„Söngfélag Vestmannaeyja“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 12: | Lína 12: | ||
* [[Þorsteinn Þ. Víglundsson]]. ''[[Blik]], ársrit gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum''. 1967.}} | * [[Þorsteinn Þ. Víglundsson]]. ''[[Blik]], ársrit gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum''. 1967.}} | ||
[[Flokkur: | [[Flokkur:Félög]] | ||
[[Flokkur:Tónlist]] |
Útgáfa síðunnar 27. ágúst 2007 kl. 08:34
Sigfús Árnason var brautryðjandi í Vestmannaeyjum um iðkun tónlistar í kirkju og heimahúsum. Eftir að hafa verið organisti í 15 ár í Landakirkju fékk hann duglega menn í lið með sér til þess að stofna og starfrækja söngfélag eða söngkór í Vestmannaeyjum. Ákveðið var að söngkór þessi yrði kallaður karlakór Söngfélag Vestmannaeyja.
Söngfélag Vestmannaeyja var stofnað 5. nóvember 1894. Stofnendur félagsins voru 20 karlmenn en aðalforgöngumenn söngfélagsins voru Sigfús Árnason organisti, Árni Filippusson verslunarmaður og fyrrverandi barnakennari í Vestmannaeyjum og Eiríkur Hjálmarsson kennari á Vegamótum.
Þegar Söngfélagið hafði starfað í 2-3 ár tók að bera á óstundvísi félagsmanna á söngæfingar. Voru þá kosnir sérstakir trúnaðarmenn til þess að hvetja félagsmenn til stundvísi og ástundunar. Þessir menn voru lengst af Kristján Ingimundarson frá Gjábakka, Sveinn P. Scheving, Guðlaugur Vigfússon, Arngrímur Sveinbjörnsson, Jóhannes Hannesson og Pétur Lárusson.
Þann 6. janúar 1895 hélt Söngfélag Vestmannaeyja fyrsta opinbera samsönginn fyrir Eyjamenn og sá næsti var viku síðar. Þessir samsöngvar tókust vel og efldu áhuga kórfélaganna. Enn söng kórinn fyrir almenning 23. mars 1895. Reglulega eftir það hélt Söngfélagið samsöng fyrir almenning sem oftast tókst vel og var vel mætt á.
Eftir að Sigfús og kona hans skildu að borði og sæng fluttist Sigfús í burtu og voru þá dagar Söngfélags Vestmannaeyja taldir.
Heimildir
- Þorsteinn Þ. Víglundsson. Blik, ársrit gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum. 1967.