„Blik 1937, 2. tbl./Vetrarstarfið“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Lína 11: Lína 11:


::::[[Sigurður Finnsson|''Sigurður E. Finnsson]]  2.b.''
::::[[Sigurður Finnsson|''Sigurður E. Finnsson]]  2.b.''
{{Blik}}

Útgáfa síðunnar 22. október 2009 kl. 13:51

VETRARSTARFIÐ

ÉG hefi nú dvalið hér við nám í gagnfræðaskólanum í tvo vetur. Allt starfið á þessum tíma hefir mér virst hið ákjósanlegasta. Kennararnir eru að mínu áliti allir mjög viðkunnanlegir og stefna sú, sem þeir hafa tekið við kennslu sína, lofsamleg. Þeim er það mjög mikið áhugamál, að nemendurnir stundi námið vel og nái góðum árangri. Það er mikill kostur við hvern skóla, að kennararnir séu þannig. Nemendurnir hafa allir verið hinir viðkunnanlegustu í öllu viðmóti og samrýmdir. Þess vegna hefir félagslífið verið mjög gott, sérstaklega fyrripartinn í vetur, og hjálpuðust þar allir að til að gera það sem ánægjulegast.
Í skólanum hafa starfað tvö félög í vetur: „Málfundafélagið“ og „Taflfélagið.“ Málfundafélagið hefir nú um langan tíma starfað á hverjum vetri, og vonandi, að svo verði framvegis. Á málfundunum lærum við að koma orðum að hugsunum okkar og geta sett þær fram á góðu máli. Þetta er mjög nauðsynlegt okkur öllum og kemur okkur hvarvetna að notum í lífinu. Taflfélagið hafði að vísu starfað áður innan skólans. En starfsemi þess hefir lengi legið niðri, þangað til í vetur, að það var endurreist og hefir nú starfað vel. Þó að þar séu engir taflmeistarar, hefir það að vonum borið sinn tilætlaða árangur.
Í frístundunum höfum við stundað útiíþróttir undir stjórn Þ. E. kennara. En því miður hafa þær eigi verið eins fjölbreyttar og æskilegt hefði verið. En til þess liggja margar ástæður.
Yfirleitt finnst okkur nemendunum, að okkur hafi farið vel fram og við náð góðum árangri í náminu.
Það er mikið ánægjuefni bæði nemendum og kennurum, þar sem það er víst, að þessi skóli stendur síst að baki öðrum samskonar skólum hér á landi. Ef við lítum á nemendatölu skólans nú og í fyrra, kemur í ljós, að hún hefir nálega tvöfaldast í l.b.
Það er mikið gleðiefni að vera þess meðvitandi, að námshvöt unglinga fari þannig vaxandi. Það ber vott um vaxandi þroska fólksins, að það lætur börnin ganga í skóla, því ein dýrmætasta eign hvers unglings er hagnýt þekking og sá sjóður verður ekki frá honum tekinn. Skólinn hefir nú lokið störfum í þetta sinn og leiðir nemenda og kennara skilja. Öll eigum við margar endurminningar frá vetrinum, sem minna okkur á glæðværar og ánægjulegar samverustundir.
Að síðustu vil ég hvetja alla unglinga hér til að stunda nám í gagnfræðaskólanum. Þið megið trúa því, að það verður happasælla en að leika lausum hala í aðgerðarleysi meiri hluta vetrarins.
Fáfræðin er sárasta fátæktin. Eiturlyfjanautn er vísasta afleiðing aðgerðarleysisins.

Sigurður E. Finnsson 2.b.