„Hreinn Ásgrímsson (kennari)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Hreinn Ásgrímsson. '''Hreinn Ásgrímsson''' kennari fæddist 30. maí 1947 á Þórshöfn og lést 7. maí 1986.<br> Foreldrar hans voru Ásgrímur Hólm Kristjánsson verkamaður, grenjaskytta, f. 25. mars 1913, d. 6. júlí 1987, og kona hans Helga Margrét Haraldsdóttir húsfreyja, f. 26. júní 1926, d. 28. júní 2002. Hreinn lauk landsprófi í Alþýðuskólanum á Eiðum 1963, var í M.A. 1963-1964, lauk kennaraprófi 19...)
 
m (Verndaði „Hreinn Ásgrímsson (kennari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 24. júlí 2023 kl. 13:27

Hreinn Ásgrímsson.

Hreinn Ásgrímsson kennari fæddist 30. maí 1947 á Þórshöfn og lést 7. maí 1986.
Foreldrar hans voru Ásgrímur Hólm Kristjánsson verkamaður, grenjaskytta, f. 25. mars 1913, d. 6. júlí 1987, og kona hans Helga Margrét Haraldsdóttir húsfreyja, f. 26. júní 1926, d. 28. júní 2002.

Hreinn lauk landsprófi í Alþýðuskólanum á Eiðum 1963, var í M.A. 1963-1964, lauk kennaraprófi 1970, sótti ýmis kennaranámskeið frá 1970.
Hann var kennari í Barna- og unglingaskólanum á Þórshöfn 1966-1967, í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1970-1972, var skólastjóri Grunnskólans á Vatnsleysuströnd 1972-1985.
Hann var í hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps 1974-1982, varamaður frá 1982.
Þau Hulda giftu sig 1967, eignuðust tvö börn. Hreinn lést 1986.

I. Kona Hreins, (4. nóvember 1967), er Hulda Kristinsdóttir, f. 18. júní 1947. Foreldrar hennar voru Kristinn Júníus Guðjónsson bifreiðastjóri, f. 10. júní 1912, d. 3. júní 1982, og kona hans Gyða Hjálmarsdóttir húsfreyja, f. 3. september 1913, d. 30. desember 2003.
Börn þeirra:
1. Helga Margrét Hreinsdóttir, f. 4. nóvember 1965.
2. Kristín Mikkalína Hreinsdóttir, f. 4. maí 1971.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.