eins og annað barn, aðeins 12 ára gömul.

Hildur Ágústsdóttir, 3. b.


Gamli og nýi tíminn.

Gamall hestur var að vappa fyrir neðan túnið á Bollastöðum. Honum varð gengið upp á veginn. Sá hann þá, hvar stóð bí'll og fór til hans. „Góðan daginn", sagði hesturinn. „Góðan daginn". svaraði bíllinn. „Hvaðan kemur þú, og hvert er ferðinni heitið?, segir hesturinn. .,Eg kem úr höfuðstaðnum," sagði bíllinn. ..og eins og þú sérð. er ég nú hér. Húsbóndi minn er að hitta bóndann hér á Bollastöðum, svo að hann tók mig náttúrlega með, eins og gefur að skilja. En af hverju ert þú hér? ,Eg er nú orðinn gamall og til einskis framar nýtur", svaraði hesturinn. „En einu sinni, þegar ég var upp á mitt bezta, Þá varð ég að þola margt. Þá voru engir bílar, svo að nota varð okkur hrossin til alls. Við vorum sett fyrir vagna, reitt heim á okkur, við höfð til reiðar og margt, margt fleira, og svo fengum við ekki að vera inni. nema þegar allra harðast var í veðri og fengum ekkert almennilegt að éta, Frekar en vant var úti. Við urðum að láta okkur nægja smátuggu af góðu heyi og þar að auki drýgða með úrgangi, sem kýrnar vildu ekki. Hvað ætli þið bílarnir segðuð. ef þið ættuð að búa við svona lagað. Þið, sem eruð úti að skemmta ykkur á sumrin með glöðu fólki í glaðasólskinil, en hafið svo hús á veturna. Getur þú sagt mér það? „Nei, það get ég ekki sagt þér, því að tímarnir eru nú allt aðrir. Nú eru bílar notaðir til alls þess sem hross voru áður notuð við, bæði til sjávar og sveita. En heyrðu, góði minn, hvað ertu gamall?" „Ætli ég viti það nú, látum okkur sjá. ég er víst að verða 24 vetra. Móðir mín hét Brúnka og faðir minn Kári, og ég fæddíst vorið 1929. En hvað ert þú gamall?" „Eg er víst rúmlega eins árs. Húsbóndi minn vann mig 1 happdrætti. en annars er ég ættaður frá New York, úr bílaverksmiðju þar. En heyrðu ,nú verð ég að fara. því að þarna kemur húsbóndi minn. Vertu sæll," sagði bíllinn. „Vertu sæll," sagði hesturinn, Og gekk burtu. ..Ja. nýi tíminn. hann er nú heldur öðruvísi en sá gamli. Nú eru bílar til alls", hugsaði hesturinn og hristi höfuðið.

Hrönn Hannesdóttir, I. b.

Úr ritgerðum um heimilið.

Eins og sagt er að fötin skapi manninn. eins má með sanni segja. að hver og einn mótist af heimili sínu. þar sem hann elst upp. Sumir foreldrar hafa tamið sér að amast við félögum barna sinna. Þeim finnst of mikill hávaði og svaldur, þar sem þau eru. Eru þeir þeirri stundu fegnastir, er þau fara út. Þetta er að mínu áliti alvarlegt mál og algjörlega skakkt. Húsbædurnir eiga að keppa að því að hafa heimilið sem hlýlegast og sem mest aðlaðandi, — hafa það þannig, að manni finnist eins og veggirnir. húsgögnin og heimilisfólki komi með opna arma og bjóði mann hjartanlega velkominn. Til þess að svo sé, þarf heimilið ekki að vera íburðármikið. Það skiptir mestu. að það sé hreinlegt, og hjartahlýja húsbænd-anna skipi öndvegið. — Það dýrmætasta, sem við unga fólkið eigum, er góð heilsa, góðir foreldrar og gott heimili.

