„Blik 1939, 5. tbl./Samúð álfkonunnar“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
m (Verndaði „Blik 1939, 5.tbl./Samúð álfkonunnar“ [edit=sysop:move=sysop]) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 7. október 2009 kl. 11:47
- Samúð álfkonunnar.
- —————
- Samúð álfkonunnar.
Einu sinni var lítil stúlka hjá vandalausu fólki á bænum Björnskoti undir Eyjafjöllum. Hún var eitthvað 11 ára gömul, þegar atburður sá gerðist, er hér segir frá.
Þá var siður og þótti sjálfsagt að hlýða á aftansöng. Fer nú fólkið til kirkju og skilur stúlkuna eina eftir heima. Átti hún að ljúka við eitthvert verk, sem var ógert, þegar fólkið fór. Þegar hún hafði lokið því, leggst hún upp í rúmið sitt í myrkrinu og fer að gráta. Eftir dálítinn tíma heyrir hún, að komið er inn göngin og inn í baðstofu. Er það kona, sem heldur á kerti í annari hendi, en svolitlum nóa (lítill askur) í hinni. Hún ávarpar stúlkuna mjög hlýlega og segir: „Vertu ekki að gráta, Gunna mín.“ Fær hún síðan stúlkunni nóann og er í honum kjöt og flot. Stúlkan borðar með beztu lyst og þakkar svo konunni fyrir sig. Síðan kveður konan hana jafn hlýlega og segir henni að láta liggja betur á sér. En konuna hafði hún hvorki séð fyrr né seinna. Var álitið, að ekki gæti verið um annað að ræða en álfkonu, því að á þessum
bæ var einbýli og nokkuð langt til annara bæja.
Sögu þessa hefi ég skráð eftir ömmu minni, Jóhönnu Magnúsdóttur, og veit hún ekki til, að hún hafi verið skráð fyrr.
- Jóhanna Guðjónsdóttir
- frá Hlíðardal í Ve. (II. b.)
- Jóhanna Guðjónsdóttir