„Heimaslóð:Um Heimaslóð“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 40: | Lína 40: | ||
Innskráning gagna á Heimaslóð hófst í júní 2005, eftir nokkra undirbúningsvinnu. Þar var hópur ungra manna á ferð. Fóru [[Smári P. McCarthy]] og [[Notandi:Skapti|Skapti Örn Ólafsson]] fyrir verkefninu. Með störfuðu [[Notandi:Daniel|Daníel Steingrímsson]], [[Notandi:Jonas|Jónas Höskuldsson]] og [[Notandi:Simmi|Sigmar Þór Hávarðarson]]. Vefurinn fór í fulla vinnslu í júní 2005. [[Sigurgeir Jónsson]] kennari tók að sér að prófarkalesa greinar og hefur farið yfir greinar vefsins síðan. Vefurinn fékk heitið Heimaslóð og vann hópurinn í honum þetta sumar. Vefurinn var svo formlega opnaður þann 12. nóvember 2005 á nótt safnanna í Eyjum. Síðan þá hefur vefurinn verið í stöðugri þróun og unnið að honum af öðrum starfsmönnum og íbúum Vestmannaeyja sem og brottfluttum Vestmannaeyingum. | Innskráning gagna á Heimaslóð hófst í júní 2005, eftir nokkra undirbúningsvinnu. Þar var hópur ungra manna á ferð. Fóru [[Smári P. McCarthy]] og [[Notandi:Skapti|Skapti Örn Ólafsson]] fyrir verkefninu. Með störfuðu [[Notandi:Daniel|Daníel Steingrímsson]], [[Notandi:Jonas|Jónas Höskuldsson]] og [[Notandi:Simmi|Sigmar Þór Hávarðarson]]. Vefurinn fór í fulla vinnslu í júní 2005. [[Sigurgeir Jónsson]] kennari tók að sér að prófarkalesa greinar og hefur farið yfir greinar vefsins síðan. Vefurinn fékk heitið Heimaslóð og vann hópurinn í honum þetta sumar. Vefurinn var svo formlega opnaður þann 12. nóvember 2005 á nótt safnanna í Eyjum. Síðan þá hefur vefurinn verið í stöðugri þróun og unnið að honum af öðrum starfsmönnum og íbúum Vestmannaeyja sem og brottfluttum Vestmannaeyingum. | ||
[[Mynd:Fréttablaðið 25. júní 2007.JPG|thumb|250px|Grein um Heimaslóð sem birtist í Fréttablaðinu 25. júlí 2007.]] | |||
Sumarið 2006 var enn unnið af krafti við vefinn og kom Daníel aftur að gerð vefsins og með honum voru [[Margrét Rós Ingólfsdóttir]] og [[Sindri Freyr Ragnarsson]]. Áhersla var lögð á að bæta greinar og að myndskreyta. Miklu af upplýsingum um fólk og hús var safnað og sett á Heimaslóð. | Sumarið 2006 var enn unnið af krafti við vefinn og kom Daníel aftur að gerð vefsins og með honum voru [[Margrét Rós Ingólfsdóttir]] og [[Sindri Freyr Ragnarsson]]. Áhersla var lögð á að bæta greinar og að myndskreyta. Miklu af upplýsingum um fólk og hús var safnað og sett á Heimaslóð. | ||
Útgáfa síðunnar 25. júlí 2007 kl. 13:57
Heimaslóð er sögu-, menningar- og náttúrufarsvefur um Vestmannaeyjar sem rekinn er af Vestmannaeyjabæ. Efni vefsins kemur frá fjölmörgum aðilum. Vefurinn er í stöðugri endurnýjun og á hverjum degi eru greinar uppfærðar eða skrifaðar. Fjölmargir aðilar standa að uppbyggingu vefsins. Þér er boðið að vafra um vefinn, njóta þeirra upplýsinga sem þar er að finna eða að taka þátt í því skemmtilega verkefni að gera vefinn betri og koma að uppbyggingu hans.
Menntamálaráðuneytið í samstarfi við iðnaðarráðuneytið hefur úthlutað styrk til þessa verkefnis til skráningar og miðlunar stafræns menningarefnis á landsbyggðinni. Verkefnið er hluti af Opinni menningu.
