„Vatnsveitan“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 18: Lína 18:
Örlög sjóveitunnar urðu þau að hún eyðilagðist í gosinu en geyminn má sjá í hraunjaðrinum við Skansinn.
Örlög sjóveitunnar urðu þau að hún eyðilagðist í gosinu en geyminn má sjá í hraunjaðrinum við Skansinn.


Ekki hafa leiðslurnar fengið að hvíla í friði. Nokkrum árum eftir að leiðslurnar komust í gagnið [[Heimaeyjargosið|gaus]] í Heimaey og í gosinu slitnaði önnur leiðslan.
Ekki hafa leiðslurnar fengið að hvíla í friði. Nokkrum árum eftir að leiðslurnar komust í gagnið [[Heimaeyjargosið|gaus]] í Heimaey og í gosinu slitnaði önnur leiðslan. Þegar það gerðist urðu menn hræddir um að næsta leiðsla færi og var því hraunkæling aukin. Hún var einnig aukin til þess að hraunflaumurinn lokaði ekki höfninni algerlega.
 
Árið 2004 urðu skemmdir í vatnsleiðslunum þess valdandi að Eyjamenn voru beðnir um að takmarka notkun vatns eins og mögulegt væri. Fiskvinnslufyrirtæki hlutu einhvern skaða af, þar sem að mikið vatn þarf til fiskvinnslu. Vatnstankurinn við Löngulág var tekinn í notkun í fyrsta skipti í mörg ár. Gamlir Eyjamenn minntust þá gamalla tíma þegar safna þurfti öllu vatni og ekkert mátti fara til spillist. Leiðslurnar voru lagaðar og komust í fullan gang en Vestmannaeyingar voru enn og aftur áminntir á það hversu dýrmætt vatnið er okkur.

Útgáfa síðunnar 24. júní 2005 kl. 12:52

Sjóveita

Borað eftir vatni sunnan undir Skiphellum. Ljósmynd, Sigurgeir Jónasson.

Árið 1933 er lokið var við gerð sjóveitu. Í sjóveitu var sjór hreinsaður og leiddur í hús og í fiskvinnslu á pallakrónum. Leiðslan var lögð í sjúkrahúsið um það leyti og sparaði mjög akstur á vatni.

Vatnsöflun vandamál

Vatnsöflun var alltaf mikið vandamál og vatnsbólin á Heimaey nægðu engan vegin vatnsþörf manna og það var einnig vandi að varðveita neysluvatnið. Upp úr aldamótum 1900 hófu menn að setja brunna í húsin sín og var sett vatnsbrunn í Frydendal einna fyrstra húsa. Eftir 1925 var gert að skyldu að byggja vatnsbrunna við hús og árið 1929 kom í fyrsta sinn fram tillaga um borun eftir vatni. Árið 1931 var gerð efnarannsókn á vatni og reyndist af því saltbragð og í því fannst einnig járnborið grugg. Á kreppuárunum lá vatnsöflunarmálið niðri að mestu. Vatnið hafði slæm áhrif á tennur og líkama fólks. Ekki var óalgengt að börn fengu falskar tennur í fermingargjöf og orsök þess er sót frá olíu- og kolareyk og einnig báru fuglar óhreinindi og drituðu á þökin.

Áhrif eldgosa hafði slæm áhrif á gæðin

Gos í Heklu 1947 hafði slæm áhrif á gæði vatnsins. Eftir seinni heimsstyrjöldina var oft borað eftir vatni, án árangurs. Aðeins sjór kom upp. Voru þá orðin vandræði vegna fiskiðnaðar, þrátt fyrir notkun á hreinsuðum sjó úr sjóveitu. Um 1960 var farið að skoða möguleika á vatnsleiðslu frá fastalandinu. Surtseyjargosið 1963 olli því að hvað eftir annað féll aska á húsþök og gerði safnvatnið af þökunum ódrykkjarhæft.

Boranir skiluðu ekki árangri

Árið 1964 var svo haldið áfram að bora. Borholan var 1565 metra djúp og var boruð sunnan undir Skiphellum, fyrir norðan . Borkjarnar gáfu margar mikilsverðar upplýsingar um jarðsögu Vestmannaeyja en ekkert vatn.

Vestmannaeyingar hafa í gegnum aldirnar þurft að búast við vatnsskorti. Árið 1966 var mikill vatnskortur eftir þurrkasumar og var vatn flutt með skipum frá Reykjavík sem var afar dýr framkvæmd og dugði hvergi til. Langir biðlistar voru eftir vatni og fóru vatnsbílar með litla skammta af vatni á heimilin. Vatn var munaðarvara og varla mátti dropi fara til spillis. Það hefur fylgt Vestmannaeyingum að fara vel með vatn og fyrir rennandi krana er ávallt lokað. Frekari boranir virtust útilokaðar og reyndu menn nú að finna góða og hagstæða leið til þess að nægt vatn. Hugmyndir um að nota kjarnorku til að framleiða neysluvatn en að lokum voru tvær leiðir eftir: Eiming sjávar og leiðsla frá landi.

Leiðsla frá fastalandinu

Mikill mannfjöldi safnaðist saman á bryggjunni þegar opnað var fyrir vatnið. Ljósmynd, Sigurgeir Jónassson.

Það ár var tillaga um vatnsleiðslu borin upp á fundi bæjarstjórnar. Hún var samþykkt með öllum atkvæðum. Vatnsmálið er eitt stærsta mál er komið hefur til kasta bæjarstjórnar, mál sem var hafið yfir flokkadrætti í bæjarstjórn og meðal bæjarbúa. Vatnsleiðslurnar var lagðar árin 1968 og 1971 upp á Landeyjasand. Dráttarskipið H.P. Lading renndi kaplinum í sjóinn í júlímánuði 1968. Lengd leiðslanna er 22,5 km.

Örlög sjóveitunnar urðu þau að hún eyðilagðist í gosinu en geyminn má sjá í hraunjaðrinum við Skansinn.

Ekki hafa leiðslurnar fengið að hvíla í friði. Nokkrum árum eftir að leiðslurnar komust í gagnið gaus í Heimaey og í gosinu slitnaði önnur leiðslan. Þegar það gerðist urðu menn hræddir um að næsta leiðsla færi og var því hraunkæling aukin. Hún var einnig aukin til þess að hraunflaumurinn lokaði ekki höfninni algerlega.

Árið 2004 urðu skemmdir í vatnsleiðslunum þess valdandi að Eyjamenn voru beðnir um að takmarka notkun vatns eins og mögulegt væri. Fiskvinnslufyrirtæki hlutu einhvern skaða af, þar sem að mikið vatn þarf til fiskvinnslu. Vatnstankurinn við Löngulág var tekinn í notkun í fyrsta skipti í mörg ár. Gamlir Eyjamenn minntust þá gamalla tíma þegar safna þurfti öllu vatni og ekkert mátti fara til spillist. Leiðslurnar voru lagaðar og komust í fullan gang en Vestmannaeyingar voru enn og aftur áminntir á það hversu dýrmætt vatnið er okkur.