„Magnús Jónasson (skipstjóri)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Magnús Jónasson''' frá Þórshöfn á Langanesi, skipstjóri fæddist 29. apríl 1958. <br> Foreldrar hans voru Guðmundur ''Jónas'' Karlsson, f. 16. maí 1941, d. 27. desember 2022 og Bára Soffía Guðjónsdóttir, f. 26. febrúar 1937, d. 24. apríl 2021. Magnús flutti til Eyja 1978. Hann lauk Stýrimannaskólanum í Eyjum 1979.<br> Magnús var sjómaður hjá Vinnslustöðinni, stýrimaður og afleysingaskipstjóri á S...) |
m (Verndaði „Magnús Jónasson (skipstjóri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 29. ágúst 2023 kl. 11:26
Magnús Jónasson frá Þórshöfn á Langanesi, skipstjóri fæddist 29. apríl 1958.
Foreldrar hans voru Guðmundur Jónas Karlsson, f. 16. maí 1941, d. 27. desember 2022 og Bára Soffía Guðjónsdóttir, f. 26. febrúar 1937, d. 24. apríl 2021.
Magnús flutti til Eyja 1978. Hann lauk Stýrimannaskólanum í Eyjum 1979.
Magnús var sjómaður hjá Vinnslustöðinni, stýrimaður og afleysingaskipstjóri á Sighvati Bjarnasyni VE, 1981-2015, á Kap VE, frá 2018 hefur hann verið skipstjóri í hálfu starfi á Ísleifi VE 63.
Þau Ástríður giftu sig 1985, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Foldahraun 4, búa nú við Áshamar 8.
I. Kona Magnúsar, (17. ágúst 1985), er Ástríður Júlíusdóttir kennari, húsfreyja, f. 7. desember 1960.
Börn þeirra:
1. Júlíus Guðjón Magnússon, f. 6. apríl 1987.
2. Elísabet Bára Magnúsdóttir, f. 1. mars 1994. Maður hennar Björn Elvar Steinarsson.
3. Þorfinnur Karl Magnússon véla- og orkutæknifræðingur, f. 2. september 1997. Sambúðarkona hans Freydís Þóra Þorsteinsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Ástríður og Magnús.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.