„Dalir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(setti inn mynd)
m (tengdi inn mynd)
Lína 10: Lína 10:
[[Mynd:Dalabú.jpg|thumb|250px|Fjósið og hlöður.]]
[[Mynd:Dalabú.jpg|thumb|250px|Fjósið og hlöður.]]
[[Mynd:Kúabúið í Dölum.JPG|thumb|250px|Kúabúið.]]
[[Mynd:Kúabúið í Dölum.JPG|thumb|250px|Kúabúið.]]
[[Mynd:Dalabúið.JPG|thumb|250px|Um 1960.]]
Að öllu jöfnu voru 50 mjólkandi kýr og um 10-12 geldneyti á búinu.
Að öllu jöfnu voru 50 mjólkandi kýr og um 10-12 geldneyti á búinu.
Mjólk var flutt daglega í sjúkrahús bæjarins, í elliheimili hans og barnaheimili. Það sem afgangs var þörfum þessara stofnana var selt í verzlun er bærinn lét reka.
Mjólk var flutt daglega í sjúkrahús bæjarins, í elliheimili hans og barnaheimili. Það sem afgangs var þörfum þessara stofnana var selt í verzlun er bærinn lét reka.

Útgáfa síðunnar 18. nóvember 2006 kl. 23:42

Guðjón Jónsson við heyskap

Húsið Dalir stendur utan byggðar. Manntal 1892 greinir frá 2 bæjum. Íbúðarhúsið var reist á árunum 1945-1946. Um miðja 20. öldina var kúabúskapur mikill í Dölum. Um 50 nautgripir voru í búinu og var það stórt á vestmanneyskan mælikvarða.

Dalabúið árið 1961.

Árið 1942 afréð bæjarstjórn Vestmanneyja að láta bæinn stofna kúabú til mjólkurframleiðslu. Fengin var til þess ábúð á Dalajörðunum tveimur og brátt hafin þar bygging fjóss og hlöðu. Þar var byggt 60 bása fjós og stórar þurrheyshlöður. Hlaðan var 638 rúmmetrar, safnþrær um 300 rúmmetrar og einnig var byggt áburðar- og vélahús. Einnig var þar byggð votheyshlaða, 113 rúmmetrar. Árið 1944 var mæld hjá því nýrækt 8,5 ha. Áður hafði bæjarfélagið ræktað 4,7 ha. sáðsléttur, og látið rífa upp hundruð rúmmetra af grjóti úr því landi. Fyrsti bústjórinn var ráðinn Ársæll Grímsson, sem síðustu árin hafði haft Dalajarðirnar til ábúðar. Hann stjórnaði búrekstri bæjarins fyrstu tvö árin. Í byrjun maímánaðar 1946 tók Guðjón Jónsson við bústjórninni.

Fjósið og hlöður.
Kúabúið.
Um 1960.

Að öllu jöfnu voru 50 mjólkandi kýr og um 10-12 geldneyti á búinu. Mjólk var flutt daglega í sjúkrahús bæjarins, í elliheimili hans og barnaheimili. Það sem afgangs var þörfum þessara stofnana var selt í verzlun er bærinn lét reka. Eftir að Mjólkursamsalan hóf verslun með mjólkurvörur í Eyjum árið 1954 fékk bærinn að selja sína mjólk þar. Árið 1962 seldi kaupstaðurinn Dalabúið úr eigu sinni.

Ábúendur


Heimildir