„Guðmundur Sigurmonsson“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Guðmundur Sigurmonsson. '''Guðmundur Sigurmonsson''' frá Einarsnesi í Borgarhreppi, Mýr., kennari fæddist þar 27. mars 1944 og lést 11. maí 2015.<br> Foreldrar hans voru Sigurmon Símonarson bóndi, f. 11. febrúar 1898, d. 6. júlí 1954, og kona hans Jórunn Helgadóttir húsfreyja, f. 9. ágúst 1910, d. 18. nóvember 1996. Guðmundur lauk landsprófi í unglingaskóla Þorgríms Sigurðssonar, varð búfræðingur...) |
m (Verndaði „Guðmundur Sigurmonsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 29. febrúar 2024 kl. 10:35
Guðmundur Sigurmonsson frá Einarsnesi í Borgarhreppi, Mýr., kennari fæddist þar 27. mars 1944 og lést 11. maí 2015.
Foreldrar hans voru Sigurmon Símonarson bóndi, f. 11. febrúar 1898, d. 6. júlí 1954, og kona hans Jórunn Helgadóttir húsfreyja, f. 9. ágúst 1910, d. 18. nóvember 1996.
Guðmundur lauk landsprófi í unglingaskóla Þorgríms Sigurðssonar, varð búfræðingur á Hvanneyri 1963, lauk íþróttakennaraprófi 1964, kennaraprófi 1969. Hann nam í framhaldsdeild K.H.Í. (stærðfræði) 1971-1972, í Danmarks Lærerhöjskole 1975-1976.
Guðmundur var kennari í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1964-1965 og í Stýrimannaskólanum í Eyjum, í Grunnskóla Staðarsveitar á Snæfellsnesi (Lýsuhólsskóli) 1969-1975, var skólastjóri þar 1976 í 30 ár. Hann vann við íþróttakennslu, sumarbúðastörf o.fl. á sumrin.
Hann var bóndi í Ytri-Tungu á Snæfellsnesi og rak þar ferðaþjónustu og smábátaútgerð.
Guðmundur var formaður Ungmennafélags Staðarsveitar 1967-1972, Héraðssambands Snæfells og Hnappadalssýslu 1973-1975.
Þau Jónína giftu sig 1965, eignuðust þrjú börn.
Guðmundur lést 2015.
I. Kona Guðmundar, (17. apríl 1965), er Jónína Þorgrímsdóttir húsfreyja, f. 20. janúar 1946. Foreldrar hennar voru Þorgrímur Maríusson sjómaður, vélstjóri, hafnarvörður á Húsavík, f. 4. desember 1904, d. 12. mars 1989, og kona hans Matthea Guðný Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1903, d. 28. nóvember 1968.
Börn þeirra:
1. Þorgrímur Helgi Guðmundsson, f. 22. ágúst 1965. Kona hans Erla María Markúsdóttir.
2. Garðar Sigurmon Guðmundsson, f. 21. ágúst 1966. Kona hans Kristín Pétrún Gunnarsdóttir.
3. Grétar Oddur Guðmundsson, f. 14. júní 1972. Kona hans Christina Laursen.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Morgunblaðið 23. maí 2015. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.