„Þorsteinn Ingi Sigfússon“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 11: | Lína 11: | ||
Þorsteinn Ingi hefur beitt sér fyrir tengingu Háskólans við atvinnulífið og stofnað mörg sprotafyrirtæki. Eitt þessara fyrirtækja er Íslenzk NýOrka ehf., sem hefur það að markmiði að stuðla að vetnisvæðingu á Íslandi. Þegar alþjóða vetnissamtökin (IPHE) voru stofnuð 2003, var Þorsteinn Ingi kjörinn formaður framkvæmdanefndar þeirra. Hann var sæmdur riddarakrossi íslenzku fálkaorðunnar 2004.<br> | Þorsteinn Ingi hefur beitt sér fyrir tengingu Háskólans við atvinnulífið og stofnað mörg sprotafyrirtæki. Eitt þessara fyrirtækja er Íslenzk NýOrka ehf., sem hefur það að markmiði að stuðla að vetnisvæðingu á Íslandi. Þegar alþjóða vetnissamtökin (IPHE) voru stofnuð 2003, var Þorsteinn Ingi kjörinn formaður framkvæmdanefndar þeirra. Hann var sæmdur riddarakrossi íslenzku fálkaorðunnar 2004.<br> | ||
Í júní 2007 var Þorsteinn Ingi ráðinn í starf forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. | Í júní 2007 var Þorsteinn Ingi ráðinn í starf forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Í sama mánuði hlaut Þorsteinn Alheimsorkuverðlaunin. Verðlaunin hlaut Þorsteinn fyrir rannsóknir sínar í orkumálum, en þau eru ein æðsta viðurkenning rússneska lýðveldisins fyrir vísindarannsóknir og er ætlað að styðja alþjóðlega samvinnu við lausn brýnustu orkuvandamála samtímans. | ||
Lína 17: | Lína 17: | ||
* ''Upphaflegu greinina skrifaði [[Víglundur Þór Þorsteinsson]]'' | * ''Upphaflegu greinina skrifaði [[Víglundur Þór Þorsteinsson]]'' | ||
* Pers. | * Pers. | ||
*Vefur morgunblaðsins, www.mbl.is | |||
}} | }} | ||
[[Flokkur: Fólk]] | [[Flokkur: Fólk]] |
Útgáfa síðunnar 9. júní 2007 kl. 22:15
Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor fæddist 4. júní 1954 í Eyjum.
Foreldrar hans eru Sigfús Jörundur Árnason Johnsen, f. 1930, d. 2006, og k.h. Kristín Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 1930.
Maki (16. ágúst 1975): Bergþóra Karen Ketilsdóttir kerfisfræðingur í Rvk, yfirmaður upplýsingatæknideildar Kreditkorta h.f (MasterCard) á Íslandi, f. 20. júní 1954.
Foreldrar: Ketill Jónsson skipstjóri, bifreiðastjóri og verzlunarmaður, f. 1921, d. 2001 og k.h. Bergþóra Heiðrún Guðlaugsdóttir húsmóðir, f. 1922.
Börn: Davíð Þór læknanemi, f. 16. apríl 1980; Dagrún Inga, f. 10. okt. 1989; Þorkell Viktor, f. 23. júlí 1992.
Nám og störf
Þorsteinn Ingi varð stúdent 1973. Hann nam eðlisfræði og stærðfræði við Kaupmannahafnarháskóla 1973-78. Doktorsprófi í eðlisfræði lauk hann frá háskólanum í Cambridge á Englandi 1982.
Hann var sérfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, síðar í prófessorsstöðu í eðlisfræði, sem Íslenzka járnblendifélagið kostaði við Háskóla Íslands 1989-1994, en prófessor Háskólans í eðlisfræði frá 1994.
Þorsteinn Ingi hefur beitt sér fyrir tengingu Háskólans við atvinnulífið og stofnað mörg sprotafyrirtæki. Eitt þessara fyrirtækja er Íslenzk NýOrka ehf., sem hefur það að markmiði að stuðla að vetnisvæðingu á Íslandi. Þegar alþjóða vetnissamtökin (IPHE) voru stofnuð 2003, var Þorsteinn Ingi kjörinn formaður framkvæmdanefndar þeirra. Hann var sæmdur riddarakrossi íslenzku fálkaorðunnar 2004.
Í júní 2007 var Þorsteinn Ingi ráðinn í starf forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Í sama mánuði hlaut Þorsteinn Alheimsorkuverðlaunin. Verðlaunin hlaut Þorsteinn fyrir rannsóknir sínar í orkumálum, en þau eru ein æðsta viðurkenning rússneska lýðveldisins fyrir vísindarannsóknir og er ætlað að styðja alþjóðlega samvinnu við lausn brýnustu orkuvandamála samtímans.
Heimildir
- Upphaflegu greinina skrifaði Víglundur Þór Þorsteinsson
- Pers.
- Vefur morgunblaðsins, www.mbl.is