„Guðný Bjarnadóttir (Jómsborg)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Guðný Bjarnadóttir''', vinnukona fæddist 24. október 1879 á Fossi á Síðu, V.-Skaft. og lést 5. nóvember 1928 í Rvk.<br> Foreldrar hennar voru Bjarni Björnsson, vinnumaður víða, húsmaður á Fossi, síðar í Eystri-Tungu, f. 17. febrúar 1841, d. 13. september 1905, og sambúðarkona hans Matthildur Guðmundsdóttir, f. 24. janúar 1851, d. 10. september 1943. Guðný var með foreldrum sínum á Fossi til 1880, í Eystri-Tungu 1880-1896, var vinnukona á Fo...)
 
m (Verndaði „Guðný Bjarnadóttir (Jómsborg)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 5. september 2024 kl. 14:01

Guðný Bjarnadóttir, vinnukona fæddist 24. október 1879 á Fossi á Síðu, V.-Skaft. og lést 5. nóvember 1928 í Rvk.
Foreldrar hennar voru Bjarni Björnsson, vinnumaður víða, húsmaður á Fossi, síðar í Eystri-Tungu, f. 17. febrúar 1841, d. 13. september 1905, og sambúðarkona hans Matthildur Guðmundsdóttir, f. 24. janúar 1851, d. 10. september 1943.

Guðný var með foreldrum sínum á Fossi til 1880, í Eystri-Tungu 1880-1896, var vinnukona á Fossi 1896-1897, á Prestsbakka 1897-1898, á Breiðabólstað 1898-1900. Hún fór til Eyja 1900, var vinnukona í Jómsborg 1901. Hún kom til Rvk 1906 og fór sama ár til Seyðisfjarðar, var ráðskona þar 1910. Hún kom til Mosfellssveitar 1913, var vinnukona á Blikastöðum þar 1920, var ráðskona í Viðey, er hún dó 1928.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.