„Magnús Sveinsson (Sunnuhvoli)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Guðni Magnús Sveinsson. '''Guðni ''Magnús'' Sveinsson''' frá Eskifirði, sjómaður, starfsmaður Skeljungs í Eyjum, síðar búsettur í Rvk fæddist 5. september 1946 á Eskifirði og lést 8. apríl 2020 á Lsp.<br> Foreldrar hans Sveinn Jóhannes Sörensen járnsmiður, f. 26. maí 1920, d. 11. nóvember 1992, og kona hans Guðbjörg Björnsdóttir húsfreyja, f. 7. september 1923, d. 21. maí 1987. Magnús var með foreld...) |
m (Verndaði „Magnús Sveinsson (Sunnuhvoli)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 2. apríl 2024 kl. 10:23
Guðni Magnús Sveinsson frá Eskifirði, sjómaður, starfsmaður Skeljungs í Eyjum, síðar búsettur í Rvk fæddist 5. september 1946 á Eskifirði og lést 8. apríl 2020 á Lsp.
Foreldrar hans Sveinn Jóhannes Sörensen járnsmiður, f. 26. maí 1920, d. 11. nóvember 1992, og kona hans Guðbjörg Björnsdóttir húsfreyja, f. 7. september 1923, d. 21. maí 1987.
Magnús var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð snemma sjómaður og lék á trompet með lúðrasveitinni á Eskifirði.
Þau Margrét hófu búskap snemma, bjuggu á Eskifirði, eignuðust eitt barn, en skildu
Hann flutti til Eyja, giftist Guðrúnu 1969. Þau bjuggu á Sunnuhvoli við Miðstræti 24, fluttu til Rvk 1985, eignuðust ekki barn saman.
Magnús lést 2020.
I. Sambúðarkona Magnúsar, slitu, er Margrét Ingibjörg Geirsdóttir, f. 13. september 1943. Foreldrar hennar Geir Sigurjónsson frá Hvoli í Njarvíkursókn, N.-Múl., bóndi á Jökulsá í Borgarfirði eystra, f. 18. október 1912, d. 7. apríl 1982, og kona hans Sigríður Ingibjörg Eyjólfsdóttir frá Bjargi á Borgarfirði eystra, húsfreyja f. 30. júlí 1921, d. 17. september 2008.
Barn þeirra:
1. Guðgeir Sigurjón Magnússon, f. 21. september 1964.
II. Kona Magnúsar, (1969), er Guðrún Gísladóttir (Dúna) frá Héðinshöfða, húsfreyja, f. 3. nóvember 1938.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá 1972.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 22. apríl 2020. Minning Magnúsar.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.