„Steinunn Ingvarsdóttir (hjúkrunarfræðingur)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Steinunn Ingvarsdóttir. '''Steinunn Ingvarsdóttir''' hjúkrunarfræðingur fæddist 8. júní 1952 á Reykjum á Skeiðum, Árn.<br> Foreldrar hennar Ingavar Þórðarson frá Reykjum á Skeiðum, bóndi, f. 29. september 1921, d. 27. desember 2003, og Sveinfríður Herselía Sveinsdóttir frá Ytri-Mælifellsá í Skagaf., f. 27. ágúst 1924, d. 24. maí 2012. Steinunn varð gagnfræðingur í Kvennaskólanum í Reykjavík...) |
m (Verndaði „Steinunn Ingvarsdóttir (hjúkrunarfræðingur)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 9. september 2023 kl. 11:22
Steinunn Ingvarsdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 8. júní 1952 á Reykjum á Skeiðum, Árn.
Foreldrar hennar Ingavar Þórðarson frá Reykjum á Skeiðum, bóndi, f. 29. september 1921, d. 27. desember 2003, og Sveinfríður Herselía Sveinsdóttir frá Ytri-Mælifellsá í Skagaf., f. 27. ágúst 1924, d. 24. maí 2012.
Steinunn varð gagnfræðingur í Kvennaskólanum í Reykjavík 1969, lauk námi í H.S.Í. í mars 1974, stundaði framhaldsnám í gjörgæslu í Nýja hjúkrunarskólanum janúar 1978 til mars 1979.
Hún var hjúkrunarfræðingur á lyfjadeild Lsp 1974, Fylkesykahuset í Gjövik í Noregi í 3 mánuði 1974, á gjörgæsludeild Lsp 1975-1977. Hún var kennari í H.S.Í. 1979-1980, hjúkrunarfræðingur á lyflæknisdeild og gjörgæsludeild Lsp 1980-1981, á Sjúkrahúsinu í Eyjum 1981-1982, Lsp 1982-1987. (Þannig 1988).
Þau Sigurður giftu sig 1975, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Ólafur giftu sig 1984, eignuðust eitt barn.
I. Maður Steinunnar, (1975, skildu) er Sigurður Guðmundsson, f. 5. júlí 1953. Foreldrar hans Guðmundur Ingimarsson bóndi í Birtingarholti 3, f. 19. maí 1927, d. 15. ágúst 2015, og kona hans Ásthildur Sigurðardóttir húsfreyja, f. 10. júní 1928, d. 24. júlí 2014.
Barn þeirra:
1. Atli Sigurðsson rafeindavirki, f. 2. maí 1976. Barnsmóðir hans Kattie Pauline Nielsen. Kona hans Vaka Sigmarsdóttir.
II. Maður hennar, (1984), er Ólafur Hjaltason fulltrúi, f. 2. apríl 1948. Foreldrar hans Hjalti Gestsson ráðunautur, framkvæmdastjóri, f. 10. júní 1916, d. 6. október 2009, og kona hans Karen Marie Olesen íþróttakennari, f. 9.2. 1921, d. 21. mars 1990.
Barn þeirra:
2. Snæfríður Ólafsdóttir, f. 28. desember 1987.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 17. október 2009. Minning Hjalta Gestssonar.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.