Atvinnuleysistryggingasjóður hefur veitt styrki í verkefnið og Nýsköpunarsjóður Námsmanna kom að verkefninu. Sparisjóður Vestmannaeyja hefur veitt styrk í verkefnið.
Nafnið
Nafn Heimaslóðar er fengið úr hinu fræga ljóði Ása í Bæ, sem hljóðar þannig:
- Meðan öldur á Eiðinu brotna
- og unir fugl við klettaskor.
- Mun ég leita í Eyjarnar eins og fyrr
- í æsku minnar spor.
- Þar sem lundinn er ljúfastur fugla
- þar sem lifði Siggi bonn
- og Binni hann sótti í sjávardjúp
- sextíu þúsund tonn.
- Meðan lífsþorstinn leitar á hjörtun
- meðan leiftrar augans glóð,
- þó á höfðanum þjóti ein þrettán stig
- ég þrái heimaslóð.
- — Ási í Bæ
Notkun
Til þess að bæta við Heimaslóð þá þarf að vera innskráður. Hægt er að sækja um aðgang með því að senda tölvupóst á heimaslod@heimaslod.is. Taka skal fram hvaða notandanafn er óskað eftir, hvaða lykilorð skal fylgja, og hvaða tölvupóstfang skal tengja við það. Aðgangur er ókeypis og opinn hverjum þeim sem óskar.
Til að sjá yfirlit yfir hvernig vefurinn virkar er hægt að fara á Hjálp:Efnisyfirlit.
Til að fá hjálp við að breyta greinum og helstu notkunarreglur þá skal fara í Leiðbeiningar.
Saga
Árið 2000 varð til samvinnuverkefni milli Mannfræðistofnunar Háskóla Íslands, Landmats ehf og Vestmannaeyjabæjar um gerð vefs um Vestmannaeyjar og sögu þeirra. Vefurinn bar heitið Eyjavefurinn og var gerður til minningar um Þorstein Þ. Víglundsson menningarfrömuð. Frosti Gíslason vann að gerð vefsins ásamt fleiri aðilum og vildi hann halda verkefninu áfram og gefa fleiri aðilum kost á að taka þátt í verkefninu. Það tókst árið 2005 þegar Smári P. McCarthy kom með þá tillögu að útbúa nýjan vef á Wiki-formi, þannig að innskráðir notendur gætu breytt greinum og lagað. Þetta var gert og sú vinna sem var lögð í Eyjavefinn sett inn í þetta nýja snið.
Innskráning gagna á Heimaslóð hófst í júní 2005, eftir nokkra undirbúningsvinnu. Þar var hópur ungra manna á ferð. Fóru Smári P. McCarthy og Skapti Örn Ólafsson fyrir verkefninu. Með störfuðu Daníel Steingrímsson, Jónas Höskuldsson og Sigmar Þór Hávarðarson. Vefurinn fór í fulla vinnslu í júní 2005. Sigurgeir Jónsson kennari tók að sér að prófarkalesa greinar og hefur farið yfir greinar vefsins síðan. Vefurinn fékk heitið Heimaslóð og vann hópurinn í honum þetta sumar. Vefurinn var svo formlega opnaður þann 12. nóvember 2005 á nótt safnanna í Eyjum. Síðan þá hefur vefurinn verið í stöðugri þróun og unnið að honum af öðrum starfsmönnum og íbúum Vestmannaeyja sem og brottfluttum Vestmannaeyingum.
Sumarið 2006 var enn unnið af krafti við vefinn og kom Daníel aftur að gerð vefsins og með honum voru Margrét Rós Ingólfsdóttir og Sindri Freyr Ragnarsson. Áhersla var lögð á að bæta greinar og að myndskreyta. Miklu af upplýsingum um fólk og hús var safnað og sett á Heimaslóð.
Þá hefur einnig fjöldi sjálfboðaliða tekið þátt í verkefninu og skrifað greinar og komið efni á framfæri.
Hugbúnaður
Heimaslóð keyrir á breyttri útgáfu Mediawiki hugbúnaðarins, sem er frjáls hugbúnaður, gefinn út undir skilmálum GNU General Public Licence. Breytingarnar sem hafa verið gerðar eru meðal annars til þess að uppfylla Dublin Core lýsigagnastaðalinn.