„Ágúst Engilbert Blómquist Sveinsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Ágúst Engilbert Blómquist Sveinsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Agust Engilbert Blomquist Sveinsson.jpg|thumb|200px|''Ágúst Engilbert Blomquist Sveinsson.]]
'''Ágúst Engilbert Blómquist Sveinsson''' sjómaður, yfirverkstjóri á Akranesi fæddist 10. janúar 1938 í Eyjum og lést 5. janúar 2016.<br>
'''Ágúst Engilbert Blómquist Sveinsson''' sjómaður, yfirverkstjóri á Akranesi fæddist 10. janúar 1938 í Eyjum og lést 5. janúar 2016.<br>
Foreldrar hans [[Sigurveig Munda Gunnarsdóttir]] húsfreyja, f. 9. september 1918, d. 22. desember 1975, og Sveinn Stefánsson frá Siglufirði, f. 9. september 1919, d. 3. mars 1982.
Foreldrar hans [[Sigurveig Munda Gunnarsdóttir]] húsfreyja, f. 9. september 1918, d. 22. desember 1975, og Sveinn Stefánsson frá Siglufirði, f. 9. september 1919, d. 3. mars 1982.

Útgáfa síðunnar 20. janúar 2026 kl. 15:31

Ágúst Engilbert Blomquist Sveinsson.

Ágúst Engilbert Blómquist Sveinsson sjómaður, yfirverkstjóri á Akranesi fæddist 10. janúar 1938 í Eyjum og lést 5. janúar 2016.
Foreldrar hans Sigurveig Munda Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 9. september 1918, d. 22. desember 1975, og Sveinn Stefánsson frá Siglufirði, f. 9. september 1919, d. 3. mars 1982.

Ágúst og Erla hófu samvistir 1957 og fluttu til Reykjavíkur haustið 1958 og bjuggu þar til vors 1959, en þar var hann starfsmaður hjá Shell. Þau fluttu síðan aftur til Grundarfjarðar og giftu sig 1. okt. 1959 og bjuggu til að byrja með í foreldrahúsum Erlu. Þau festu síðan kaup á eigin heimili á Grundargötu 7, þar sem þau áttu heima frá 1960 til miðsumars 1968. Eftir að Ágúst hætti sjómennsku varð hann starfsmaður frystihússins í Grundarfirði og gerðist síðar verkstjóri þar. Í júlímánuði 1968 ákváðu þau hjón að flytja búferlum frá Grundarfirði til Akraness og hóf Ágúst störf hjá fyrirtæki Haraldar Böðvarssonar, þá sem aðstoðarverkstjóri. Árið 1972 varð hann yfirverkstjóri í frystihúsi fyrirtækisins. Síðustu árin var hann síðan verkstjóri á eyrinni eða þar til hann lét hann af störfum í ársbyrjun 2007. Ágúst vann því samfellt í 39 ár hjá sama fyrirtækinu, sem þá hét HB Grandi eftir sameiningu fyrirtækjanna. Mestan hluta ævinnar á Akranesi bjuggu þau hjón á Dalbrautinni, en síðustu misserin á Höfða.

Þau Erla Auður giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en Auður átti fyrir eitt barn, sem varð fósturbarn Ágústs.

I. Kona Ágústs er Erla Auður Stefánsdóttir húsfreyja, hefur unnið ýmis störf, f. 10. október 1937, d. 31. maí 2017. Foreldrar hennar Kristín Elínborg Sigurðardóttir, f. 9. október 1894, d. 29. ágúst 1966, og Stefán Ólafur Bachman Jónsson, f. 16. janúar 1891, d. 20. febrúar 1964.
Barn hennar og fósturbarn Ágústs:
1. Sigurgeir Sveinsson, f. 16. desember 1955.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.