H. B. G. 3. b.


Gott heimili er án efa eitt af því bezta, sem maðurinn eignast Á heimili, þar sem ekki er mjög góð stjórn á öllu. er mjög hætt við, að börnin lendi í vondum félagsskap. sem þeim stafar illt af. Til þess að heimilislífið geti orðið skemmtilegt, verður öll fjölskyldan að gera sitt bezta í því efni. Á mörgum góðum heimilum er það brýnt fyrir börnunum að gera sitt bezta til að hjálpa mæðrum sínum, gera ýmsa snúninga fyrir þær, þvo upp leirinn með þeim o. s. frv. Allt of fáir kunna að meta gildi hins góða heimilis, þeir sem það eiga. E.J., 3. b


Þeim unglingi ,sem á hvorki pabba né mömmu og engan að, honum getur varla liðið vel. Mér finnst, að heimilin eigi að vera hrein og hlýleg. Það þarf ekki að bera mikið í þau, svo að þau verði hlýleg og aðlaðandi, en til þess þarf húsmóðir¬in að leggja fram mikla vinnu, Og allir á heimilinu þurfa að læra að meta störf hennar og virða. ....... Það er mikils virði Fyrir ungling að eiga gott heimili, svo að honum finnist ekki, að hann verði að fara að heiman til að sækja ánægju, sem hægt er að veita sér heima.

Ástþór Runólfsson, 3. b.


Heimilið á að vera ímynd friðar og gleði, þar sem fjölskyldan situr í hlýlegri stofunni á kvöldin og hlustar á útvarpið eða eitthvað þess háttar. Stundum les heimilisfaðirinn upp úr einhverri góðri bók fyrir konuna sína, en hún situr þá með prjónana eða stoppar í sokka, því að alltaf er nóg að gera. Það er í raun og veru ekkert heimili, ef húsmóðirin er ekki heima. Hún þarf ekki að vera nema nokkra daga í burtu til þess að munur verði brátt á. hversu heimilislífið verður leiðinlegra, tómlegra. maturinn ef til vill verri og allt í drasli. þess vegna er oftast allt á tjá og tundri hjá piparsveinum. Heimilið þarf hvorki að vera stórt né íburðarmikið, en það þarf að vera þannig. að börnin fjarlægist ekki heimili sín og flari að stunda götuna.

Á. Á., 3.b.

„Fyrir andans framför eina, fólksins hönd er sterk".

Á tímum þeim, er maðurinn lifði áþekku lífi og dýrin, var ekki mikið um andlegt starf í heila hans. En svo þroskaðist hann og andinn varð til. Og þegar andinn var orðinn til, byrjaði maðurinn að taka náttúruna í þjónustu sína. Fyrst tók hann sér steina í hönd og notaði þá sem vopn eða verkfæri. Og svo tók starf andans að aukast og maðurinn fór að búa til áhöld úr steini og jafnvel beini. Svo lærði maðurinn að kveikja eld. Manninum þótti eyðilegur hellisveggurínn sinn, og því tók hann að skreyta hann með myndum. Fyrst mjög ófullkomnum, en smátt og smátt fór myndlistinni fram, er andi mannsins tók að þroskast meir. Er andans framför mannsins var komin svona langt, tóku sumir að skreyta sig með fagurlega lituðum steinum og öðru slíku til þess að bera af öðrum mönnum. Þá voru mennirnir komnir á það hátt andlegt stig, að þeir Fóru að metast á um það, hver þeirra væri mestur og fullkomnastur. Og þá reyndi vitanlega hver sem betur gat að vera sem fullkomnastur. Og þá fleygði mönnunum ört fram andlega. Því að nú þurftu þeir að hugsa meira en áður, Við það þroskaðist heilinn, og andinn óx enn. Svo tóku mennirnir að safnast i stærri hópa en áður og mynd uðu einskonar þjóðfélög, Þá var maðurinn óhultari fyrir dýrum. Svo tók andinn enn meiri framförum, og mennirnir fundu upp að rita niður hugsanir sínar, fyrst með ófullkomnu mynda eða táknletri, en smám saman var letrið endurbætt, og andinn óx enn. Þá fundu mennirnir málma og tóku að gera hluti úr þeim. Fyrst í stað smíðuðu þeir vitanlega vopn og ýmis konar verkfæri, því að maðurinn varð að geta varið sig. Svo eftir því sem andinn óx, tóku mennirnir að finna upp og búa til ýmiss konar vélar. Þær voru vitanlega ofur ófullkomnar í fyrstu, en þegar andi mannsins óx enn, urðu vélarnar fullkomnari, og styrkur handa hans jókst að sama skapi. Og þannig hélt andinn áfram að vaxa, og hönd fólksins varð æ sterkari. Þess vegna á nútímamaðurinn allt sitt að þakka andans framförum mannsins.

