„Guðrún Gunnarsdóttir (hjúkrunarfræðingur)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Guðrún Gunnarsdóttir (hjúkrunarfræðingur)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 12: | Lína 12: | ||
I. Maður Guðrúnar, (12. apríl 2005), var Guðjón Bergmann Guðmundsson bóndi á Seljalandi, f. 6. maí 1949, d. 11. febrúar 2007. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson bóndi, oddviti, síðan í Reykjavík, f. 2. september 1925, d. 29. október 2010, og kona hans Guðríður Friðlaug Guðjónsdóttir frá Harastöðum á Fellsströnd, Dalas., húsfreyja, f. 1. nóvember 1926, d. 25. júní 2016.<br> | I. Maður Guðrúnar, (12. apríl 2005), var Guðjón Bergmann Guðmundsson bóndi á Seljalandi, f. 6. maí 1949, d. 11. febrúar 2007. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson bóndi, oddviti, síðan í Reykjavík, f. 2. september 1925, d. 29. október 2010, og kona hans Guðríður Friðlaug Guðjónsdóttir frá Harastöðum á Fellsströnd, Dalas., húsfreyja, f. 1. nóvember 1926, d. 25. júní 2016.<br> | ||
Börn Guðrúnar:<br> | Börn Guðrúnar:<br> | ||
1. Hafsteinn Daníel Þorsteinsson, f. 23. desember 1981. Unnusta hans Ragnheiður Helga Sæmundsdóttir.<br> | 1. [[Hafsteinn Daníel Þorsteinsson]], f. 23. desember 1981. Unnusta hans Ragnheiður Helga Sæmundsdóttir.<br> | ||
2. Katrín Björg Hannesdóttir, f. 4. maí 1987. | 2. [[Katrín Björg Hannesdóttir]], f. 4. maí 1987. | ||
{{Heimildir| | {{Heimildir| | ||
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]]. | *Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]]. |
Núverandi breyting frá og með 22. mars 2024 kl. 21:40
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 6. október 1957 í Reykjavík og lést 9. febrúar 2009.
Foreldrar hennar voru Gunnar Hafsteinn Kristinsson hitaveitustjóri, f. 1. nóvember 1930, d. 27. ágúst 2000, og kona hans Auðbjörg Brynjólfsdóttir húsfreyja, starfsmaður heimilishjálpar Reykjavíkurborgar, f. 1. nóvember 1929, d. 17. janúar 2000.
Guðrún varð stúdent í M.R. 1979, lauk námi í H.S.Í. í september 1983. Hún lauk MBA-námi í endurmenntunardeild H.Í. 2006, lauk kennsluréttindanámi fyrir framhaldsskóla í K.H.Í. og námi í mannauðsstjórnun í H.Í. 2006. Hún sótti nokkur námskeið í H.Í.
Guðrún var lengst hjúkrunarfræðingur á heilsugæslusviði, ýmist almennur hjúkrunarfræðingur eða stjórnandi.
Hún var hjúkrunarfræðingur á Barnaspítala Hringsins júlí til september 1983, á Sjúkrahúsinu í Eyjum september 1983 til maí 1985, á handlækningadeild Lsp maí til desember 1985, var aðstoðardeildarstjóri dauðhreinsunardeildar Lsp janúar til júlí 1986, hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu í Eyjum júlí 1986 til september 1987, á Heilsuverndarstöð Rvk , heilsugæslu í skólum september 1987 til maí 1988, hjúkrunarstjóri Heilsugæslustöðvar Þingeyrar júní 1988 til apríl 1989, hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsi Húsavíkur frá apríl 1989 (svo 1989).
Hún tók einnig að sér kennslu og kenndi m.a. við sjúkraliðabraut FVA síðustu ár og lagði mikla vinnu í að byggja upp og þróa dreifnám.
Guðrún var kosin í sveitarstjórn Dalabyggðar vorið 2002, var á fyrsta fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar kosin oddviti Dalabyggðar. Því starfi gegndi hún í eitt ár, en þá var hún kjörin varaoddviti og til setu í byggðarráði. Í byggðarráði sat hún í tvö ár eða til miðsumars 2005, einnig átti hún sæti í nokkrum stjórnum og nefndum á vegum sveitarfélagsins. Sat í stjórn Hitaveitu Dalabyggðar, í stjórn SSV um tíma, auk setu í öðrum veigaminni nefndum.
Þau Guðjón giftu sig 2005, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Seljalandi í Hörðudal, Dalas.
Guðjón lést 2007 og Guðrún 2009.
I. Maður Guðrúnar, (12. apríl 2005), var Guðjón Bergmann Guðmundsson bóndi á Seljalandi, f. 6. maí 1949, d. 11. febrúar 2007. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson bóndi, oddviti, síðan í Reykjavík, f. 2. september 1925, d. 29. október 2010, og kona hans Guðríður Friðlaug Guðjónsdóttir frá Harastöðum á Fellsströnd, Dalas., húsfreyja, f. 1. nóvember 1926, d. 25. júní 2016.
Börn Guðrúnar:
1. Hafsteinn Daníel Þorsteinsson, f. 23. desember 1981. Unnusta hans Ragnheiður Helga Sæmundsdóttir.
2. Katrín Björg Hannesdóttir, f. 4. maí 1987.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 16. febrúar 2009. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.