„Þorsteinn Lúther Jónsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 13: Lína 13:
}}
}}


[[Flokkur:Fólk]]
[[Flokkur:Kennarar]]
[[Flokkur:Prestar]]
[[Flokkur:Prestar]]
[[Flokkur:Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur:Fólk dáið á 20. öld]]

Útgáfa síðunnar 27. júní 2007 kl. 15:35

Þorsteinn Lúther Jónsson var prestur Vestmannaeyinga frá árinu 1961 til 1975. Hann var fæddur í Reykjavík 9. júlí 1906 og lést 4. október 1979 Foreldrar hans voru Jón Þorsteinsson bóndi í Ártúnum á Rangárvöllum og kona hans María Guðlaugsdóttir. Kona Þorsteins var Júlía Matthíasdóttir.

Þorsteinn varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1930 og cand. theol. frá Háskóla Íslands 1934. Hann var við framhaldsnám í Kaupmannahöfn og Uppsölum og lagði stund á kennimannlega guðfræði, sérstaklega sálfræði. Þorsteinn fékk veitingu fyrir Miklaholtsprestakalli árið 1934. Hann sat á Kolbeinsstöðum 1934 til 1936, síðan í Söðulsholti, sem þá var gert að prestssetri.

Þorsteinn var svo skipaður sóknarprestur í Vestmannaeyjaprestakalli og gegndi því starfi ásamt séra Jóhanni Hlíðar til 1972. Séra Þorsteinn var prestur Vestmannaeyinga þegar eldgosið á Heimaey hófst í ársbyrjun 1973 og er Vestmannaeyingar fluttust burt frá Heimaey vann hann mikið og gott starf fyrir þá meðan þeir dvöldu uppi á fastalandinu og einnig fyrir þá sem störfuðu úti í Eyjum meðan á eldgosinu stóð. Hélt með Vestmannaeyingum guðsþjónustur bæði í Eyjum og í Reykjavík og víðar. Séra Þorsteinn stundaði einnig kennslustörf meðan hann dvaldi í Vestmannaeyjum.

Hann andaðist í Hafnarfirði árið 1979, 73 ára gamall.



Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.