„Árni Vilhjálmsson (læknir)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Árni Vilhjálmsson''' læknir fæddist 23. júní 1894 á Ytri- Brekkum í N.-Þing. og lést 9. apríl 1977 í Rvk.<br> Foreldrar hans Vilhjálmur Guðmundsson bóndi, f. 16. janúar 1854, d. 13. september 1912, og Sigríður Davíðsdóttir húsfreyja, f. 7. júlí 1852, d. 8. júní 1921. Árni var læknir í Eyjum frá júlí 1922 til júní 1923.<br> Þau Aagot giftu sig 1920, eignuðust ellefu börn. I. Kona Árna var Aagot Fougner Vilhjálmsson, f. Johansen hús...)
 
m (Verndaði „Árni Vilhjálmsson (læknir)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 

Núverandi breyting frá og með 22. janúar 2026 kl. 13:42

Árni Vilhjálmsson læknir fæddist 23. júní 1894 á Ytri- Brekkum í N.-Þing. og lést 9. apríl 1977 í Rvk.
Foreldrar hans Vilhjálmur Guðmundsson bóndi, f. 16. janúar 1854, d. 13. september 1912, og Sigríður Davíðsdóttir húsfreyja, f. 7. júlí 1852, d. 8. júní 1921.

Árni var læknir í Eyjum frá júlí 1922 til júní 1923.
Þau Aagot giftu sig 1920, eignuðust ellefu börn.

I. Kona Árna var Aagot Fougner Vilhjálmsson, f. Johansen húsfreyja, f. 7. apríl 1900, d. 15. október 1995. Foreldrar hennar Rolf Johansen kaupmaður og póstafgreiðslumaður á Reyðarfirði, síðar skrifstofumaður í Rvk, f. 14. janúar 1874, d. 3. maí 1950, og kona hans Kittý Johansen, f. Øverland húsfreyja, f. 23. apríl 1876, d. 26. febrúar 1930.
Börn þeirra:
1. Snorri Árnason lögfræðingur, sýslufulltrúi á Selfossi, f. 10. júlí 1921, d. 21. desember 1972.
2. Kjartan Árnason héraðslæknir á Höfn í Hornafirði, f. 8. desember 1922 á Þorvaldseyri, d. 21. maí 1978.
3. Árni Árnason sjómaður, tæknifræðingur, framkvæmdastjóri á Akureyri, bæjarfulltrúi, f. 26. nóvember 1924, d. 26. mars 2002.
4. Kristín Sigríður Árnadóttir kaupmaður á Seltjarnarnesi, f. 30. júní 1926, d. 20. júlí 2017.
5. Sigrún Árnadóttir cand. phil., húsmæðrakennari, ritstjóri og þýðandi í Rvk, f. 6. september 1927, d. 9. júlí 2021.
6. Valborg Árnadóttir hjúkrunarfræðingur í Rvk, f. 12. febrúar 1930, d. 12. janúar 2018.
7. Vilhjálmur Árnason járnsmiður í Kópavogi, f. 20. apríl 1933, d. 22. júní 2017.
8. Aagot Árnadóttir fulltrúi í Mosfellsbæ, f. 7. apríl 1935.
9. Rolf Fougner Árnason bæjartæknifræðingur á Blönduósi, f. 3. nóvember 1937, d. 3. júní 2014.
10. Aðalbjörg Árnadóttir hjúkrunarfræðingur í Rvk, f. 17. janúar 1939, d. 6. janúar 2015.
11. Þórólfur Árnason verslunarmaður í Bessastaðahreppi, f. 9. nóvember 1941.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.