„Sigþór Magnússon“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Sigþór Magnússon''' vélstjóri fæddist 3. september 1939.<br> Foreldrar hans voru Magnús Sigurðsson kennari, f. 23. september 1918 í Hvammi í Fáskrúðsfirði, d. 8. nóvember 2004, og Hólmfríður Sigurðardóttir frá Búðum í Fáskrúðsfirði, húsfreyja, f. 20. desember 1919, d. 12. febrúar 1973. Sigþór lærði vélstjórn.<br> Hann var vélstjóri á ýmsum bátum, m.a. á Ísleifi IV. og Gunnari Jónssyni. Síðar var hann vélstjóri hjá Meitlinum...) |
m (Verndaði „Sigþór Magnússon“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 6. febrúar 2024 kl. 16:38
Sigþór Magnússon vélstjóri fæddist 3. september 1939.
Foreldrar hans voru Magnús Sigurðsson kennari, f. 23. september 1918 í Hvammi í Fáskrúðsfirði, d. 8. nóvember 2004, og Hólmfríður Sigurðardóttir frá Búðum í Fáskrúðsfirði, húsfreyja, f. 20. desember 1919, d. 12. febrúar 1973.
Sigþór lærði vélstjórn.
Hann var vélstjóri á ýmsum bátum, m.a. á Ísleifi IV. og Gunnari Jónssyni. Síðar var hann vélstjóri hjá Meitlinum í Þorlákshöfn, var um skeið húsvörður í Félagsheimilinu í Þorlákshöfn (nú nefnt Ráðhús) og að síðustu var hann hafnarstarfsmaður.
Þau Ragna María giftu sig 1959, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Háeyri við Vesturveg 11A til Goss 1973, fluttu til Stokkseyrar og í Ölfusborgir, en 1974 í Þorlákshöfn og bjuggu þar síðan.
Ragna lést 2024.
I. Kona Sigþórs, (31. desember 1959), var Ragna María Pálmadóttir húsfreyja, verkakona, ræstitæknir, f. 27. mars 1941, d. 13. janúar 2024.
Börn þeirra:
1. Magnús Sigþórsson vélstjóri, f. 11. maí 1961. Fyrrum kona hans Halldóra Kristín Andrésdóttir. Kona hans Guðrún Margrét Jónsdóttir.
2. Hólmar Björn Sigþórsson ökukennari, löggiltur fasteignasali,, f. 17. júní 1962. Fyrrum kona hans Guðrún Hafdís Guðmundsdóttir. Kona hans Bryndís Elísa Árnadóttir.
3. Gestur Sævar Sigþórsson trésmiður, f. 27. desember 1963. Kona hans Halldóra Guðrún Hannesdóttir.
4. Ragnar Þór Sigþórsson tölvuviðgerðarmaður, f. 1. maí 1971.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hólmar Björn.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 30. janúar 2024. Minning Rögnu Maríu.
- Prestþjónustubækur
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.