„Hjálmar Filippusson (Norðurgarði)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 7: | Lína 7: | ||
Hjálmar var ókvæntur vinnumaður í [[Godthaab]] 1850, kvæntur sjávarbóndi í Norðurgarði 1855. Hann lést 1859. | Hjálmar var ókvæntur vinnumaður í [[Godthaab]] 1850, kvæntur sjávarbóndi í Norðurgarði 1855. Hann lést 1859. | ||
Kona hans, (24. september 1852), var [[Guðrún Jónsdóttir (Kastala)|Guðrún Jónsdóttir]] húsfreyja í Norðurgarði 1855, f. 21. apríl 1825, d. 2. júní | Kona hans, (24. september 1852), var [[Guðrún Jónsdóttir (Kastala)|Guðrún Jónsdóttir]] húsfreyja í Norðurgarði 1855, f. 21. apríl 1825, d. 2. júní 1890.<br> | ||
1890.<br> | |||
Börn þeirra hér:<br> | Börn þeirra hér:<br> | ||
1. Hjálmar Hjálmarsson, f. 5. mars 1851 á Gjábakka, d. 13. mars 1851 „af Barnaveikin ginklofa“.<br> | 1. Hjálmar Hjálmarsson, f. 5. mars 1851 á Gjábakka, d. 13. mars 1851 „af Barnaveikin ginklofa“.<br> |
Núverandi breyting frá og með 31. ágúst 2024 kl. 20:58
Hjálmar Filippusson sjávarbóndi í Norðurgarði fæddist 1810 á Skúmsstöðum í Stokkseyrarhreppi og lést 29. ágúst 1859 í Kastala.
Faðir hans var Filippus yngri bóndi á Skúmsstöðum í Stokkseyrarhreppi 1816, skírður 16. febrúar 1779, d. 18. febrúar 1873 á Stóru-Háeyri, Þorkelsson bónda í Móakoti í Hraungerðishreppi, f. 1742 í Hvammi í Ölfusi, d. 1787, Andréssonar, og konu Þorkels, Vigdísar húsfreyju, f. 1744, d. 25. janúar 1785, Filippusdóttur bónda í Hjálmholtshjáleigu, f. 1701, Rögnvaldssonar, og konu Filippusar, Önnu húsfreyju, f. 1706, d. 1780, Brandsdóttur.
Móðir Hjálmars og kona Filippusar var Guðrún húsfreyja á Skúmsstöðum, f. á Skálmarbæ í Álftaveri, skírð 23. mars 1773, d. 1861, Teitsdóttir bónda í Skálmarbæ 1783, flúði Eldinn, varð bóndi í Hellukoti, síðar í Geirakoti í Selfosshreppi, f. 1740, Hjálmarssonar, líklega þess, sem var bóndi í Hörglandskoti á Síðu, Starasonar Arnbjarnarsonar, og konu Hjálmars Starasonar, líklega Guðrúnar húsfreyju, f. 1701, Teitsdóttur.
Móðir Guðrúnar á Skúmsstöðum og kona Teits í Skálmarbæ var Gróa húsfreyja, f. 1748, d. 1786, Hjörleifsdóttir bónda og meðhjálpara í Skurðbæ í Meðallandi, f. 1721, d. 26. nóvember 1787, Jónssonar, og konu Hjörleifs, Sesselju húsfreyju, f. 1713, d. 1784, Nikulásdóttur.
Hjálmar var ókvæntur vinnumaður í Godthaab 1850, kvæntur sjávarbóndi í Norðurgarði 1855. Hann lést 1859.
Kona hans, (24. september 1852), var Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Norðurgarði 1855, f. 21. apríl 1825, d. 2. júní 1890.
Börn þeirra hér:
1. Hjálmar Hjálmarsson, f. 5. mars 1851 á Gjábakka, d. 13. mars 1851 „af Barnaveikin ginklofa“.
2. Magnús Hjálmarsson, f. 19. mars 1853 í Norðurgarði, d. 26. mars 1853 úr ginklofa.
3. Guðrún Hjálmarsdóttir, f. 10. ágúst 1854 í Norðurgarði, d. 17. ágúst 1854 „af barnaveiki að sögn foreldranna“.
4. Ingibjörg Hjálmarsdóttir, f. 23. júní 1857 í Norðurgarði, d. 30. júní 1857, „dó af þessari hér vanalegu barnaveiki“.
5. Hjálmfríður Hjálmarsdóttir í Kastala, f. 18. október 1859 í Kastala, d. 6. mars 1922 í Spanish Fork í Utah.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.