„Sigurbjörg Sigurðardóttir (Burstafelli)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(settir tenglar og ætt. Kaflaskipti. Heimild.)
(Álftanes fyrir Eyrarbakki, leiðr. Sigurbergs Hávarðssonar.)
Lína 7: Lína 7:


==Lífsferill==
==Lífsferill==
23 ára gömul er Sigurbjörg ráðskona í Kastala í Mjóafirði. Þar kynntist hún Einari Einarssyni frá Eyrabakka, sem þá var húsmaður í Kastala 23 ára gamall. Sigurbjörg og Einar gengu í hjónaband þann 6. júní 1906 í Mjóafjarðarkirkju. Þau fara að búa að Stuðlum í Norðfirði 1906. Einar lést ári síðar, 12. júlí 1907, á Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði. Þeirra barn var [[Guðfinna Einarsdóttir]] fædd 22. júlí 1906.
23 ára gömul er Sigurbjörg ráðskona í Kastala í Mjóafirði. Þar kynntist hún Einari Einarssyni af Álftanesi, sem þá var húsmaður í Kastala 23 ára gamall. Sigurbjörg og Einar gengu í hjónaband þann 6. júní 1906 í Mjóafjarðarkirkju. Þau fara að búa að Stuðlum í Norðfirði 1906. Einar lést ári síðar, 12. júlí 1907, á Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði. Þeirra barn var [[Guðfinna Einarsdóttir]] fædd 22. júlí 1906.


Nokkrum árum síðar kynntist Sigurbjörg ungum manni frá Vestmannaeyjum [[Árni Oddsson|Árna Oddssyni]], sem þá var sumarmaður við sjóróðra í Norðfirði. Þau hófu búskap að Stuðlum árið 1909. Fyrsta barn þeirra, [[Sigríður Árnadóttir|Sigríður]], fæddist að Stuðlum 19. september 1910.
Nokkrum árum síðar kynntist Sigurbjörg ungum manni frá Vestmannaeyjum [[Árni Oddsson|Árna Oddssyni]], sem þá var sumarmaður við sjóróðra í Norðfirði. Þau hófu búskap að Stuðlum árið 1909. Fyrsta barn þeirra, [[Sigríður Árnadóttir|Sigríður]], fæddist að Stuðlum 19. september 1910.

Útgáfa síðunnar 31. janúar 2007 kl. 21:57

Árni og Sigurbjörg.

Sigurbjörg Sigurðardóttir fæddist 25. júní 1883 að Stóru-Breiðavíkurhjáleigu og lést 15. mars 1970.

Ætt og uppruni

Foreldrar Sigurbjargar voru Sigurður bóndi á Stuðlum í Norðfjarðarhreppi, f. 5. maí 1855 á Fáskrúðsfirði, d. 8. apríl 1931, Finnboga bónda í Brimnesgerði á Faskrúðsfirði, f. 1823, Erlendssonar og konu Finnboga, Elínar húsfreyju, f. 1821 í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði, Þorsteinsdóttur, Þorlákssonar. Móðir Sigurbjargar og kona Sigurðar var Guðfinna húsfreyja, f. 1859 í Hólmasókn í Reyðarfirði, d. 3. október 1892, Árna bónda á Völlum og Breiðavíkurhjáleigu við Reyðarfjörð, f. 1820, Ólafssonar og konu Árna bónda, Þuríðar húsfreyju, f. 1821 í Breiðavíkurhjáleigu, Jónsdóttur, Andréssonar.

Lífsferill

23 ára gömul er Sigurbjörg ráðskona í Kastala í Mjóafirði. Þar kynntist hún Einari Einarssyni af Álftanesi, sem þá var húsmaður í Kastala 23 ára gamall. Sigurbjörg og Einar gengu í hjónaband þann 6. júní 1906 í Mjóafjarðarkirkju. Þau fara að búa að Stuðlum í Norðfirði 1906. Einar lést ári síðar, 12. júlí 1907, á Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði. Þeirra barn var Guðfinna Einarsdóttir fædd 22. júlí 1906.

Nokkrum árum síðar kynntist Sigurbjörg ungum manni frá Vestmannaeyjum Árna Oddssyni, sem þá var sumarmaður við sjóróðra í Norðfirði. Þau hófu búskap að Stuðlum árið 1909. Fyrsta barn þeirra, Sigríður, fæddist að Stuðlum 19. september 1910.

Árið 1912 fluttust þau til Vestmannaeyja. Í Vestmannaeyjum bjuggu þau fyrst á Kirkjulandi og síðar í Götu, þar fæddist Aðalheiður árið 1913. Árni stundaði sjó og var formaður á Ögðu og Ísak veturna 1912 og 1913.

Árni fór austur á sumarvertíðir og flutti fjölskyldan öll aftur að Stuðlum og var þar hjá föður Sigurbjargar. Þau byggðu hús í landi Stuðla og voru innréttuð þar tvö herbergi. Þar fæddist Pálína 1914. Sigurbjörg og Árni stunduðu sjóinn saman á litlum báti. Vor og haust stundaði Árni róðra frá Norðfirði. Árið 1916 fluttust þau til Norðfjarðar og dvöldu þar fyrst í lítilli íbúð á pakkhúslofti, fljótlega fluttust þau að Sólheimum, síðan að Guðjónshúsi („Brennu“). Þar fæddist Lára 1916 og Helga 1918. Árið 1919 flyst fjölskyldan aftur til Vestmannaeyja, en þá var Árni orðinn heilsulítill.

Fljótlega eftir komuna til Eyja flytjast þau að Burstafelli. Þar fæddist Vilhjálmur 1921. Árni stundaði sjó fyrstu árin en gerðist síðan umboðsmaður Brunabótafélags Íslands og dyravörður í Nýja-bíói. Árni eignaðist Burstafell og stækkaði það. Síðasta barn Sigurbjargar og Árna, Óli Ísfeld, fæddist þar 1927. Sigurbjörg vann í mörg ár við fiskþurrkun og fleira á sumrum en var með kostgangara á vertíðum.

Þann 16. júní 1938 gerðist sá válegi atburður að eldur kom upp í Burstafelli, þegar fjölskyldan var nýgengin til náða. Í brunanum lést Árni ásamt yngsta syni þeirra hjóna, Óla Ísfeld, og dóttursyni Árna, sem var sonur Aðalheiðar. Eftir brunann var byggt bráðabirgðaþak yfir kjallarann og bjó Sigurbjörg þar ásamt Aðalheiði, börnum hennar og Vilhjálmi syni sínum. Sigurbjörg bjó hjá syni sínum Vilhjálmi og tengdadóttur, Maríu Gísladóttur á Burstafelli þar til hún veiktist og lést á Sjúkrahúsi Vestmanneyja 15.mars 1970.


Heimildir

  • Niðjatal Sigurbjargar Sigurðardóttur, Burstafelli, Vestmannaeyjum.