„Sigrún Aðalbjarnardóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Sigrún Aðalbjarnardóttir. '''Sigrún Aðalbjarnardóttir''' kennari, prófessor fæddist 9. júlí 1949 á Hvammstanga, Hún.<br> Foreldrar hennar voru Aðalbjörn Benediktsson héraðsráðunautur og bóndi á Grundarási í Miðfirði, f. 23. júlí 1925, d. 13. ágúst 2008, og kona hans Guðrún Benediktsdóttir húsfreyja, f. 10. júlí 1928, d. 22. nóvember 2015. Sigrún lauk landsprófi í Héraðsskólanum á Reykj...)
 
m (Verndaði „Sigrún Aðalbjarnardóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 8. ágúst 2023 kl. 16:36

Sigrún Aðalbjarnardóttir.

Sigrún Aðalbjarnardóttir kennari, prófessor fæddist 9. júlí 1949 á Hvammstanga, Hún.
Foreldrar hennar voru Aðalbjörn Benediktsson héraðsráðunautur og bóndi á Grundarási í Miðfirði, f. 23. júlí 1925, d. 13. ágúst 2008, og kona hans Guðrún Benediktsdóttir húsfreyja, f. 10. júlí 1928, d. 22. nóvember 2015.

Sigrún lauk landsprófi í Héraðsskólanum á Reykjum í Hrútafirði 1965, lauk kennaraprófi 1969, stúdentsprófi 1970, B.A.-prófi í uppeldisfræði í H.Í. 1983, mastersprófi í uppeldisfræði í Harvardháskólanum í Bandaríkjunum 1984, lauk doktorsprófi þar 1988.
Hún fór í námsferð til Kungälv í Svíþjóð haustið 1972 og sótti 5 vikna námskeið í Berkley í Kaliforníu 1974.
Sigrún var kennari í Breiðholtsskóla í Rvk 1970-1976, Barnaskólanum í Eyjum 1976-1977, stundakennari í K.H.Í. 1979-1982. Hún hefur unnið að námsefnisgerð í samfélagsfræði á vegum skólarannsókna 1973-1983 og leiðbeint á kennaranámskeiðum, hefur unnið í Háskóla Íslands frá 1988, verið prófessor, formaður Háskólaráðs og vísindanefndar ríkisháskóla.
Rit:
(Í samvinnu við starfshóp): Komdu í leit í bæ og sveit I-II, 1977-1980.
Kennsluleiðbeiningar og fl. námsgögn.
Greinar um uppeldismál, m.a. í Nýjum menntamálum og Gefið og þegið, afmælisriti dr. Brodda Jóhannessonar.
Virðing og umhyggja-Ákall 21. aldar.
Lífssögur ungs fólks-Samskipti, áhættuhegðun, styrkleikar.
Greinar í ritinu Uppeldi og menntun.
Samvera, ræðum saman heima-handbók fyrir foreldra og kennara.
Samvera, kennsluleiðbeiningar.
Ræktun mennskunnar: Hvernig eflum við samskiptahæfni.

I. Maður Sigrúnar, (31. desember 1961), er Þórólfur Ólafsson tannlæknir, f. 15. júlí 1949. Foreldrar hans voru Ólafur Ingvarsson kennari, skólastjóri, f. 24. maí 1925, d. 2. júní 2017, og kona hans Áslaug Ragna Þóra Þórólfsdóttir húsfreyja, f. 23. mars 1924, d. 20. apríl 1993.
Börn þeirra:
1. Aðalbjörn Þórólfsson, f. 3. október 1969.
2. Þórólfur Rúnar Þórólfsson, f. 6. október 1977.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Google.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.