„Ólafur Vigfússon (Gíslholti)“: Munur á milli breytinga
Fara í flakk
Fara í leit
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 21: | Lína 21: | ||
* ''Sjómannadagsblað Vestmannaeyja.'' 1995.}} | * ''Sjómannadagsblað Vestmannaeyja.'' 1995.}} | ||
[[Flokkur:Formenn]] | [[Flokkur:Formenn]] | ||
[[Flokkur:Fólk fætt á 19. öld]] | |||
[[Flokkur:Fólk dáið á 20. öld]] | |||
[[Flokkur:Íbúar við Landagötu]] |
Útgáfa síðunnar 27. júní 2007 kl. 16:23
Ólafur Vigfússon, Gíslholti, fæddist undir Eyjafjöllum 21. ágúst 1891 og lést 15. maí 1974. Kona Ólafs var Kristín Jónsdóttir. Þau bjuggu að Gíslholti við Landagötu og áttu börn og buru. Afkomendur Ólafs og Kristínar eru margir og búa flestir í Vestmannaeyjum.
Árið 1911 fór Ólafur til Vestmannaeyja og árið 1920 hóf hann formennsku á Heklu. Eftir það var Ólafur með ýmsa báta, þar á meðal Skallagrím, Óskar og Skúla fógeta. Formennsku gegndi hann allt til ársins 1950.
Loftur Guðmundsson samdi eitt sinn formannsvísu um Ólaf:
- Ólaf á Skúla ölduslark
- ægir lítt né tefur,
- við sædrif, vos og veðrahark,
- vanist löngum hefur.
Óskar Kárason samdi einnig um Ólaf:
- Fúsa Óli fer á ról
- fár þó gjóli tíðum,
- Skúla sjóli sævarból
- sigli kjóli fríðum.
Heimildir
- Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja. 1995.