„Þorbjörg Theódórsdóttir (Sólbergi)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Þorbjörg Theodórsdóttir (Sólbergi)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:KG-mannamyndir 16149.jpg|thumb|200px|''Þorbjörg Sigurbjörg Theodórsdóttir.]] | |||
'''Þorbjörg Sigurbjörg Theódórsdóttir''' húsfreyja á [[Sólberg|Sólbergi, (Brekastíg 3)]] fæddist 18. ágúst 1903 í Fagraseli í Fagraneshreppi í Skagafirði og lést 28. mars 1932.<br> | '''Þorbjörg Sigurbjörg Theódórsdóttir''' húsfreyja á [[Sólberg|Sólbergi, (Brekastíg 3)]] fæddist 18. ágúst 1903 í Fagraseli í Fagraneshreppi í Skagafirði og lést 28. mars 1932.<br> | ||
Foreldrar hennar voru [[Theodór Friðriksson]] sjómaður, verkamaður, rithöfundur, f. 27. apríl 1876, d. 8. apríl 1948, og kona hans Sigurlaug Jónasdóttir húsfreyja, f. 19. janúar 1870, d. 12. maí 1968. | Foreldrar hennar voru [[Theodór Friðriksson]] sjómaður, verkamaður, rithöfundur, f. 27. apríl 1876, d. 8. apríl 1948, og kona hans Sigurlaug Jónasdóttir húsfreyja, f. 19. janúar 1870, d. 12. maí 1968. |
Útgáfa síðunnar 17. febrúar 2024 kl. 17:58
Þorbjörg Sigurbjörg Theódórsdóttir húsfreyja á Sólbergi, (Brekastíg 3) fæddist 18. ágúst 1903 í Fagraseli í Fagraneshreppi í Skagafirði og lést 28. mars 1932.
Foreldrar hennar voru Theodór Friðriksson sjómaður, verkamaður, rithöfundur, f. 27. apríl 1876, d. 8. apríl 1948, og kona hans Sigurlaug Jónasdóttir húsfreyja, f. 19. janúar 1870, d. 12. maí 1968.
Þorbjörg var með foreldrum sínum í æsku. Hún var hjú í Læknishúsi á Húsavík 1920, var um skeið í Vík, bjó í Háagarði við giftingu 1925, í Bólstað, er hún eignaðist Ernu síðla ársins, var um hríð í Bólstaðarhlíð, var húsfreyja á Sólbergi við Brekastíg 1930.
Þorbjörg veiktist af berklum og lést 1932.
Bent er á frásögn Ingibjargar í Bólstaðarhlíð af dulrænum hæfileikum Þorbjargar í Bliki 1962.
Maður Þorbjargar, (11. júní 1925), var Theodór Jónsson framkvæmdastjóri frá Háagarði, f. 12. júní 1901, d. 28. júlí 1959. Þorbjörg var fyrri kona hans.
Barn þeirra:
1. Erna Theodórsdóttir, síðar Whelan, húsfreyja, f. 25. desember 1925. Hún fluttist til Bandaríkjanna.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Blik 1962, Dulskyggni. Ingibjörg Ólafsdóttir.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.