Hjálp:Leiðbeiningar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Að fá úthlutað notandaheiti og lykilorði

Ef þú vilt breyta og bæta upplýsingarnar á Heimaslóð getur þú fengið úthlutað notendaheiti og lykilorð á Heimaslóð.

Sendu okkur póst á heimaslod@heimaslod.is eða hafðu samband við Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar. Taka skal fram hvaða notandanafni er óskað eftir, hvaða lykilorð skal fylgja, og hvaða tölvupóstfang skal tengja við það.

Að skrá sig inn

Til þess að skrá sig inn skal ýta á Innskrá takkan, og slá þar inn notandanafn og lykilorð.

Stillingar

Þegar að þú ert innskráð(ur) getur þú breytt ýmsum stillingum fyrir þig með því að smella á Stillingar.

Notandaupplýsingar

Á notandaupplýsingablaðinu er hægt að stilla nokkra hluti:

  • Fullt nafn
  • Tölvupóstfangið
  • Banna eða leyfa tölvupóst frá öðrum notendum
  • Gælunafnið þitt (fyrir undirskriftir)
  • Kveikja eða slökkva á hráum undirskriftum
    • Hrá undirskrift er undirskrift sem tengist ekki sjálfvirkt yfir á notandasíðuna þína.
  • Tungumál viðmóts
    • Hugbúnaðurinn er til á ótal tungumálum, sem þú getur valið um - allt frá farsi að íslensku.
  • Breyta lykilorði

Valblaðsstillingar

Þessar stillingar má nota til þess að stjórna hliðrun valblaðsins í ákveðnum þemum; en fyrir staðlaða þemað í Heimaslóð hefur þessi stilling ekkert að segja.

Þema

Búið er að búa til sérstakt þema fyrir Heimaslóð, en innskráðir notendur geta samt valið sér um nokkrar aðrar þemur, og er það gert hér.

Stærðfræði

Best er að láta þetta eiga sig - við notum þetta hvort eð er ekki mikið í Heimaslóð.

Tímabelti

Nýlegar breytingar og stubbar

Leitarniðurstöður

Ýmsar stillingar

Að breyta síðu

Til þess að breyta síðu þarf bara að smella á "breyta" takkann. Þá opnast viðmót með textaritli þar sem hægt er að gera breytingar á efni síðunnar. Ofan við ritilinn er tækjastika, og neðan við er reitur þar sem ætlast er til þess að breytingarnar sem gerðar eru séu útskýrðar á einfaldan hátt, ásamt tveimur valmöguleikum - annarsvegar það hvort að breytingin sé minniháttar, og hinsvegar hvort að þú viljir vakta síðuna í framtíðinni til þess að vita af öðrum breytingum sem gerðar eru.

Síðast en ekki síst eru takkarnir "Vista" og "Forsýn"; fyrri takkinn vistar breytingarnar í gagnagrunninn þannig að allir sjá þær, en seinni takkinn getur verið gagnlegur til þess að sjá hvernig breytingar taka sig út án þess að gera þær öllum sýnilegar.

Minniháttar breytingar

Minniháttar breyting er sú breyting sem hefur engin áhrif á efnisinnihald greinarinnar, heldur eingöngu uppsetningu, málfar (en þó ekki orðalag!) og stafsetningu. Verulegar breytingar á uppsetningu ættu þó ekki að vera merktar sem minniháttar.

Um stíl og málvenjur

Alltaf skal skrifa texta greina á þannig hátt að upplýsingarnar sem koma þar fram séu óhlutdrægar (NPOV) og sannar. Nota skal breiðletrun á það orð í fyrstu setningu greinarinnar sem best lýsir greininni, þá helst nafn greinarinnar sjálfrar. Þá skal forast að nota breiðletrun annarsstaðar í greininni, og þá nota það sparlega. Skáletrun skal nota til þess að leggja áherslu á tiltekin orð, þá einkum orð sem eru vafasöm eða villandi, t.d. „Elliðaey kann e.t.v eitt sinn að hafa kallast H-ellirey, sökum hellanna tveggja sem þar eru.“

  • Nota skal „íslenskar gæsalappir“ (Alt0132 og Alt0147).
  • Telja skal upp heimildir, sé þess þörf.

Lýsigögn

Ýmis lýsigagnatög hafa verið tekin í notkun til þess að aðstoða við lýsigagnagerð:

  • <meta:creator>Aðalhöfundur greinar</meta:creator>
  • <meta:description>Lýsing á grein</meta:description>
  • <meta:subject>Stikkorð greinar, aðgreind með kommum.</meta:subject>
  • <meta:relation>Heimildir. Þetta má nota oft til þess að lýsa mörgum heimildum.</meta:relation>
  • <meta:source>Ef að greinin er beinskrifuð úr annari heimild skal hún átalin hér.</meta:source>

Allar aðrar gerðir lýsigagna eru sjálfvirkt virkjaðar úr greininni án afskipta notanda. Lýsigagnakerfið uppfyllir Dublin Core staðalinn.

Um Wikikóða

Sjá Hjálp:Breyta.

Verkfæri

Að hlaða inn myndum

Ritstjórar

Leiðbeiningarnar hér að neðan eru ætlaðar þeim sem hafa ritstjóraréttindi á síðunni. Ritstjórar geta gert ýmislegt sem aðrir geta ekki, t.d. búið til notendur, eytt síðum, fært síður, læst og aflæst síðum og tekið til baka breytingar eftir aðra notendur.

Að búa til nýja notendur

Að færa síðu

Að eyða síðu

Að taka til baka breytingar

Að gefa notendum ritstjóraréttindi