„Blik 1936, 3. tbl./Sjómannskonan“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: SJÓMANNSKONAN Ein í svölum aftanblænum úti sjómannskonan stóð; mann sinn á hún úti á sænum, ötull fiskar hann á lóð; fjögur á hún börn í bænum, björt á svi...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
SJÓMANNSKONAN
==Blik 1936, 3. tbl.==
'''SJÓMANNSKONAN'''


Ein í svölum aftanblænum
Ein í svölum aftanblænum
Lína 17: Lína 18:
Ef ad vindur ólmur þýtur,
Ef ad vindur ólmur þýtur,


eða dökknar himininn,
eða dökknar himinninn,


svefns né værðar vart hún nýtur,
svefns né værðar vart hún nýtur,

Útgáfa síðunnar 13. september 2009 kl. 18:20

Blik 1936, 3. tbl.

SJÓMANNSKONAN

Ein í svölum aftanblænum

úti sjómannskonan stóð;

mann sinn á hún úti á sænum,

ötull fiskar hann á lóð;

fjögur á hún börn í bænum,

björt á svip og æskurjóð.


Ef ad vindur ólmur þýtur,

eða dökknar himinninn,

svefns né værðar vart hún nýtur,

var svo og í þetta sinn.

Andvarpandi upp hún lítur:

»Æ, hve syrtir, drottinn minn!«


Öldur dans með ströndum stíga,

stormur þeytti lúður sinn.

Og í hafið hlaut ad síga

hlaðinn fiskibáturinn.

Bylgjur rísa, bylgjur hníga,

beljar næturvindurinn.


Ein í svölum aftanblænum

ekkjan föl og döpur stóð.

Fjøgur á hún børn í bænum,

bjørt á svip og æskurjóð.

Er sem hver ein alda á sænum

ymji henni sorgarljóð.


Sigurbjörn Sveinsson.