„Davíð Árnason (Mjölni)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Davíð Árnason. '''Davíð Árnason''' frá Grænanesi í Norðfirði, sjómaður, verslunarmaður, fiskimatsmaður fæddist þar 25. júlí 1882 og lést 4. júní 1956.<br> Foreldrar hans voru Árni Davíðsson bóndi, f. 12. nóvember 1851, d. 14. ágúst 1932, og kona hans Guðríður Torfadóttir húsfreyja, f. 16. júlí 1855, d. 26. febrúar 1916. Davíð var með foreldrum sínum í Grænanesi 1890 og 1910, var sjómað...)
 
m (Verndaði „Davíð Árnason (Mjölni)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 18. desember 2023 kl. 10:36

Davíð Árnason.

Davíð Árnason frá Grænanesi í Norðfirði, sjómaður, verslunarmaður, fiskimatsmaður fæddist þar 25. júlí 1882 og lést 4. júní 1956.
Foreldrar hans voru Árni Davíðsson bóndi, f. 12. nóvember 1851, d. 14. ágúst 1932, og kona hans Guðríður Torfadóttir húsfreyja, f. 16. júlí 1855, d. 26. febrúar 1916.

Davíð var með foreldrum sínum í Grænanesi 1890 og 1910, var sjómaður í Bakkahúsi í Neshreppi í S.-Múl. 1920.
Hann var verslunarmaður 1930, bjó í Mjölni, síðar fiskimatsmaður.
Þau Guðlaug giftu sig, eignuðust fósturbarn. Þau bjuggu í Bakkahúsi í Norðfirði.
Hún lést 1928.
Davíð bjó með Kristínu í Mjölni við Skólaveg 18, síðar á Ólafsvöllum við Strandveg 61.

Davíð bjó með Kristínu Sigríði Jónsdóttur. Þau bjuggu í Mjölni, síðar á Ólafsvöllum við Strandveg 61.

I. Kona Davíðs var Guðlaug Guðlaugsdóttir, f. 5. júlí 1884 í Bakkholtshreppi í Ölfushreppi, d. 25. desember 1928. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Eyjólfsson, f. 8. september 1855, d. 17. júlí 1886, og Kristín Jónsdóttir, f. 29. júní 1848, d. 7. desember 1930.
Barn þeirra, fósturbarn
1. Jóhann Kristinsson, skrifstofumaður, verslunarmaður, sölumaður í Rvk, f. 9. janúar 1913, d. 13. október 1985. Kona hans Sigríður H. Þórðardóttir.

II. Bústýra Davíðs 1930 var Kristín Sigríður Jónsdóttir, f. 24. september 1883 í Nýjabæ, d. 27. maí 1957.
Hjá þeim ólst upp dóttir Kristínar
2. Ásta Rut Gunnarsdóttir húsfreyja í Hólshúsi f. 26. janúar 1914, d. 22. desember 2000.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.