Aðalsteinn Brynjólfsson. 3. b.

Úr ritgerðum um „Fyrir andans framför eina fólksins hönd er sterk".

Svo er mál með vexti, að maðurinn er álitinn vitrasta skepna jarðarinnar, (svo álítur hann sjálfur a. m. k.). Allt þetta vit sitt hefur hann öðlazt af brýnni nauðsyn, þar sem hann er tiltölulega veikbyggður, og öll skilningsvit óþroskuð nema sjónin. Þetta gerði manninum nauðsynlegt að taka ýmis náttúrufyrirbrigði í sína þjónustu, svo sem steina, tré, önnur dýr o. fl. Steinana notaði hann í axir, spjóts og örvarodda og fleiri drápstól. Tré notaði hann í boga, í sköpt á örvarodda, í spjót, axir o. s. frv. Auk þess notaði hann tré í hreysi sín, sem stundrim voru byggð á tréstólpum í stöðuvötnum. Smám saman þroskaðíst maðurinn og óx að hugsun og tækni. Hann tók nú að smíða verkfæri og annað slíkt úr málmi.

Hreinn Aðalsteinsson, 3. b.


Maðurinn var, er og verður alla tíð mesta hermikráka, ekki síður en apakötturinn, bróðir hans. Frá upphafi hefur maðurinn verið að reka sig á staðreyndir í náttúrunni og verða fyrir ýmsum skakkaföllum. Hefur hann þá geymt það í huga sér, er honum mátti að gagni koma af því, sem hann hefur séð og reynt, og eins hitt, er honum ber að varast. Mest hefur maðurinn lært af reynslunni. Undirstaða allra verklegra framfara og framkvæmda er þekkingin. Undirstaða þekkingarinnar er menntunin. Hún er mátturinn mikli, er veldur því, að menntaði maðurinn stendur alltaf betur að vígi í þjóðfélaginu en sá ómenntaði eða þekkingarsnauði.

Guðm. Karlsson, 3. b.


Margir trúðu á það máltæki í gamla daga, að bókvitið yrði ekki setl í askana. Þetta hefur nú reynzt alveg öfugt. Á menntun eða þekkingu byggist öll tækni. Með tækni getum við svo innunnið okkur mat í askinn. þekkingin er undirstaða vélaiðnaðarins, sem hefur mest aukið styrkleika „fólkshandarinnar". Sönnun þess eru þjóðirnar. semi skemmst eru á veg komnar í þekkingu og tækni. Þær verða að láta aðrar þjóðir vinna úr hráefnum sínum. í því sambandi vil ég minna á þróunina í okkar eigin atvinnulífi, Íslendinga. Sú þróun er glögg sönnun þess, að „andans fraimför" og tækninnar framför er það. sem gerir okkur það kleift að lifa mannsæmandi lífi í landi okkar.

Halldór Ólafsson, 3. b.

Segðu mér, hverja þú umgengst, og ég skal segja þér, hver þú ert. Þetta orðtak felur í sér mikinn sannleik, sem á öllum tímum og ávallt er í gildi. Hver góður maður reynir að vanda val félaga sinna og getur það haft örlagaríkar afleiðingar. ef illa tekst til með þetta val. Margir unglingar hafa leiðzt afvega fyrir áhrif vondra félaga, sem hafa beitt áhrifum sínum til ills. Sem betur fer eru hinir líka margir, sem hafa bætandi áhrif á félaga sína og umhverfi sitt og koma altaf fram til góðs. Eldri menn segja, að heimur fari versnandi, og allt hafi verið betra, þegar þeir voru ungir. Eg þekki þetta ekki, en er vantrúaður á, að það hafi við rök að styðjast. Það skiptir mestu máli, að menn séu ávallt mótækilegir fyrir göfgandi áhrif frá samtíðarmönnunum, og þá sérstaklega frá foreldrum sínum, sem ávallt reyna að hafa bætandi áhrif á börn sín, svo að þau megi verða góðir þjóðfélagsþegnar. Eitthvað gott býr í öllum mönnum. Ýmsar ástæður geta þó legið til þess, að hið góða fái ekki alltaf notið sín sem skyldi. Eitt er öruggt: Sá. sem reynir að feta í fótspor Jesú Krists, reynir að tileinka sér kenningar hans af heilum hug, verður ætíð góður maður.

Guðm. Þórarinsson. 3. b.