„Grímur Gíslason (Haukabergi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Grímur Gíslason.jpg|thumb|250px|Grímur]]
[[Mynd:Grímur Gíslason.jpg|thumb|250px|Grímur]]
'''Grímur Gíslason''', [[Fell]]i, fæddist á Stokkseyri 20. apríl 1898 og lést 31. mars 1980. Hann kvæntist [[Guðbjörg Magnúsdóttir|Guðbjörgu Magnúsdóttur]] frá Felli árið 191 og eignuðust þau fjögur börn. Þau slitu samvistum.  
'''Grímur Gíslason''', [[Fell]]i, fæddist á Stokkseyri 20. apríl 1898 og lést 31. mars 1980. Foreldrar hans voru  Gísli Gíslason, bóndi í Bugum og síðar lengi á Grund í Stokkseyrarhverfi og Sigríður Margrét Jónsdóttir.
 
Grímur kvæntist [[Guðbjörg Magnúsdóttir|Guðbjörgu Magnúsdóttur]] frá Felli og eignuðust þau fjögur börn. Þau slitu samvistum.  


Grímur byrjaði ungur sjómennsku. Formennsku byrjar hann á [[Kristbjörg II|Kristbjörgu II]] árið 1926 sem þá var nýr bátur í eigu Gríms og tengdaföður hans, [[Magnús Magnússon (Felli)|Magnúsar]] á [[Fell]]i. Var Grímur formaður á Kristbjörgu II til ársins 1952. Þá hætti Grímur sjómennsku. Hann hóf vinnu í [[Vinnslustöðin]]ni en hann var einn af stofnendum og eigendum fyrirtækisins. Þar starfaði hann í tuttugu ár eða fram til ársins 1972.  
Grímur byrjaði ungur sjómennsku. Formennsku byrjar hann á [[Kristbjörg II|Kristbjörgu II]] árið 1926 sem þá var nýr bátur í eigu Gríms og tengdaföður hans, [[Magnús Magnússon (Felli)|Magnúsar]] á [[Fell]]i. Var Grímur formaður á Kristbjörgu II til ársins 1952. Þá hætti Grímur sjómennsku. Hann hóf vinnu í [[Vinnslustöðin]]ni en hann var einn af stofnendum og eigendum fyrirtækisins. Þar starfaði hann í tuttugu ár eða fram til ársins 1972.  

Útgáfa síðunnar 27. júlí 2007 kl. 11:12

Grímur

Grímur Gíslason, Felli, fæddist á Stokkseyri 20. apríl 1898 og lést 31. mars 1980. Foreldrar hans voru Gísli Gíslason, bóndi í Bugum og síðar lengi á Grund í Stokkseyrarhverfi og Sigríður Margrét Jónsdóttir.

Grímur kvæntist Guðbjörgu Magnúsdóttur frá Felli og eignuðust þau fjögur börn. Þau slitu samvistum.

Grímur byrjaði ungur sjómennsku. Formennsku byrjar hann á Kristbjörgu II árið 1926 sem þá var nýr bátur í eigu Gríms og tengdaföður hans, Magnúsar á Felli. Var Grímur formaður á Kristbjörgu II til ársins 1952. Þá hætti Grímur sjómennsku. Hann hóf vinnu í Vinnslustöðinni en hann var einn af stofnendum og eigendum fyrirtækisins. Þar starfaði hann í tuttugu ár eða fram til ársins 1972.

Grímur var einn af stofnendum Skipstjóra og stýrimannafélagsins Verðanda og vann mikið með því.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Grím:

Grími löngum gefst að ná
góðum mörgum hlutnum.
Kannar ennþá krappan sjá
Kristbjargar í skutnum.

Heimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.
  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
  • Sjómannadagsblað Vestmannaeyja. Vestmannaeyjum, 1980.