„Margrét Valdimarsdóttir (hjúkrunarfræðingur)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|150px|''Margrét Guðríður Valdimarsdóttir. '''Margrét Guðríður Valdimarsdóttir''' frá Hlaðhamri í Hrútafirði, hjúkrunarfræðingur fæddist 14. júlí 1897 og lést 15. febrúar 1945.<br> Foreldrar hennar voru Valdimar Bjarni Jónsson bóndi á Hamri í Kollafirði, f. 27. október 1865, d. 30. júní 1943, og Guðbjörg Jónsdóttir frá Hlaðhamri, f. 9. september 1852, d. 3. desember 1914. Margrét lauk hj...) |
m (Verndaði „Margrét Valdimarsdóttir (hjúkrunarfræðingur)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 29. apríl 2024 kl. 14:01
Margrét Guðríður Valdimarsdóttir frá Hlaðhamri í Hrútafirði, hjúkrunarfræðingur fæddist 14. júlí 1897 og lést 15. febrúar 1945.
Foreldrar hennar voru Valdimar Bjarni Jónsson bóndi á Hamri í Kollafirði, f. 27. október 1865, d. 30. júní 1943, og Guðbjörg Jónsdóttir frá Hlaðhamri, f. 9. september 1852, d. 3. desember 1914.
Margrét lauk hjúkrunarnámi í Aarhus sygehus í Danmörku 1929, framhaldsnámi í geðveikrahjúkrun í Oringe sindsyghospital í Danmörku í 6 mánuði, við fæðingardeild Overlæge T. Iversens í Khöfn í 2 mánuði, farsóttarhjúkrun í Blegdamshospital í Khöfn í 4 mánuði.
Hún var hjúkrunarfræðingur í Sjúkrahúsinu í Eyjum 1931 til 1934, yfirhjúkrunarfræðingur í Sjúkrahúsi Sólheimna í Rvk 1934 til 1945.
Hún lést 1945 í Rvk.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.