„Kristín Pétursdóttir (kennari)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Kristín Pétursdóttir. '''Kristín Pétursdóttir''' kennari fæddist 22. desember 1952 á Long Island í New York.<br> Foreldrar hennar voru Pétur Einarsson fulltrúi, f. 6. júlí 1926 á Hjalteyri við Eyjafjörð, d. 10. mars 1992, og kona hans Dagbjört Ragnhildur Bjarnadóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 22. ágúst 1923 á Berserkseyri í Eyrarsveit, Snæf., d. 14. september 2019. Kristín varð gagnfræðingur í Gagnfr...)
 
m (Verndaði „Kristín Pétursdóttir (kennari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 18. desember 2023 kl. 10:50

Kristín Pétursdóttir.

Kristín Pétursdóttir kennari fæddist 22. desember 1952 á Long Island í New York.
Foreldrar hennar voru Pétur Einarsson fulltrúi, f. 6. júlí 1926 á Hjalteyri við Eyjafjörð, d. 10. mars 1992, og kona hans Dagbjört Ragnhildur Bjarnadóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 22. ágúst 1923 á Berserkseyri í Eyrarsveit, Snæf., d. 14. september 2019.

Kristín varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar í Rvk 1969, lauk kennaraprófi 1973, varð stúdent í K.Í. 1974, las ensku í H.Í. 1974-1975, stundaði sérkennslunám í framhaldsdeild K.H.Í. 1977-1978 og nam í Statens Speciallærerhögskole í Ósló tilfinningaleg og félagsleg vandamál barna 1978-1979.
Hún var kennari í Gagnfræðaskólanum og Námsflokkum Eyjanna 1975-1977, sérkennari í Breiðagerðisskóla í Rvk frá 1979, síðar deildarstjóri sérkennslu.
Hún vann fiskvinnuslusrörf, á skrifstofu og hóteli o.fl. á sumrin.
Hún eignaðist barn með Tryggva 1979.

I. Barnsfaðir Kristínar er Tryggvi Þórðarson vatnavistfræðingur, f. 24. mars 1952.
Barn þeirra:
1. Dagbjört Tryggvadóttir, f. 19. júní 1979.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.