„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1972/ Vélbáturinn Árni í Görðum“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<big><big><center>Vélbáturinn [[Árni í Görðum VE 73|Árni í Görðum]]</center></big></big><br> | <big><big><center>Vélbáturinn [[Árni í Görðum VE-73|Árni í Görðum]]</center></big></big><br> | ||
Þessi glæsilegi nýsmíðaði bátur kom til Vestmannaeyja um miðjan júlí í fyrra og hefur síðan reynst í alla staði prýðilega. Báturinn er smíðaður úr stáli á Akranesi og er sömu gerðar og [[Danski-Pétur (bátur)|Danski-Pétur]], sem lýst var í blaðinu í fyrra með teikningu.<br> | Þessi glæsilegi nýsmíðaði bátur kom til Vestmannaeyja um miðjan júlí í fyrra og hefur síðan reynst í alla staði prýðilega. Báturinn er smíðaður úr stáli á Akranesi og er sömu gerðar og [[Danski-Pétur (bátur)|Danski-Pétur]], sem lýst var í blaðinu í fyrra með teikningu.<br> |
Útgáfa síðunnar 28. október 2024 kl. 22:26
Þessi glæsilegi nýsmíðaði bátur kom til Vestmannaeyja um miðjan júlí í fyrra og hefur síðan reynst í alla staði prýðilega. Báturinn er smíðaður úr stáli á Akranesi og er sömu gerðar og Danski-Pétur, sem lýst var í blaðinu í fyrra með teikningu.
Árni í Görðum VE 73 er mældur 103 rúmlestir brúttó, 92 rúmlestir nettó. Er þetta mæling skv. nýjum reglum. Vélin er 500 hestafla Alfa og gengur báturinn 11,5 sml. Tvær ljósavélar af Bukhgerð, 54 ha hvor, samtals 68 KW eru í skipinu; 220 V riðstraumur. Skipið er mjög vel búið siglinga- og fiskileitartækjum, Decca 49 sm. ratsjá, Atlas-700 dýptarmæli með fisksjá, Simrad-asdic, Koden miðunarstöð, Arkas-sjálfstýringu, Sailor fjölbylgjutæki. Togvindan er frá Sigurði Sveinbjörnssyni fyrir 12 tonna þunga og gerð.
Lestin er prýðilega útbúin með Sabroe-kælivélum, einnig eru kælivélar í bjóðageymslu.
Skipstjóri á Árna í Görðum er Guðfinnur Þorgeirsson, sjómaður góður og aflamaður, sem ávallt skilar drjúgum hlut að landi.
Fengu þeir 620 tonn á liðinni vetrarvertíð.
Eigandi Árna í Görðum er hinn þekkti athafnamaður og framámaður í sjávarútvegi, Björn Guðmundsson. Eiginkona Björns, frú Jóna Ólafsdóttir, fósturdóttir Árna Jónssonar í Görðum, sem getið er annars staðar í blaðinu, gaf skipinu nafn.